„Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2026 17:30 Ruben Amorim, stjóri Manchester United, bauð upp á mjög sérstakan blaðamannafund eftir leikinn í dag. Getty/Ash Donelon Ruben Amorim aðalþjálfari Manchester United hefur skorað á yfirmenn sína hjá Manchester United að leyfa sér að sinna starfi sínu án afskipta. Hann bauð upp á mjög sérstakan blaðamannafund eftir að liðið tapaði stigum á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eftir að hafa gefið í skyn á föstudag að vandamál væru á bak við tjöldin beið Amorim eftir síðustu spurningunni á blaðamannafundi sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Leeds United til að koma öðru mikilvægu atriði á framfæri. Í leiðinni gaf hann til kynna að hann hefði orðið fyrir óæskilegum innri afskiptum frá háttsettum aðilum hjá United og að félagið væri orðið of viðkvæmt fyrir gagnrýni að utan. Segir aðra stjóra ekki fá sömu meðferð Hann nefndi einnig nöfn þriggja þekktra fyrrverandi stjóra í ensku úrvalsdeildinni og gaf í skyn að þeir myndu ekki sæta sömu meðferð. 🚨 Rúben Amorim: “I’m gonna be Man United’s MANAGER, not coach. I was very clear”.“I am not going to quit. I am going to do my job until another guy is coming here to replace me. I came here to be the manager”. pic.twitter.com/ZCO1ZwUH5j— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2026 Amorim sagði ítrekað að eftir átján mánuði, þegar samningur hans rennur út, muni hann yfirgefa félagið. „Ég vil bara segja að ég kom hingað til að vera knattspyrnustjóri, ekki til að vera þjálfari,“ sagði Ruben Amorim. Ég mun sinna mínu í átján mánuði „Í öllum deildum – njósnadeildinni, yfirmaður knattspyrnumála – [þeir] þurfa að sinna sínu starfi. Ég mun sinna mínu í átján mánuði og svo höldum við áfram,“ sagði Amorim. „Ég vil bara segja að ég ætla að vera knattspyrnustjóri þessa liðs, ekki bara þjálfari. Ég var mjög skýr með það. Því lýkur eftir 18 mánuði og þá halda allir áfram. Það var samkomulagið. Það er mitt starf, ekki að vera þjálfari,“ sagði Amorim. 🗣️ "I came here to be the manager of Manchester United, not the coach"🗣️ "If people can't handle criticism we need to change the club"Ruben Amorim issues a strong statement following Manchester United's draw with Leeds and insists that 'he will not quit' from his role 🔴 pic.twitter.com/DlsOFymdL9— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 4, 2026 Amorim hefur sagt að ágreiningur hafi verið við félagið um leikmenn sem á að kaupa, á meðan vísbendingar um vaxandi spennu við yfirmann knattspyrnumála, Jason Wilcox, hafa orðið sterkari. „Þið fenguð valdar upplýsingar um allt“ Þegar hann var spurður hvort hann teldi sig enn hafa traust stjórnar United sagði Amorim: „Til að byrja með tók ég eftir því að þið fenguð valdar upplýsingar um allt,“ sagði Amorim. „Ég kom hingað til að vera knattspyrnustjóri Manchester United, ekki til að vera þjálfari Manchester United. Það er alveg á hreinu,“ sagði Amorim. „Ég veit að ég heiti ekki Tuchel“ „Ég veit að ég heiti ekki [Thomas] Tuchel, ég heiti ekki [Antonio] Conte, ég heiti ekki [Jose] Mourinho, en ég er knattspyrnustjóri Manchester United. Og þannig verður það í 18 mánuði eða þar til stjórnin ákveður að breyta,“ sagði Amorim. „Ég ætla ekki að hætta. Ég mun sinna starfi mínu þar til annar maður kemur hingað til að leysa mig af hólmi,“ sagði Amorim. Enski boltinn Manchester United Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
Eftir að hafa gefið í skyn á föstudag að vandamál væru á bak við tjöldin beið Amorim eftir síðustu spurningunni á blaðamannafundi sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Leeds United til að koma öðru mikilvægu atriði á framfæri. Í leiðinni gaf hann til kynna að hann hefði orðið fyrir óæskilegum innri afskiptum frá háttsettum aðilum hjá United og að félagið væri orðið of viðkvæmt fyrir gagnrýni að utan. Segir aðra stjóra ekki fá sömu meðferð Hann nefndi einnig nöfn þriggja þekktra fyrrverandi stjóra í ensku úrvalsdeildinni og gaf í skyn að þeir myndu ekki sæta sömu meðferð. 🚨 Rúben Amorim: “I’m gonna be Man United’s MANAGER, not coach. I was very clear”.“I am not going to quit. I am going to do my job until another guy is coming here to replace me. I came here to be the manager”. pic.twitter.com/ZCO1ZwUH5j— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2026 Amorim sagði ítrekað að eftir átján mánuði, þegar samningur hans rennur út, muni hann yfirgefa félagið. „Ég vil bara segja að ég kom hingað til að vera knattspyrnustjóri, ekki til að vera þjálfari,“ sagði Ruben Amorim. Ég mun sinna mínu í átján mánuði „Í öllum deildum – njósnadeildinni, yfirmaður knattspyrnumála – [þeir] þurfa að sinna sínu starfi. Ég mun sinna mínu í átján mánuði og svo höldum við áfram,“ sagði Amorim. „Ég vil bara segja að ég ætla að vera knattspyrnustjóri þessa liðs, ekki bara þjálfari. Ég var mjög skýr með það. Því lýkur eftir 18 mánuði og þá halda allir áfram. Það var samkomulagið. Það er mitt starf, ekki að vera þjálfari,“ sagði Amorim. 🗣️ "I came here to be the manager of Manchester United, not the coach"🗣️ "If people can't handle criticism we need to change the club"Ruben Amorim issues a strong statement following Manchester United's draw with Leeds and insists that 'he will not quit' from his role 🔴 pic.twitter.com/DlsOFymdL9— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 4, 2026 Amorim hefur sagt að ágreiningur hafi verið við félagið um leikmenn sem á að kaupa, á meðan vísbendingar um vaxandi spennu við yfirmann knattspyrnumála, Jason Wilcox, hafa orðið sterkari. „Þið fenguð valdar upplýsingar um allt“ Þegar hann var spurður hvort hann teldi sig enn hafa traust stjórnar United sagði Amorim: „Til að byrja með tók ég eftir því að þið fenguð valdar upplýsingar um allt,“ sagði Amorim. „Ég kom hingað til að vera knattspyrnustjóri Manchester United, ekki til að vera þjálfari Manchester United. Það er alveg á hreinu,“ sagði Amorim. „Ég veit að ég heiti ekki Tuchel“ „Ég veit að ég heiti ekki [Thomas] Tuchel, ég heiti ekki [Antonio] Conte, ég heiti ekki [Jose] Mourinho, en ég er knattspyrnustjóri Manchester United. Og þannig verður það í 18 mánuði eða þar til stjórnin ákveður að breyta,“ sagði Amorim. „Ég ætla ekki að hætta. Ég mun sinna starfi mínu þar til annar maður kemur hingað til að leysa mig af hólmi,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Manchester United Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira