Fótbolti

Tómas á­fram á toppnum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Tómas Bent og félagar unnu þrátt fyrir liðsmuninn.
Tómas Bent og félagar unnu þrátt fyrir liðsmuninn. vísir/getty

Tómas Bent Magnússon spilaði allan leikinn er Hearts vann 1-0 útisigur á Dundee í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hearts spilaði síðari hálfleikinn manni færri.

Tómas Bent byrjaði leik dagsins með liði Hearts sem gat styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar. Liðið var þremur stigum á undan Glasgow liðunum Celtic og Rangers fyrir heimsóknina til Dundee í dag.

Hearts komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þökk sé marki Portúgalans Claudio Braga og 1-0 stóð í hléi. Breyttar aðstæður blöstu hins vegar við Hearts eftir hlé þar sem markvörður liðsins, Alexander Schwolow fékk að líta rautt spjald fyrir brot undir lok hálfleiksins.

Markaskorarinn Braga þurfti að víkja fyrir 43 ára gömlum Craig Gordon sem varði markið í síðari hálfleik þar sem Hearts léku tíu gegn ellefu.

Það tókst vel til hjá Hearts sem hélt hreinu er Tómas Bent spilaði allan leikinn.

Leiknum lauk 1-0 og Hearts því með 47 stig eftir 21 leik á toppi deildarinnar, sex stigum á undan Celtic og Rangers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×