Innlent

Fyrsta skref Guð­bjargar að taka sér frí

Jakob Bjarnar skrifar
Ráðherraskiptin þýða nokkurt rót á aðstoðarmannahópnum, þar eru nokkrar hrókeringar.
Ráðherraskiptin þýða nokkurt rót á aðstoðarmannahópnum, þar eru nokkrar hrókeringar. vísir/vilhelm

Hreiðar Ingi Eðvarðsson verður Ragnari Þór Ingólfssyni félagsmálaráðherra til aðstoðar. Sigurjón Arnórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða aðstoðarmenn Ingu Sæland en eins og kunnugt er skipti hún um ráðuneyti, fór úr félags og húsnæðismálaráðuneytinu og tók við mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Sigurjón, sem hefur fylgt Ingu eins og skugginn, fylgir henni úr félags- og húsnæðismálaráðuneytinu en Ágúst Ólafur var fyrir í ráðuneytinu en hann aðstoðaði Guðmund Inga Kristinsson sem sagði af sér ráðherradómi.Guðbjörg Ingunn fer í frí

Þetta þýðir að Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, sem var aðstoðarmaður Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þá er hún var um skamma hríð mennta- og barnamálaráðherra, og fylgdi svo ráðuneytinu sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga þegar hann tók við, er í lausu lofti.

Guðbjörg Ingunn dregur sig í hlé eftir talsverðar sviptingar í ráðherraliðinu.stjórnarráðið

Guðbjörg Ingunn segist ekki vita hvað taki nú við.

„Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvað ég fer að gera. Þetta hefur gerst allt svo hratt og ég ætla bara að byrja á smá fríi,“ segir hún í stuttu samtali við Vísi.

Hreiðar Ingi heldur áfram í ráðuneytinu

Síðustu ár hefur Guðbjörg, sem er eiginkona Ragnars Þórs Ingólfssonar sem er nýr félagsmálaráðherra, starfað í Suðurmiðstöð Reykjavíkur sem íþrótta- og samskiptatengill og sem verkefnastjóri Velkominn í hverfið, sem hefur það að markmiði að styðja sérstaklega við börn og fjölskyldur af erlendum uppruna.

Hreiðar Ingi verður áfram í ráðuneytinu, nú til aðstoðar Ragnari Þór.stjórnarráðið

Guðbjörg var ráðin í stöðu sérfræðings í mennta- og barnamálaráðuneytinu í byrjun árs, var svo ráðin aðstoðarmaður Ásthildar Lóu og þá Guðmundar Inga.

Hreiðar Ingi Eðvarðsson verður aðstoðarmaður Ragnars Þórs. Hreiðar Ingi var áður aðstoðarmaður Ingu í ráðuneytinu. Hann er lög­fræðing­ur að mennt og var áður fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Flokks fólks­ins. Ragnar Þór er ekki búinn að taka ákvörðun um hver annar kemur þar að málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×