Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2025 13:34 Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu með Magdeburg og í bæði skiptin verið valinn bestur í úrslitunum í Köln. Getty/Jürgen Fromme Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard hefur tekið saman lista yfir tíu bestu handboltamenn heims og hann valdi tvo Íslendinga. Nyegaard hefur um árabil verið helsti sérfræðingur TV 2 um handbolta en hann segir það hafa verið afar vandasamt að taka saman listann, enda sé úrvalið af frábærum handboltamönnum mjög gott. Skilaboðin voru skýr um að Nyegaard ætti ekki að láta leikmenn græða neitt á fortíðinni. Hér væri um að ræða þá tíu sem væru bestir akkúrat í dag, nú þegar hálfur mánuður er í að Evrópumótið hefjist. Íslendingarnir á listanum eru Magdeburgar-makkerarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Þeir hafa báðir verið í fantaformi í vetur, í aðalhlutverkum hjá liði sem enn hefur ekki tapað leik í þýsku 1. deildinni. Ómar Ingi Magnússon verður með Íslandi á EM í janúar eftir meiðslin sem héldu honum meðal annars frá síðasta stórmóti; HM í janúar.vísir/Anton Segir Gísla stöðugt setja ný viðmið Í umsögn um Gísla skrifaði Nyegaard: „Íslenska undrið setur stöðugt ný viðmið varðandi það hversu vel hann getur staðið sig í heimi þar sem allir fylgjast sérstaklega með hans helsta styrkleika; einvígi, einvígi, einvígi. Það hefur kostað meiðsli á leiðinni, en þrátt fyrir alvarleg meiðsli er hugrekki áfram algjörlega afgerandi hluti af persónuleika hans. Kristjánsson sættir sig heldur ekki við skotnýtingu undir 70 og 80 prósentum. Og svo toppaði hann fögnuðinn yfir Meistaradeildartitlinum með því að vera valinn verðmætasti leikmaður (MVP) keppninnar.“ Ómar með eindæmum snjall og þarf bara hnappagat Í umsögn um Ómar skrifaði Nyegaard: „Með eindæmum snjall og með yfirsýn sem fáir búa yfir. Strategískur leikmaður sem hefur verið meira en afgerandi fyrir ríkjandi Meistaradeildarmeistara ársins 2025. Íslendingurinn þarf aðeins opnun á stærð við hið fræga hnappagat og þá finnur hann leiðina. Á minnstu svæðum, oftast fljúgandi rétt yfir gólfinu, tekst honum aftur og aftur að sýna listir sínar. Annaðhvort með því að skora sjálfur eða á síðustu stundu að búa yfir þeirri einstöku yfirsýn að koma liðsfélögum sínum í færi. Hvort sem það er til hægri eða vinstri, þá geturðu verið viss um að sá snjalli finnur bestu lausnina. Og líkt og hjá liðsfélaga hans, Felix Claar, eru mistök nánast ekki hluti af Magnússon-pakkanum. Innan við einn og hálfur tapaður bolti að meðaltali í leik.“ Nyegaard er með fjóra landa sína á listanum, tvo Frakka, einn Svía og einn Spánverja. Þetta eru þeir Mathias Gidsel, Emil Nielsen, Simon Pytlick, Magnus Saugstrup, Dika Mem, Ludovic Fabregas, Sergey Hernández og Felix Claar. EM karla í handbolta 2026 Handbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Sjá meira
Nyegaard hefur um árabil verið helsti sérfræðingur TV 2 um handbolta en hann segir það hafa verið afar vandasamt að taka saman listann, enda sé úrvalið af frábærum handboltamönnum mjög gott. Skilaboðin voru skýr um að Nyegaard ætti ekki að láta leikmenn græða neitt á fortíðinni. Hér væri um að ræða þá tíu sem væru bestir akkúrat í dag, nú þegar hálfur mánuður er í að Evrópumótið hefjist. Íslendingarnir á listanum eru Magdeburgar-makkerarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Þeir hafa báðir verið í fantaformi í vetur, í aðalhlutverkum hjá liði sem enn hefur ekki tapað leik í þýsku 1. deildinni. Ómar Ingi Magnússon verður með Íslandi á EM í janúar eftir meiðslin sem héldu honum meðal annars frá síðasta stórmóti; HM í janúar.vísir/Anton Segir Gísla stöðugt setja ný viðmið Í umsögn um Gísla skrifaði Nyegaard: „Íslenska undrið setur stöðugt ný viðmið varðandi það hversu vel hann getur staðið sig í heimi þar sem allir fylgjast sérstaklega með hans helsta styrkleika; einvígi, einvígi, einvígi. Það hefur kostað meiðsli á leiðinni, en þrátt fyrir alvarleg meiðsli er hugrekki áfram algjörlega afgerandi hluti af persónuleika hans. Kristjánsson sættir sig heldur ekki við skotnýtingu undir 70 og 80 prósentum. Og svo toppaði hann fögnuðinn yfir Meistaradeildartitlinum með því að vera valinn verðmætasti leikmaður (MVP) keppninnar.“ Ómar með eindæmum snjall og þarf bara hnappagat Í umsögn um Ómar skrifaði Nyegaard: „Með eindæmum snjall og með yfirsýn sem fáir búa yfir. Strategískur leikmaður sem hefur verið meira en afgerandi fyrir ríkjandi Meistaradeildarmeistara ársins 2025. Íslendingurinn þarf aðeins opnun á stærð við hið fræga hnappagat og þá finnur hann leiðina. Á minnstu svæðum, oftast fljúgandi rétt yfir gólfinu, tekst honum aftur og aftur að sýna listir sínar. Annaðhvort með því að skora sjálfur eða á síðustu stundu að búa yfir þeirri einstöku yfirsýn að koma liðsfélögum sínum í færi. Hvort sem það er til hægri eða vinstri, þá geturðu verið viss um að sá snjalli finnur bestu lausnina. Og líkt og hjá liðsfélaga hans, Felix Claar, eru mistök nánast ekki hluti af Magnússon-pakkanum. Innan við einn og hálfur tapaður bolti að meðaltali í leik.“ Nyegaard er með fjóra landa sína á listanum, tvo Frakka, einn Svía og einn Spánverja. Þetta eru þeir Mathias Gidsel, Emil Nielsen, Simon Pytlick, Magnus Saugstrup, Dika Mem, Ludovic Fabregas, Sergey Hernández og Felix Claar.
EM karla í handbolta 2026 Handbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Sjá meira