Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2025 09:02 Dagur Sigurðsson, Schumacher-hjónin, hin sænsku Björn Borg og Smilla Holmberg og Diogo Jota komu við sögu í mest lesnu erlendu íþróttafréttum ársins 2025 á Vísi. vísir/samsett Von um slóvenska hjálp, góðverk Zlatans Ibrahimovic og svipleg fráföll ungs íþróttafólks var meðal þess sem var mest lesið í erlendum íþróttafréttum á Vísi á árinu sem nú er senn á enda. Í janúar á ári hverju eru jafnan öll augu á íslenska karlalandsliðinu í handbolta og það var engin undantekning á því í ár. Íslenska liðið tapaði aðeins einum leik á HM 2025, fyrir Króatíu sem Dagur Sigurðsson stýrir. Eftir tapið fyrir Króötum var ljóst að Íslendingar þyrftu að treysta á að Slóvenar réttu þeim hjálparhönd til að eiga möguleika á að komast upp úr milliriðli. Íslendingar fylgdust því spenntir með beinni textalýsingu frá leik Króatíu og Slóveníu. Vonin var lengi vel til staðar en Króatar höfðu á endanum betur, 29-26, og því var ljóst að Íslendingar væru úr leik. Vítaspyrnukeppnin í leik Englands og Svíþjóðar í átta liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta var eftirminnileg í meira lagi. Meðal þeirra sem brást bogalistin í vítakeppninni var hin unga Smilla Holmberg. Englendingar unnu vítakeppnina, 2-3, og fóru alla leið og urðu Evrópumeistarar annað sinn í röð. Holmberg var óhuggandi eftir leikinn en fékk hughreystandi skilaboð frá skærustu fótboltastjörnu Svía fyrr og síðar, sjálfum Zlatan Ibrahimovic sem er átrúnargoð þessarar efnilegu fótboltakonu. Stórt áfall reið yfir CrossFit-heiminn á árinu sem nú er að líða. Á Cholula-leikunum í Mexíkó í maí lést hin 24 ára Nayeli Clemente eftir að hafa farið í hjartastopp. Leikmaður Englandsmeistara Liverpool og portúgalska landsliðsins, Diogo Jota, lést einnig í blóma lífsins, í bílslysi á Spáni ásamt bróður sínum, Andre Silva, 3. júlí. Jota var 29 ára, nýgiftur og lét eftir sig þrjú ung börn. Fréttir af Michael Schumacher vekja jafnan mikla athygli. Dómur féll í fjárkúgunarmáli gegn öryggisverði sem reyndi svíkja fé út úr fjölskyldu heimsmeistarans sjöfalda. Corrinu, eiginkonu Schumachers, fannst öryggisvörðurinn sleppa full billega en hann fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Leikhlé Dags í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handbolta, þar sem Danmörk vann öruggan sigur á Króatíu, 26-32, vakti sömuleiðis mikla athygli. Dagur talaði þar tæpitungulaust og hlaut hrós fyrir frá Króötum. Björn Borg, sem var einn fremsti tenniskappi heims á sínum tíma, gaf út ævisögu sína í ár. Þar greindi hann meðal annars frá kókaínfíkn sinni og því þegar hann var lífgaður við eftir að hafa tekið of stóran skammt. Þrautaganga Alexanders Blonz var valinn aftur í norska landsliðið í vetur eftir að hafa glímt við erfið veikindi. Hann fékk blóðtappa í heila en athugul kærasta hans, Elina Österli, tók eftir því að eitthvað var að. Fréttir ársins 2025 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Sjá meira
Í janúar á ári hverju eru jafnan öll augu á íslenska karlalandsliðinu í handbolta og það var engin undantekning á því í ár. Íslenska liðið tapaði aðeins einum leik á HM 2025, fyrir Króatíu sem Dagur Sigurðsson stýrir. Eftir tapið fyrir Króötum var ljóst að Íslendingar þyrftu að treysta á að Slóvenar réttu þeim hjálparhönd til að eiga möguleika á að komast upp úr milliriðli. Íslendingar fylgdust því spenntir með beinni textalýsingu frá leik Króatíu og Slóveníu. Vonin var lengi vel til staðar en Króatar höfðu á endanum betur, 29-26, og því var ljóst að Íslendingar væru úr leik. Vítaspyrnukeppnin í leik Englands og Svíþjóðar í átta liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta var eftirminnileg í meira lagi. Meðal þeirra sem brást bogalistin í vítakeppninni var hin unga Smilla Holmberg. Englendingar unnu vítakeppnina, 2-3, og fóru alla leið og urðu Evrópumeistarar annað sinn í röð. Holmberg var óhuggandi eftir leikinn en fékk hughreystandi skilaboð frá skærustu fótboltastjörnu Svía fyrr og síðar, sjálfum Zlatan Ibrahimovic sem er átrúnargoð þessarar efnilegu fótboltakonu. Stórt áfall reið yfir CrossFit-heiminn á árinu sem nú er að líða. Á Cholula-leikunum í Mexíkó í maí lést hin 24 ára Nayeli Clemente eftir að hafa farið í hjartastopp. Leikmaður Englandsmeistara Liverpool og portúgalska landsliðsins, Diogo Jota, lést einnig í blóma lífsins, í bílslysi á Spáni ásamt bróður sínum, Andre Silva, 3. júlí. Jota var 29 ára, nýgiftur og lét eftir sig þrjú ung börn. Fréttir af Michael Schumacher vekja jafnan mikla athygli. Dómur féll í fjárkúgunarmáli gegn öryggisverði sem reyndi svíkja fé út úr fjölskyldu heimsmeistarans sjöfalda. Corrinu, eiginkonu Schumachers, fannst öryggisvörðurinn sleppa full billega en hann fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Leikhlé Dags í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handbolta, þar sem Danmörk vann öruggan sigur á Króatíu, 26-32, vakti sömuleiðis mikla athygli. Dagur talaði þar tæpitungulaust og hlaut hrós fyrir frá Króötum. Björn Borg, sem var einn fremsti tenniskappi heims á sínum tíma, gaf út ævisögu sína í ár. Þar greindi hann meðal annars frá kókaínfíkn sinni og því þegar hann var lífgaður við eftir að hafa tekið of stóran skammt. Þrautaganga Alexanders Blonz var valinn aftur í norska landsliðið í vetur eftir að hafa glímt við erfið veikindi. Hann fékk blóðtappa í heila en athugul kærasta hans, Elina Österli, tók eftir því að eitthvað var að.
Fréttir ársins 2025 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Sjá meira