Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2026 20:11 Jón Arnar Magnússon var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ í kvöld og þakkaði eiginkonu sinni, Huldu Ingibjörgu Skúladóttur, sérstaklega fyrir. Vísir/Hulda Margrét Jón Arnar Magnússon var í kvöld tekinn inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í Hörpu. Bjarni Malmquist var síðan valinn Íþróttaeldhugi ársins. Jón Arnar er 27. meðlimurinn í heiðurshöllinni en undanfarin ár hefur verið tekinn inn nýr meðlimur á hverju ári. Síðustu meðlimirnir sem voru teknir inn á undan voru hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson (2025) og sundkonan Sigrún Huld Hrafnsdóttir (2024). Jón Arnar Magnússon er fyrrverandi Íþróttamaður ársins í tvígang (1995 og 1996) og Ólympíufari í þrígang en hann er Íslandsmethafi í 110 metra grindarhlaupi, tugþraut og 300 metra hlaupi auk þess að eiga metið lengi í langstökki. Hann á líka enn Íslandsmetin innanhúss í 60 metra grindarhlaupi, langstökki og sjöþraut. Jón Arnar er eini Íslendingurinn sem hefur farið yfir átta þúsund stigin í tugþraut en því náði hann tuttugu sinnum á ferlinum en Íslandsmet hans er 8583 stig frá því í júlí 1998. Hann er einnig eini Íslendingurinn sem hefur farið yfir sex þúsund stigin í sjöþraut en því náði hann tíu sinnum. Jón vann bronsverðlaun í sjöþraut á Evrópumótinu innanhúss í Stokkhólmi 1996 og bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu innanhúss í París 1997. Hann vann síðan silfurverðlaun í sjöþraut á heimsmeistaramótinu innanhúss í Lissabon 2001 sem er hans besti árangur á stórmóti. Ólympíuleikarnir í Atlanta 1996 voru fyrstu ólympíuleikarnir sem hann tók þátt í af því. Þar fékk hann 8.274 stig og setti þar með Íslandsmet. Hann lenti í 12. sæti í tugþraut á mótinu. Jón Arnar átti eftir að bæta Íslandsmetið tvisvar sinnum í viðbót og sló það alls átta sinnum. Fyrsti heiðursfélagi ÍSÍ var hins vegar Vilhjálmur Einarsson, þrístökkvari og okkar fyrsti verðlaunahafi á Ólympíuleikum, en hann var stofnmeðlimur heiðurshallarinnar 28. janúar 2012. Sama kvöld voru Bjarni Friðriksson og Vala Flosadóttir tekin inn í heiðurshöllina. Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Með þessu verkefni vill ÍSÍ skapa vettvang til að setja á frekari stall okkar framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum. Bjarni Malmquist Jónsson með verðlaun sín í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Malmquist íþróttaeldhugi ársins Bjarni Malmquist Jónsson var í kvöld valinn íþróttaeldhugi ársins 2025. Tilnefning á Íþróttaeldhuga ársins 2025 fór fram samhliða kjöri Íþróttamanns ársins og standa Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands saman að þessari viðurkenningu. Íslendingar voru hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni sem hafa lagt hjarta og sál í að efla íþróttastarf um land allt. Í kvöld var kominn tími til að lyfta upp hetjunum á bak við tjöldin, fólkinu sem lætur allt gerast. Þrjú voru tilnefnd að þessu sinni. Valnefndina sem fór yfir innsendar tilnefningar og valdi Íþróttaeldhuga ársins 2025 skipa Þórey Edda Elísdóttir formaður, Snorri Einarsson, Dagur Sigurðsson, Kristín Rós Hákonardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Íþróttamaður ársins Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Fram - Valur | Toppliðið í heimsókn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Jón Arnar er 27. meðlimurinn í heiðurshöllinni en undanfarin ár hefur verið tekinn inn nýr meðlimur á hverju ári. Síðustu meðlimirnir sem voru teknir inn á undan voru hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson (2025) og sundkonan Sigrún Huld Hrafnsdóttir (2024). Jón Arnar Magnússon er fyrrverandi Íþróttamaður ársins í tvígang (1995 og 1996) og Ólympíufari í þrígang en hann er Íslandsmethafi í 110 metra grindarhlaupi, tugþraut og 300 metra hlaupi auk þess að eiga metið lengi í langstökki. Hann á líka enn Íslandsmetin innanhúss í 60 metra grindarhlaupi, langstökki og sjöþraut. Jón Arnar er eini Íslendingurinn sem hefur farið yfir átta þúsund stigin í tugþraut en því náði hann tuttugu sinnum á ferlinum en Íslandsmet hans er 8583 stig frá því í júlí 1998. Hann er einnig eini Íslendingurinn sem hefur farið yfir sex þúsund stigin í sjöþraut en því náði hann tíu sinnum. Jón vann bronsverðlaun í sjöþraut á Evrópumótinu innanhúss í Stokkhólmi 1996 og bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu innanhúss í París 1997. Hann vann síðan silfurverðlaun í sjöþraut á heimsmeistaramótinu innanhúss í Lissabon 2001 sem er hans besti árangur á stórmóti. Ólympíuleikarnir í Atlanta 1996 voru fyrstu ólympíuleikarnir sem hann tók þátt í af því. Þar fékk hann 8.274 stig og setti þar með Íslandsmet. Hann lenti í 12. sæti í tugþraut á mótinu. Jón Arnar átti eftir að bæta Íslandsmetið tvisvar sinnum í viðbót og sló það alls átta sinnum. Fyrsti heiðursfélagi ÍSÍ var hins vegar Vilhjálmur Einarsson, þrístökkvari og okkar fyrsti verðlaunahafi á Ólympíuleikum, en hann var stofnmeðlimur heiðurshallarinnar 28. janúar 2012. Sama kvöld voru Bjarni Friðriksson og Vala Flosadóttir tekin inn í heiðurshöllina. Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Með þessu verkefni vill ÍSÍ skapa vettvang til að setja á frekari stall okkar framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum. Bjarni Malmquist Jónsson með verðlaun sín í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Malmquist íþróttaeldhugi ársins Bjarni Malmquist Jónsson var í kvöld valinn íþróttaeldhugi ársins 2025. Tilnefning á Íþróttaeldhuga ársins 2025 fór fram samhliða kjöri Íþróttamanns ársins og standa Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands saman að þessari viðurkenningu. Íslendingar voru hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni sem hafa lagt hjarta og sál í að efla íþróttastarf um land allt. Í kvöld var kominn tími til að lyfta upp hetjunum á bak við tjöldin, fólkinu sem lætur allt gerast. Þrjú voru tilnefnd að þessu sinni. Valnefndina sem fór yfir innsendar tilnefningar og valdi Íþróttaeldhuga ársins 2025 skipa Þórey Edda Elísdóttir formaður, Snorri Einarsson, Dagur Sigurðsson, Kristín Rós Hákonardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íþróttamaður ársins Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Fram - Valur | Toppliðið í heimsókn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira