Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2026 16:13 Inga Sæland tók við lyklunum að mennta- og barnamálaráðuneytinu af Guðmundi Inga Kristinssyni sem sagði af sér embætti í byrjun árs. vísir/vilhelm Nýr barna- og menntamálaráðherra vonar að einhvers konar síma- eða samfélagsmiðlabann geti tekið gildi í grunnskólum fyrir næsta haust. Til skoðunar er hvort miða eigi við fimmtán eða sextán ára aldur. Greint var frá því á dögunum að frá því að ný lög í Ástralíu, um samfélagsmiðlabann ungmenna, tóku gildi um áramótin hafi samfélagsmiðlarisinn Meta lokað um hálfri milljón aðganga notenda, sem eru yngri en sextán ára. Ástralir voru fyrstir þjóða til að ríða á vaðið en bann sem þetta hefur víiða verið til umræðu. Danir hafa sett svipuð lög, sem banna börnum undir fimmtán ára að nota samfélagsmiðla. Hins vegar mega börn þrettán ára og eldri vera með reikning að gefnu leyfi foreldra sinna. Norðmenn hafa nú til skoðunar að setja á samfélagsmiðlabann og samkvæmt skoðanakönnnunum er ríkur stuðningur við slíku banni hérlendis. Þingsályktunartillaga Skúla Braga Geirdal, varaþingmanns Framsóknarflokksins, um að fela ráðherra að leggja fram frumvarp um bann sem þetta var samþykkt á haustþinginu. „Ég tel að það sé góð samlegð með því og til dæmis símafríinu, sem verður vonandi orðið að lögum núna fyrir sumarið. Ég er að vona það að skólarnir okkar geti í haust komið frjálsir inn frá símunum og börnin okkar fái símafrí,“ segir Inga Sæland, barna- og menntamálaráðherra. Hvetja til banns til sextán ára Áðurnefnd þingsályktunartillaga er í umsagnarferli hjá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Þegar hafa átta umsagnir borist, meðal annars frá Persónuvernd, Embætti landlæknis og Fjölmiðlanefnd. Í umsögn landlæknis er sérstök hvatning til að miðað verði við sextán ára aldur hérlendis í ljósi þess að sextánda aldursárið marki ákveðin félagsleg skil í lífum ungmenna, á milli grunnskóla og frekara náms eða atvinnu. „Mér finnst sextán ára aldur bara hugnast mér vel eða hvort heldur, fimmtán ára eins og Norðurlöndin okkar eru með. Við eigum eftir að finna það út en við bara gerum það saman,“ segir Inga. Börn og uppeldi Símanotkun barna Samfélagsmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum. 7. janúar 2026 20:59 Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, hefur á fyrstu dögunum eftir gildistöku nýrra laga í Ástralíu látið loka um 550 þúsund aðgöngum notenda sem eru yngri en 16 ára. Í desember riðu Ástralar fyrstir þjóða á vaðið og settu lög sem fela í sér bann við samfélagsmiðlanotkun barna. 12. janúar 2026 11:18 Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Um 70% landsmanna eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta sýnir glæný könnun Prósents. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla kveðst fylgjandi banni en segir bann án fræðslu stoða lítið. 30. desember 2025 12:01 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að frá því að ný lög í Ástralíu, um samfélagsmiðlabann ungmenna, tóku gildi um áramótin hafi samfélagsmiðlarisinn Meta lokað um hálfri milljón aðganga notenda, sem eru yngri en sextán ára. Ástralir voru fyrstir þjóða til að ríða á vaðið en bann sem þetta hefur víiða verið til umræðu. Danir hafa sett svipuð lög, sem banna börnum undir fimmtán ára að nota samfélagsmiðla. Hins vegar mega börn þrettán ára og eldri vera með reikning að gefnu leyfi foreldra sinna. Norðmenn hafa nú til skoðunar að setja á samfélagsmiðlabann og samkvæmt skoðanakönnnunum er ríkur stuðningur við slíku banni hérlendis. Þingsályktunartillaga Skúla Braga Geirdal, varaþingmanns Framsóknarflokksins, um að fela ráðherra að leggja fram frumvarp um bann sem þetta var samþykkt á haustþinginu. „Ég tel að það sé góð samlegð með því og til dæmis símafríinu, sem verður vonandi orðið að lögum núna fyrir sumarið. Ég er að vona það að skólarnir okkar geti í haust komið frjálsir inn frá símunum og börnin okkar fái símafrí,“ segir Inga Sæland, barna- og menntamálaráðherra. Hvetja til banns til sextán ára Áðurnefnd þingsályktunartillaga er í umsagnarferli hjá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Þegar hafa átta umsagnir borist, meðal annars frá Persónuvernd, Embætti landlæknis og Fjölmiðlanefnd. Í umsögn landlæknis er sérstök hvatning til að miðað verði við sextán ára aldur hérlendis í ljósi þess að sextánda aldursárið marki ákveðin félagsleg skil í lífum ungmenna, á milli grunnskóla og frekara náms eða atvinnu. „Mér finnst sextán ára aldur bara hugnast mér vel eða hvort heldur, fimmtán ára eins og Norðurlöndin okkar eru með. Við eigum eftir að finna það út en við bara gerum það saman,“ segir Inga.
Börn og uppeldi Símanotkun barna Samfélagsmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum. 7. janúar 2026 20:59 Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, hefur á fyrstu dögunum eftir gildistöku nýrra laga í Ástralíu látið loka um 550 þúsund aðgöngum notenda sem eru yngri en 16 ára. Í desember riðu Ástralar fyrstir þjóða á vaðið og settu lög sem fela í sér bann við samfélagsmiðlanotkun barna. 12. janúar 2026 11:18 Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Um 70% landsmanna eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta sýnir glæný könnun Prósents. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla kveðst fylgjandi banni en segir bann án fræðslu stoða lítið. 30. desember 2025 12:01 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum. 7. janúar 2026 20:59
Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, hefur á fyrstu dögunum eftir gildistöku nýrra laga í Ástralíu látið loka um 550 þúsund aðgöngum notenda sem eru yngri en 16 ára. Í desember riðu Ástralar fyrstir þjóða á vaðið og settu lög sem fela í sér bann við samfélagsmiðlanotkun barna. 12. janúar 2026 11:18
Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Um 70% landsmanna eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta sýnir glæný könnun Prósents. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla kveðst fylgjandi banni en segir bann án fræðslu stoða lítið. 30. desember 2025 12:01