Spiluðu íshokkí utandyra í Miami Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. janúar 2026 13:15 New York Rangers unnu ríkjandi meistara Florida Panthers í leik sem fór fram utandyra í Miami. Brian Babineau/NHLI via Getty Images Árlegi „Winter Classic“ leikurinn í NHL íshokkídeildinni fór ekki fram á norðurhveli Bandaríkjanna eða í Kanada þetta árið heldur í Miami í sólskinsríkinu Flórída. Umhverfis- og hefðarsinnar eiga það sameiginlegt að vera alls ekki ánægðir með þetta. Florida Panthers hafa unnið NHL deildina síðustu tvö ár og tóku á móti New York Rangers í Miami í gærkvöldi. Rangers unnu öruggan 5-1 sigur þökk sé þrennu frá hinum sænska Mika Zibanejad, sem var líka valinn í landslið Svíþjóðar í gær fyrir Vetrarólympíuleikana í febrúar. Rússinn Igor Shesterkin átti líka stóran þátt í sigrinum en hann varði heil 36 skot. Uppselt var á leikinn og skipuleggjendur voru mjög ánægðir með viðtökur Flórída-búa, sem hafa heillast mikið af íshokkí síðustu ár. The NHL is making it snow at the Winter Classic in Miami ❄️ pic.twitter.com/VFMXvXcGUg— Front Office Sports (@FOS) January 3, 2026 Leikurinn fór fram í tuttugu stiga hita en gervisnjór féll á áhorfendur og hjúpur var settur yfir völlinn svo hann héldist kaldur fram að leik, síðan tók raforkan við og kældi völlinn. Rafmagnið sem var notað, bara á meðan leiknum stóð, hefði dugað til að knýja um tvö hundruð bandarísk heimili í heilt ár að sögn Mael Besson, umhverfisfræðings með áherslu á íþróttir. „Þetta er algjört rugl. Þetta er bara eins og loftkældu leikvangarnir í Katar, skíðasvæðin í Sádi-Arabíu eða golfvellirnir í eyðimörkinni.“ Hefðarsinnar íþróttarinnar eru heldur ekki ánægðir með framtakið og minntu á að upphaflega hafi hugmyndin með árlegum útileik verið að heiðra sögu íshokkís og til að sýna fram á að íþróttin getur enn verið iðkuð utandyra, eins og hún var alltaf iðkuð upphaflega. NHL deildin lætur sér lítið um finnast og er strax byrjuð að skipuleggja utandyra leik í Dallas í Texas á næsta ári en meðalhitinn þar í janúar er um átján gráður. Íshokkí Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira
Florida Panthers hafa unnið NHL deildina síðustu tvö ár og tóku á móti New York Rangers í Miami í gærkvöldi. Rangers unnu öruggan 5-1 sigur þökk sé þrennu frá hinum sænska Mika Zibanejad, sem var líka valinn í landslið Svíþjóðar í gær fyrir Vetrarólympíuleikana í febrúar. Rússinn Igor Shesterkin átti líka stóran þátt í sigrinum en hann varði heil 36 skot. Uppselt var á leikinn og skipuleggjendur voru mjög ánægðir með viðtökur Flórída-búa, sem hafa heillast mikið af íshokkí síðustu ár. The NHL is making it snow at the Winter Classic in Miami ❄️ pic.twitter.com/VFMXvXcGUg— Front Office Sports (@FOS) January 3, 2026 Leikurinn fór fram í tuttugu stiga hita en gervisnjór féll á áhorfendur og hjúpur var settur yfir völlinn svo hann héldist kaldur fram að leik, síðan tók raforkan við og kældi völlinn. Rafmagnið sem var notað, bara á meðan leiknum stóð, hefði dugað til að knýja um tvö hundruð bandarísk heimili í heilt ár að sögn Mael Besson, umhverfisfræðings með áherslu á íþróttir. „Þetta er algjört rugl. Þetta er bara eins og loftkældu leikvangarnir í Katar, skíðasvæðin í Sádi-Arabíu eða golfvellirnir í eyðimörkinni.“ Hefðarsinnar íþróttarinnar eru heldur ekki ánægðir með framtakið og minntu á að upphaflega hafi hugmyndin með árlegum útileik verið að heiðra sögu íshokkís og til að sýna fram á að íþróttin getur enn verið iðkuð utandyra, eins og hún var alltaf iðkuð upphaflega. NHL deildin lætur sér lítið um finnast og er strax byrjuð að skipuleggja utandyra leik í Dallas í Texas á næsta ári en meðalhitinn þar í janúar er um átján gráður.
Íshokkí Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira