Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 29. desember 2025 12:26 Inga Sæland er með aðeins tíu prósent sjón en lætur það ekki stöðva sig í stjórnmálunum. Þessa stundina er hún með þrjá ráðherrahatta vegna veikinda og fæðingarorlofs. Vísir/Lýður Valberg Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sem er þessa dagana með þrjá ráðherrahatta á höfði sínu segir ekki von á breytingum í ráðherraskipan Flokks fólksins á næstunni. Hjartaaðgerð Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra hafi gengið vel. Boðað hefur verið til árlega áramótsfundar ríkisráðs á Bessastöðum á morgun. Fundurinn hefur fengið ýmsa til að velta því upp hvort von sé á ráðherraskiptum í ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ástæðan er sú að Guðmundur Ingi Kristinsson gekkst á dögunum undir opna hjartaaðgerð og viðbúið að endurhæfing eftir slíka aðgerð muni taka nokkurn tíma. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra tók við stjórnartaumunum í mennta- og barnamálaráðuneytinu þegar Guðmundur Ingi hvarf frá. En hann var ekki lengi við völd þar því hann fór fljótlega í fæðingarorlof og dvelur í Noregi með konu sinni sem á von á sér í upphafi nýs árs. Inga Sæland formaður flokksins og félags- og húsnæðismálaráðherra er því þrefaldur ráðherra og hefur verið undanfarna rúma viku. Félags- og húsnæðismálaráðherra, innviðaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra. Hún segir tímasetninguna ágæta að fjarveruna beri upp um jóla og áramót. Hún beri hattana til að tryggja að ekki verði rof í stjórnsýslunni. „Eins og þið sjáið þá er það heppilegt, það lendir um bæði jól og áramót þar sem bæði þingið er ekki að störfum og lítið um að vera í ráðueytum fyrir utan það að öll mál ráðuneytanna eru í góðum farvegi. Þannig að ég í rauninni þarf bara að fylgja því eftir sem þegar hefur verið gert, að því verður framhaldið og vera þá talsmaður og málsvari fyrir ráðherrana sem eru ekki við látnir akkurat núna.“ Ekki séu neinar fyrirséðar breytingar á ráðherraliðinu í kortunum. „Guðmundur Ingi var að koma úr hjartaaðgerð. Það verður að koma í ljós hve langan tíma Guðmundur Ingi þarf til að ná sér að fullu. Aðgerðin gekk vel,“ segir Inga. Ekki sé von á ráðherraskiptum á ríkisráðsfundi á morgun. „Engin sem ég veit um,“ segir Inga. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Boðað hefur verið til árlega áramótsfundar ríkisráðs á Bessastöðum á morgun. Fundurinn hefur fengið ýmsa til að velta því upp hvort von sé á ráðherraskiptum í ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ástæðan er sú að Guðmundur Ingi Kristinsson gekkst á dögunum undir opna hjartaaðgerð og viðbúið að endurhæfing eftir slíka aðgerð muni taka nokkurn tíma. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra tók við stjórnartaumunum í mennta- og barnamálaráðuneytinu þegar Guðmundur Ingi hvarf frá. En hann var ekki lengi við völd þar því hann fór fljótlega í fæðingarorlof og dvelur í Noregi með konu sinni sem á von á sér í upphafi nýs árs. Inga Sæland formaður flokksins og félags- og húsnæðismálaráðherra er því þrefaldur ráðherra og hefur verið undanfarna rúma viku. Félags- og húsnæðismálaráðherra, innviðaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra. Hún segir tímasetninguna ágæta að fjarveruna beri upp um jóla og áramót. Hún beri hattana til að tryggja að ekki verði rof í stjórnsýslunni. „Eins og þið sjáið þá er það heppilegt, það lendir um bæði jól og áramót þar sem bæði þingið er ekki að störfum og lítið um að vera í ráðueytum fyrir utan það að öll mál ráðuneytanna eru í góðum farvegi. Þannig að ég í rauninni þarf bara að fylgja því eftir sem þegar hefur verið gert, að því verður framhaldið og vera þá talsmaður og málsvari fyrir ráðherrana sem eru ekki við látnir akkurat núna.“ Ekki séu neinar fyrirséðar breytingar á ráðherraliðinu í kortunum. „Guðmundur Ingi var að koma úr hjartaaðgerð. Það verður að koma í ljós hve langan tíma Guðmundur Ingi þarf til að ná sér að fullu. Aðgerðin gekk vel,“ segir Inga. Ekki sé von á ráðherraskiptum á ríkisráðsfundi á morgun. „Engin sem ég veit um,“ segir Inga.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira