Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2026 19:00 Veikindi starfsfólks taka verulega í pyngjur borgar- og bæjarstóra. Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar og Landspítala vegna veikinda starfsmanna síðustu þrjú ár nemur um átján milljörðum króna hjá hvorri stofnun. Veikindi í opinberum stofnunum eru algengari nú en fyrir nokkrum árum. Veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesi lækkaði um fjórðung milli ára eftir að sveitarfélagið réðst í aðgerðir að sögn bæjarstjóra. Kostnaður sveitarfélaga og Landspítalans nemur milljörðum árlega vegna veikinda starfsmanna. Þannig áætlar Reykjavíkurborg að veikindin kosti um sex milljarða króna á ári. Kostnaður Landspítalans nemur árlega sambærilegri upphæð. Það starfa þó tæplega tvöfalt fleiri hjá borginni en spítalanum eða um ellefu þúsund manns á móti 6.500 hjá spítalanum. Fleiri veikir á Landspítalanum Veikindahlutfall hefur verið nokkuð hærra hjá Landspítalanum en hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Veikindi voru tæplega 8 prósent af öllum vinnustundum á spítalanum árið 2023. Sama ár var hlutfallið í í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi 7,7 prósent. Heildarfjarvistir vegna veikinda árið 2023 voru fæstar hjá Seltjarnarnesbæ eða 7,1 prósent af öllum vinnustundum það ár. Þetta var þó talsverð fjölgun veikindastunda hjá öllum sveitarfélögunum frá árinu 2021. Mun hærra en 2020 Þetta er líka talsvert hærra veikindahlutfall en Hagstofan mældi síðast 2020 á almennum vinnumarkaði. Veikindahlutfallið var þá tæplega þrjú prósent á almennum markaðnum og sex prósent á hinum opinbera. Gripið til aðgerða á Seltjarnarnesi Ef við förum svo aftur til ársins í ár þá hefur veikindahlutfallið á Landspítala og sveitarfélögum aðeins lækkað síðan í hittifyrra. Það er nú svipað á Landspítala og í Hafnarfirði eða 7,3 prósent og í Reykjavík og Kópavogi þar sem það er ríflega 7 prósent. Athygli vekur að veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesbæ fer niður í tæp sex prósent á þessu ári og lækkar um fjórðung frá því í fyrra þegar það var átta prósent. Samanburður á veikindahlutfalli milli ára hjá sveitarfélögum og Landspítala.Vísir/grafík Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi segir að undanfarið hafi verið unnið að því að lækka veikindahlutfallið og bæta heilsu starfsmanna. Það hafi skilað árangri. „Við höfum unnið markvisst í veikindahlutfallinu því þetta hefur valdið okkur áhyggjum. Það kostar talsverða peninga að fá íhlaupafólk í hin ýmsu störf. t.d. eins og þegar leikskólakennarar veikjast. Þróunin hefur verið afar jákvæð.,“ segir Þór. Hann segir að fræðsla og hvatning um heilbrigða lífshætti hafi verið aukin. Þá hafi forvarnir verið auknar. Gripið hafi verið til aðgerða í mörgum liðum. „Við höfum reynt að bæta aðstæður starfsfólks. Við bregðumst við þegar starfsfólk kemur með athugasemdir um hvað megi betur fara og þess háttar,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að fækka veikindadögunum. „Þetta er kostnaðarauki. Það er ekki bara hjá okkur heldur í sveitarfélögum á öllu landinu sem stjórnendur eru farnir að fylgjast mjög gaumgæfilega með þessum tölum,“ segir hann. Sveitarstjórnarmál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Landspítalinn Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju Sjá meira
Kostnaður sveitarfélaga og Landspítalans nemur milljörðum árlega vegna veikinda starfsmanna. Þannig áætlar Reykjavíkurborg að veikindin kosti um sex milljarða króna á ári. Kostnaður Landspítalans nemur árlega sambærilegri upphæð. Það starfa þó tæplega tvöfalt fleiri hjá borginni en spítalanum eða um ellefu þúsund manns á móti 6.500 hjá spítalanum. Fleiri veikir á Landspítalanum Veikindahlutfall hefur verið nokkuð hærra hjá Landspítalanum en hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Veikindi voru tæplega 8 prósent af öllum vinnustundum á spítalanum árið 2023. Sama ár var hlutfallið í í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi 7,7 prósent. Heildarfjarvistir vegna veikinda árið 2023 voru fæstar hjá Seltjarnarnesbæ eða 7,1 prósent af öllum vinnustundum það ár. Þetta var þó talsverð fjölgun veikindastunda hjá öllum sveitarfélögunum frá árinu 2021. Mun hærra en 2020 Þetta er líka talsvert hærra veikindahlutfall en Hagstofan mældi síðast 2020 á almennum vinnumarkaði. Veikindahlutfallið var þá tæplega þrjú prósent á almennum markaðnum og sex prósent á hinum opinbera. Gripið til aðgerða á Seltjarnarnesi Ef við förum svo aftur til ársins í ár þá hefur veikindahlutfallið á Landspítala og sveitarfélögum aðeins lækkað síðan í hittifyrra. Það er nú svipað á Landspítala og í Hafnarfirði eða 7,3 prósent og í Reykjavík og Kópavogi þar sem það er ríflega 7 prósent. Athygli vekur að veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesbæ fer niður í tæp sex prósent á þessu ári og lækkar um fjórðung frá því í fyrra þegar það var átta prósent. Samanburður á veikindahlutfalli milli ára hjá sveitarfélögum og Landspítala.Vísir/grafík Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi segir að undanfarið hafi verið unnið að því að lækka veikindahlutfallið og bæta heilsu starfsmanna. Það hafi skilað árangri. „Við höfum unnið markvisst í veikindahlutfallinu því þetta hefur valdið okkur áhyggjum. Það kostar talsverða peninga að fá íhlaupafólk í hin ýmsu störf. t.d. eins og þegar leikskólakennarar veikjast. Þróunin hefur verið afar jákvæð.,“ segir Þór. Hann segir að fræðsla og hvatning um heilbrigða lífshætti hafi verið aukin. Þá hafi forvarnir verið auknar. Gripið hafi verið til aðgerða í mörgum liðum. „Við höfum reynt að bæta aðstæður starfsfólks. Við bregðumst við þegar starfsfólk kemur með athugasemdir um hvað megi betur fara og þess háttar,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að fækka veikindadögunum. „Þetta er kostnaðarauki. Það er ekki bara hjá okkur heldur í sveitarfélögum á öllu landinu sem stjórnendur eru farnir að fylgjast mjög gaumgæfilega með þessum tölum,“ segir hann.
Sveitarstjórnarmál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Landspítalinn Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju Sjá meira