Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2026 19:00 Veikindi starfsfólks taka verulega í pyngjur borgar- og bæjarstóra. Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar og Landspítala vegna veikinda starfsmanna síðustu þrjú ár nemur um átján milljörðum króna hjá hvorri stofnun. Veikindi í opinberum stofnunum eru algengari nú en fyrir nokkrum árum. Veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesi lækkaði um fjórðung milli ára eftir að sveitarfélagið réðst í aðgerðir að sögn bæjarstjóra. Kostnaður sveitarfélaga og Landspítalans nemur milljörðum árlega vegna veikinda starfsmanna. Þannig áætlar Reykjavíkurborg að veikindin kosti um sex milljarða króna á ári. Kostnaður Landspítalans nemur árlega sambærilegri upphæð. Það starfa þó tæplega tvöfalt fleiri hjá borginni en spítalanum eða um ellefu þúsund manns á móti 6.500 hjá spítalanum. Fleiri veikir á Landspítalanum Veikindahlutfall hefur verið nokkuð hærra hjá Landspítalanum en hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Veikindi voru tæplega 8 prósent af öllum vinnustundum á spítalanum árið 2023. Sama ár var hlutfallið í í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi 7,7 prósent. Heildarfjarvistir vegna veikinda árið 2023 voru fæstar hjá Seltjarnarnesbæ eða 7,1 prósent af öllum vinnustundum það ár. Þetta var þó talsverð fjölgun veikindastunda hjá öllum sveitarfélögunum frá árinu 2021. Mun hærra en 2020 Þetta er líka talsvert hærra veikindahlutfall en Hagstofan mældi síðast 2020 á almennum vinnumarkaði. Veikindahlutfallið var þá tæplega þrjú prósent á almennum markaðnum og sex prósent á hinum opinbera. Gripið til aðgerða á Seltjarnarnesi Ef við förum svo aftur til ársins í ár þá hefur veikindahlutfallið á Landspítala og sveitarfélögum aðeins lækkað síðan í hittifyrra. Það er nú svipað á Landspítala og í Hafnarfirði eða 7,3 prósent og í Reykjavík og Kópavogi þar sem það er ríflega 7 prósent. Athygli vekur að veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesbæ fer niður í tæp sex prósent á þessu ári og lækkar um fjórðung frá því í fyrra þegar það var átta prósent. Samanburður á veikindahlutfalli milli ára hjá sveitarfélögum og Landspítala.Vísir/grafík Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi segir að undanfarið hafi verið unnið að því að lækka veikindahlutfallið og bæta heilsu starfsmanna. Það hafi skilað árangri. „Við höfum unnið markvisst í veikindahlutfallinu því þetta hefur valdið okkur áhyggjum. Það kostar talsverða peninga að fá íhlaupafólk í hin ýmsu störf. t.d. eins og þegar leikskólakennarar veikjast. Þróunin hefur verið afar jákvæð.,“ segir Þór. Hann segir að fræðsla og hvatning um heilbrigða lífshætti hafi verið aukin. Þá hafi forvarnir verið auknar. Gripið hafi verið til aðgerða í mörgum liðum. „Við höfum reynt að bæta aðstæður starfsfólks. Við bregðumst við þegar starfsfólk kemur með athugasemdir um hvað megi betur fara og þess háttar,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að fækka veikindadögunum. „Þetta er kostnaðarauki. Það er ekki bara hjá okkur heldur í sveitarfélögum á öllu landinu sem stjórnendur eru farnir að fylgjast mjög gaumgæfilega með þessum tölum,“ segir hann. Sveitarstjórnarmál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Landspítalinn Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Kostnaður sveitarfélaga og Landspítalans nemur milljörðum árlega vegna veikinda starfsmanna. Þannig áætlar Reykjavíkurborg að veikindin kosti um sex milljarða króna á ári. Kostnaður Landspítalans nemur árlega sambærilegri upphæð. Það starfa þó tæplega tvöfalt fleiri hjá borginni en spítalanum eða um ellefu þúsund manns á móti 6.500 hjá spítalanum. Fleiri veikir á Landspítalanum Veikindahlutfall hefur verið nokkuð hærra hjá Landspítalanum en hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Veikindi voru tæplega 8 prósent af öllum vinnustundum á spítalanum árið 2023. Sama ár var hlutfallið í í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi 7,7 prósent. Heildarfjarvistir vegna veikinda árið 2023 voru fæstar hjá Seltjarnarnesbæ eða 7,1 prósent af öllum vinnustundum það ár. Þetta var þó talsverð fjölgun veikindastunda hjá öllum sveitarfélögunum frá árinu 2021. Mun hærra en 2020 Þetta er líka talsvert hærra veikindahlutfall en Hagstofan mældi síðast 2020 á almennum vinnumarkaði. Veikindahlutfallið var þá tæplega þrjú prósent á almennum markaðnum og sex prósent á hinum opinbera. Gripið til aðgerða á Seltjarnarnesi Ef við förum svo aftur til ársins í ár þá hefur veikindahlutfallið á Landspítala og sveitarfélögum aðeins lækkað síðan í hittifyrra. Það er nú svipað á Landspítala og í Hafnarfirði eða 7,3 prósent og í Reykjavík og Kópavogi þar sem það er ríflega 7 prósent. Athygli vekur að veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesbæ fer niður í tæp sex prósent á þessu ári og lækkar um fjórðung frá því í fyrra þegar það var átta prósent. Samanburður á veikindahlutfalli milli ára hjá sveitarfélögum og Landspítala.Vísir/grafík Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi segir að undanfarið hafi verið unnið að því að lækka veikindahlutfallið og bæta heilsu starfsmanna. Það hafi skilað árangri. „Við höfum unnið markvisst í veikindahlutfallinu því þetta hefur valdið okkur áhyggjum. Það kostar talsverða peninga að fá íhlaupafólk í hin ýmsu störf. t.d. eins og þegar leikskólakennarar veikjast. Þróunin hefur verið afar jákvæð.,“ segir Þór. Hann segir að fræðsla og hvatning um heilbrigða lífshætti hafi verið aukin. Þá hafi forvarnir verið auknar. Gripið hafi verið til aðgerða í mörgum liðum. „Við höfum reynt að bæta aðstæður starfsfólks. Við bregðumst við þegar starfsfólk kemur með athugasemdir um hvað megi betur fara og þess háttar,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að fækka veikindadögunum. „Þetta er kostnaðarauki. Það er ekki bara hjá okkur heldur í sveitarfélögum á öllu landinu sem stjórnendur eru farnir að fylgjast mjög gaumgæfilega með þessum tölum,“ segir hann.
Sveitarstjórnarmál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Landspítalinn Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira