Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2026 18:22 Hildur Knútsdóttir hreppti verðlaunin í ár. Vísír/Anton Brink Hildur Knútsdóttir rithöfundur hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag. Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin sem eru áletraður gripur úr áli og ein og hálf milljón króna í verðlaunafé. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Rio Tinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. Hildur Knútsdóttir er bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands sem hefur einkum bent sjónum sínum að börnum og unglingum og gert lestur barna að sérstöku viðfangsefni, meðal annars í verkefninu Skáld í skólum á vegum Höfundamiðstöðvar. Í tilkynningu frá Rio Tinto segir að Hildur fari ótroðnar slóðir í verkum sínum og að sögusvið verka hennar sé ýmist úr hversdagsleikanum eða úr veröld furðursagna. Auk barna- og ungmennabóka hefur hún einnig skrifað leikrit, ljóð og nóvellur og tekið þátt í handritaskrifum fyrir sjónvarp. Verk hennar hafa mörg hver verið þýdd á erlend tungumál og kvikmyndaréttur seldur af bókinni Myrkrið milli stjarnanna. Bækurnar Kasia og Magdalena, Hrím, Skógurinn, Nornin, Doddi – Bók sannleikans! og Vetrarfrí hafa allar verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Jafnframt var Hrím tilnefnd til unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs. „Hildur Knútsdóttir, bjartsýnisverðlaunahafi árið 2025, á að baki langan og fjölbreyttan feril. Á tímum þar sem lestur barna og ungmenna á í vök að verjast hefur verðlaunahafinn okkar lagt umtalsvert af mörkum og fer iðulega ótroðnar slóðir í verkum sínum. Hún er fjölhæf, hugmyndarík og afkastamikil og skrifar bæði fyrir börn og fullorðna. Það er von okkar að Bjartsýnisverðlaunin verði hvatning til hennar um að halda áfram á sömu braut, að halda áfram að skrifa áhugaverðar, heillandi og frumlegar sögur fyrir okkar mikilvægustu lesendur,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar en hana skipuðu þau Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sif Gunnarsdóttir og Rannveig Rist. Bókmenntir Tímamót Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sjá meira
Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Rio Tinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. Hildur Knútsdóttir er bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands sem hefur einkum bent sjónum sínum að börnum og unglingum og gert lestur barna að sérstöku viðfangsefni, meðal annars í verkefninu Skáld í skólum á vegum Höfundamiðstöðvar. Í tilkynningu frá Rio Tinto segir að Hildur fari ótroðnar slóðir í verkum sínum og að sögusvið verka hennar sé ýmist úr hversdagsleikanum eða úr veröld furðursagna. Auk barna- og ungmennabóka hefur hún einnig skrifað leikrit, ljóð og nóvellur og tekið þátt í handritaskrifum fyrir sjónvarp. Verk hennar hafa mörg hver verið þýdd á erlend tungumál og kvikmyndaréttur seldur af bókinni Myrkrið milli stjarnanna. Bækurnar Kasia og Magdalena, Hrím, Skógurinn, Nornin, Doddi – Bók sannleikans! og Vetrarfrí hafa allar verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Jafnframt var Hrím tilnefnd til unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs. „Hildur Knútsdóttir, bjartsýnisverðlaunahafi árið 2025, á að baki langan og fjölbreyttan feril. Á tímum þar sem lestur barna og ungmenna á í vök að verjast hefur verðlaunahafinn okkar lagt umtalsvert af mörkum og fer iðulega ótroðnar slóðir í verkum sínum. Hún er fjölhæf, hugmyndarík og afkastamikil og skrifar bæði fyrir börn og fullorðna. Það er von okkar að Bjartsýnisverðlaunin verði hvatning til hennar um að halda áfram á sömu braut, að halda áfram að skrifa áhugaverðar, heillandi og frumlegar sögur fyrir okkar mikilvægustu lesendur,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar en hana skipuðu þau Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sif Gunnarsdóttir og Rannveig Rist.
Bókmenntir Tímamót Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sjá meira