Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2026 06:30 Ollie Clarke var sakaður um ljót brot en félagið hans telur að brot hans hafi ekki verið sönnuð. Hann endaði samt í sjö leikja banni. Getty/MI News Ollie Clarke, fyrirliði Swindon Town, var dæmdur í sjö leikja bann eftir að hafa gerst sekur um „mjög grófa og vísvitandi óíþróttamannslega framkomu“ gagnvart „kynfærum“ tveggja mótherja í leik, samkvæmt skýrslu aganefndar. Þessi 33 ára gamli miðjumaður var einnig sektaður um 2.750 pund í síðasta mánuði eftir að hafa játað tvær kærur enska knattspyrnusambandsins fyrir óviðeigandi eða ósæmilega hegðun gagnvart mótherja. Það jafngildir meira en 467 þúsund íslenskum krónum. Atvikin áttu sér stað á 57. og 94. mínútu í tapi Swindon gegn Cardiff City í Carabao-bikarnum þann 12. ágúst síðastliðinn. Átti erfitt með að tala Í skriflegum rökstuðningi fyrir banninu, sem birtur var á mánudag, sagði óháð aganefnd enska knattspyrnusambandsins að brot Clarke væru alvarlegri þar sem atvikin tvö áttu sér stað með 37 mínútna millibili í sama leik. Swindon Town captain Ollie Clarke was banned for seven matches in December for committing fouls on the "private body parts" of two opponents, the Football Association revealed on Monday. https://t.co/HmpN9ogGfV https://t.co/HmpN9ogGfV— Reuters Sports (@ReutersSports) January 12, 2026 Leikmaður sem tilkynnti annað atvikið til dómarans eftir leik „var sýnilega í uppnámi“, „mjög tilfinningaþrunginn og átti erfitt með að tala“, sagði í skýrslunni. Í skýrslunni voru samt ekki gefnar nákvæmar upplýsingar um hvað Clarke gerði. Sagði þetta óviljandi Í yfirlýsingu sem Swindon sendi frá sér eftir birtingu skriflega rökstuðningsins sagði félagið að Clarke héldi fram sakleysi sínu og hefði aðeins játað á sig kærurnar á þeim forsendum að bæði atvikin hefðu verið óviljandi. „Félagið heldur áfram að styðja Ollie og mun gera það áfram,“ bætti Swindon við. Nefndin sagðist hins vegar ekki taka undir þá skoðun Clarke að hvorugt atvikið hefði verið viljandi og sagði að „engin trúverðug skýring væri á því að snerta kynfæri mótherja í leik, sérstaklega þegar leikurinn sjálfur var ekki í gangi“. Töldu þetta ekki sannað Eftir að bannið var lagt á í síðasta mánuði sagði Swindon að þeir teldu ákvörðunina ekki uppfylla kröfuna um sönnun hafnar yfir allan vafa og hafi þess í stað byggst á líkindamati. Clarke lék síðast fyrir Swindon þann 13. desember og á enn eftir að afplána þrjá leiki af banni sínu. Swindon Town have issued a statement in response to the FA's published written reasons following Ollie Clarke's ban.The club says it continues to support Clarke and will make no further comment at this time.#STFC #BBCFootball #BBCEFL pic.twitter.com/PxyyWiVFKv— BBC Wiltshire Sport (@BBCWiltsSport) January 12, 2026 Enski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Þessi 33 ára gamli miðjumaður var einnig sektaður um 2.750 pund í síðasta mánuði eftir að hafa játað tvær kærur enska knattspyrnusambandsins fyrir óviðeigandi eða ósæmilega hegðun gagnvart mótherja. Það jafngildir meira en 467 þúsund íslenskum krónum. Atvikin áttu sér stað á 57. og 94. mínútu í tapi Swindon gegn Cardiff City í Carabao-bikarnum þann 12. ágúst síðastliðinn. Átti erfitt með að tala Í skriflegum rökstuðningi fyrir banninu, sem birtur var á mánudag, sagði óháð aganefnd enska knattspyrnusambandsins að brot Clarke væru alvarlegri þar sem atvikin tvö áttu sér stað með 37 mínútna millibili í sama leik. Swindon Town captain Ollie Clarke was banned for seven matches in December for committing fouls on the "private body parts" of two opponents, the Football Association revealed on Monday. https://t.co/HmpN9ogGfV https://t.co/HmpN9ogGfV— Reuters Sports (@ReutersSports) January 12, 2026 Leikmaður sem tilkynnti annað atvikið til dómarans eftir leik „var sýnilega í uppnámi“, „mjög tilfinningaþrunginn og átti erfitt með að tala“, sagði í skýrslunni. Í skýrslunni voru samt ekki gefnar nákvæmar upplýsingar um hvað Clarke gerði. Sagði þetta óviljandi Í yfirlýsingu sem Swindon sendi frá sér eftir birtingu skriflega rökstuðningsins sagði félagið að Clarke héldi fram sakleysi sínu og hefði aðeins játað á sig kærurnar á þeim forsendum að bæði atvikin hefðu verið óviljandi. „Félagið heldur áfram að styðja Ollie og mun gera það áfram,“ bætti Swindon við. Nefndin sagðist hins vegar ekki taka undir þá skoðun Clarke að hvorugt atvikið hefði verið viljandi og sagði að „engin trúverðug skýring væri á því að snerta kynfæri mótherja í leik, sérstaklega þegar leikurinn sjálfur var ekki í gangi“. Töldu þetta ekki sannað Eftir að bannið var lagt á í síðasta mánuði sagði Swindon að þeir teldu ákvörðunina ekki uppfylla kröfuna um sönnun hafnar yfir allan vafa og hafi þess í stað byggst á líkindamati. Clarke lék síðast fyrir Swindon þann 13. desember og á enn eftir að afplána þrjá leiki af banni sínu. Swindon Town have issued a statement in response to the FA's published written reasons following Ollie Clarke's ban.The club says it continues to support Clarke and will make no further comment at this time.#STFC #BBCFootball #BBCEFL pic.twitter.com/PxyyWiVFKv— BBC Wiltshire Sport (@BBCWiltsSport) January 12, 2026
Enski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira