Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Bjarki Sigurðsson skrifar 7. janúar 2026 13:12 Yngvi Ómar Sigrúnarson er varaformaður Leigjendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Á fjórtán árum hefur leiguverð hækkað nærri fimmfalt meira á Íslandi en meðaltal Evrópu. Á meðan launaþróun og húsnæðisverð í Evrópu haldast í hendur, rýkur verðið upp hér á landi. Formaður Leigjendasamtakanna segir skatt á leigusala eingöngu hafa áhrif á leigjendur. Leigjendasamtökin luku nýlega greiningu á húsnæðismarkaðinum hér á landi þar sem hann er borinn saman við markaðinn í Evrópu. Þar kemur fram að húsnæðisverð og launavísitala ESB-ríkja haldist hönd í hönd en frá 2014 hafi verðið hér á landi rokið úr öllu valdi, sé miðað við launavísitölu. Laun hafi á tíu árum hækkað um 70 prósent en húsnæðisverð um 130 prósent. Leiguverð hækki í takt við húsnæðisverð. Húsnæðisbætur hækki leigu Yngvi Ómar Sigrúnarson, varaformaður Leigjendasamtakanna, segir vandann margþættan. „Af því að það er skortur á húsnæði þá hlaupa fjársterkir aðilar í að kaupa upp íbúðir í stórum stíl. Það sést á þróuninni í greiningunni okkar að fjárfestar og leigusalar eru orðnir miklu stórtækari í íbúðakaupum en þeir voru. Það er nánast tvöföldun. Þeir leigja þær út með ákveðnum ríkisstyrk, sem eru húsnæðisbætur. Þær hafa verið að hækka gríðarlega og milljarður á mánuði er greiddur til leigusala. Þetta er til leigusala, ekki leigjendanna. Því þeir greiða þetta beint í leigu,“ segir Yngvi. Leigusalar hækki leiguna í takt við skerðingu frítekjumarks Stjórnvöld greiði tæpa ellefu milljarða á ári í leigubætur, sem fari beint í vasa leigusala. Þá sé áhyggjuefni hve lítið úrval sé af félagslegu húsnæði á Íslandi. Hlutfallið er tæp fjögur prósent hér, samanborið við sextán prósent í Svíþjóð, tuttugu prósent í Danmörku og 29 prósent í Hollandi. Þá hafi breyting á frítekjumarki vegna leigutekna af íbúðarhúsnæði sem tók gildi um áramótin haft slæm áhrif. Frítekjumarkið var fimmtíu prósent en er nú 25 prósent. Leigusalar greiddu áður ellefu prósent leigutekna í fjármagnstekjuskatt en eftir breytinguna greiða þeir 16,5 prósent. „Við sjáum þetta inni á Facebook-hópum eins og Fjármálatips. Þar eru óteljandi færslur þar sem leigusalar ræða hversu mikið þeir þurfa að hækka leiguna til að ná þessum skattahækkunum til baka. Þannig þeir eru strax að plana það. Skattur á leigutekjur er eitthvað sem leigutaki borgar. Eins og ef ég fer út í búð, kaupi brauð og greiði virðisaukaskatt. Þetta er alveg sambærilegt því þetta endar alltaf á því að leigjandinn borgar,“ segir Yngvi. Hemja verðbólguna Leigjendasamtökin leggja til að tekið verði upp viðmiðunarverð leigu. „Við þurfum eitthvað slíkt til að hemja verðbólguna á leigumarkaði og til að rétt fara til baka og lagfæra þessar gríðarlegu hækkanir sem hafa orðið á leiguhúsnæði og íbúðarhúsnæði. Þetta tengist allt saman,“ segir Yngvi. Leigumarkaður Neytendur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
Leigjendasamtökin luku nýlega greiningu á húsnæðismarkaðinum hér á landi þar sem hann er borinn saman við markaðinn í Evrópu. Þar kemur fram að húsnæðisverð og launavísitala ESB-ríkja haldist hönd í hönd en frá 2014 hafi verðið hér á landi rokið úr öllu valdi, sé miðað við launavísitölu. Laun hafi á tíu árum hækkað um 70 prósent en húsnæðisverð um 130 prósent. Leiguverð hækki í takt við húsnæðisverð. Húsnæðisbætur hækki leigu Yngvi Ómar Sigrúnarson, varaformaður Leigjendasamtakanna, segir vandann margþættan. „Af því að það er skortur á húsnæði þá hlaupa fjársterkir aðilar í að kaupa upp íbúðir í stórum stíl. Það sést á þróuninni í greiningunni okkar að fjárfestar og leigusalar eru orðnir miklu stórtækari í íbúðakaupum en þeir voru. Það er nánast tvöföldun. Þeir leigja þær út með ákveðnum ríkisstyrk, sem eru húsnæðisbætur. Þær hafa verið að hækka gríðarlega og milljarður á mánuði er greiddur til leigusala. Þetta er til leigusala, ekki leigjendanna. Því þeir greiða þetta beint í leigu,“ segir Yngvi. Leigusalar hækki leiguna í takt við skerðingu frítekjumarks Stjórnvöld greiði tæpa ellefu milljarða á ári í leigubætur, sem fari beint í vasa leigusala. Þá sé áhyggjuefni hve lítið úrval sé af félagslegu húsnæði á Íslandi. Hlutfallið er tæp fjögur prósent hér, samanborið við sextán prósent í Svíþjóð, tuttugu prósent í Danmörku og 29 prósent í Hollandi. Þá hafi breyting á frítekjumarki vegna leigutekna af íbúðarhúsnæði sem tók gildi um áramótin haft slæm áhrif. Frítekjumarkið var fimmtíu prósent en er nú 25 prósent. Leigusalar greiddu áður ellefu prósent leigutekna í fjármagnstekjuskatt en eftir breytinguna greiða þeir 16,5 prósent. „Við sjáum þetta inni á Facebook-hópum eins og Fjármálatips. Þar eru óteljandi færslur þar sem leigusalar ræða hversu mikið þeir þurfa að hækka leiguna til að ná þessum skattahækkunum til baka. Þannig þeir eru strax að plana það. Skattur á leigutekjur er eitthvað sem leigutaki borgar. Eins og ef ég fer út í búð, kaupi brauð og greiði virðisaukaskatt. Þetta er alveg sambærilegt því þetta endar alltaf á því að leigjandinn borgar,“ segir Yngvi. Hemja verðbólguna Leigjendasamtökin leggja til að tekið verði upp viðmiðunarverð leigu. „Við þurfum eitthvað slíkt til að hemja verðbólguna á leigumarkaði og til að rétt fara til baka og lagfæra þessar gríðarlegu hækkanir sem hafa orðið á leiguhúsnæði og íbúðarhúsnæði. Þetta tengist allt saman,“ segir Yngvi.
Leigumarkaður Neytendur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira