Handbolti

Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um marka­drottningar­titilinn

Sindri Sverrisson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir hefur raðað inn mörkum fyrir Sävehof í vetur.
Elín Klara Þorkelsdóttir hefur raðað inn mörkum fyrir Sävehof í vetur. Sävehof

Elín Klara Þorkelsdóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennsku, og hún var meðal markahæstu manna Sävehof í 29-28 sigri á Skövde í kvöld.

Elín Klara skoraði fimm mörk líkt og tveir liðsfélaga hennar og voru þær markahæstar. Leikurinn var æsispennandi en Stina Wiksfors skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins.

Með mörkunum í dag er Elín Klara í 2. sæti yfir markahæstu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni, með heil 87 mörk í 13 leikjum, samkvæmt heimasíðu deildarinnar. 

Hún er aðeins tveimur mörkum á eftir Söruh Carlström hjá Kristianstad sem er með 89 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×