Innlent

Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag

Lovísa Arnardóttir skrifar
Snjóframleiðsluvélin sem hefur búið til snjó í Ártúnsbrekku frá því fyrir helgi.
Snjóframleiðsluvélin sem hefur búið til snjó í Ártúnsbrekku frá því fyrir helgi. Reykjavíkurborg

Opið verður í skíða- og sleðabrekkunum í Ártúnsbrekkunni í dag. Reykjavíkurborg hefur verið í snjóframleiðslu á svæðinu frá því fyrir helgi. Í tilkynningu kemur fram að vel hafi gengið að búa til snjó. Hann sé harðpakkaður og fínt að gera ráð fyrir því þegar brekkan er notuð.

„Við minnum á að sleðabrekkan er vinstra megin við lyftuna og skíðabrekkan er hægra megin við lyftuna. Fínn snjór er í báðum leiðum. Við minnum á bílastæði við Hitt húsið og fyrir aftan það. Umferð inn á túnið er aðeins heimil fyrir starfsfólk og neyðarbíla,“ segir í tilkynningu borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×