Veður

Gular veðurviðvaranir fram­undan

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Gular veðurviðvaranir taka gildi í kvöld.
Gular veðurviðvaranir taka gildi í kvöld. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á suð- og austurhluta landsins. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld.

Fyrstu veðurviðvaranirnar taka gildi klukkan níu í kvöld á Austfjörðum, Miðhálendinu og Suðausturlandi. Spáð er norðan fimmtán til 25 metrum á sekúndu og snörpum vindhviðum.

Klukkan fimm aðfaranótt mánudags tekur gul veðurviðvörun gildi á Suðurlandi en hún fellur úr gildi klukkan fimm síðdegis á mánudag. Veðurviðvaranirnar á Suðausturlandi og Miðhálendinu eru í gildi til klukkan ellefu á mánudagskvöld.

Á Austfjörðum er viðvörunin í gildi allan mánudag og fellur úr gildi rétt eftir miðnætti aðfaranótt þriðjudags.

Vegagerðin bendir vegfarendum á að fara varlega. Skafrenningskóf og blinda verður á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Kletthálsi frá hádegi fram á kvöld. Einnig er búist við álíka aðstæðum á milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar frá um klukkan sex í kvöld. 

Almennt séð verður slæmt ferðaveður víða um austanvert land síðar í kvöld og nótt. Eins á morgun og þá bætist ofankoma við.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Vegagerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×