
Símanotkun barna

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Í dag hefur ungt fólk aðgang að öllum heiminum í lófa sínum. Með síma í höndunum 24/7 eru þau stöðugt tengd við allt! – einnig allt það versta sem internetið hefur uppá að bjóða.

Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi
Börn eru ekki lengur örugg þar sem þau sitja ein inni í herberginu á heimili sínu. Þau lifa við allt annan veruleika en börn hafa lifað við hingað til. Sum geta eytt meiri tíma með karakterum á borð við Andrew Tate á netinu heldur en með eigin foreldrum í rauntíma. Þetta er meðal þess sem lesa má úr skilaboðum leiknu Netflix þáttaraðarinnar Adolescence sem slegið hefur í gegn.

Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent
Stuðningur við bann geng símanotkun nemenda í grunnskólum hefur aukist og mælist nú 62 prósent. Árið 2023 sögðust 56 prósent fylgjandi banni.

Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu
Yfirmaður menntamála hjá OECD og höfundur Pisa-könnunar segir íslenska menntakerfið mega vera metnaðarfyllra í garð nemenda. Akademísk frammistaða íslenskra barna verði sífellt lakari þó þau standi sig betur á sumum sviðum.

Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð
Á dögunum barst mér upplýsandi tölvupóstur frá grunnskóla barnanna minna. Tilefnið var gengi skólans í heilsu- og hvatningarverkefni og var einn þriggja pósta undanfarinna vikna um téð verkefni. Pósturinn var jafnframt einn af fjölmörgum póstum sem ég fékk þá vikuna í tengslum við grunnskólagöngu barnanna minna.

10 atriði varðandi símabann í skólum
Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um símabann í skólum í kjölfar þess að mennta- og barnamálaráðherra greindi frá fyrirhuguðu frumvarpi um að banna síma í skólum landsins.

Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum
Ragnar Þór Pétursson, kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, fordæmir fortakslaust áform Ásthildar Lóu Þórsdóttur, barna- og menntamálaráðherra, um bann við snjallsímum í grunnskólum landsins.

„Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“
Þeim málum fer fjölgandi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem gervigreind kemur við sögu. Nær ómögulegt getur verið að greina á milli hvað er raunverulegt og hvað ekki að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Einn var handtekinn hér á landi í vikunni í tengslum við alþjóðlega aðgerð sem varðar barnaníðsefni búið til með gervigreind.

Ráðherra ætlar að banna síma í skólum
Barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti og undirbýr frumvarp þess efnis. Ráðherrann segir mikilvægt að grípa inn í og verja börn gegn ágangi samfélagsmiðla.

Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina
Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum.

Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með
Afar algengt er að ungmenni deili staðsetningu sinni með vinum og kunningjum í gegnum hin ýmsu snjallsímaforrit. Því fylgja kostir og gallar að deila staðsetningu sinni með öðrum en sérfræðingur óttast að vanþekking ríki um þær hættur sem þessu geta fylgt. Það sé algeng upplifun barna að ókunnugir reyni að nálgast þau.

Hver er ábyrgð barna?
Í umræðunni um skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna erum við fullorðnu einstaklingarnir oft dugleg að benda á hvert annað og varpa ábyrgðinni frá okkur. Foreldrar þurfa að taka sig á, skólar verða að vera símalausir, og stjórnvöld þurfa að setja miðlæg lög um símanotkun í skólum og hærra aldurstakmark á samfélagsmiðla.

Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir kjarasamningsviðræður kennara sem nú standa yfir þær dýrmætustu fyrr og síðar. Staðan í skólunum sé orðin óboðleg og álagið gífurlegt. Börn beiti miklu ofbeldi og það sé mikið agaleysi.

Fleiri læk – betra skap
Flest börn sem komin eru á ákveðinn aldur eru á samfélagsmiðlum í gegnum símana sína. Mörg eru á samfélagsmiðlum marga tíma á sólarhring. Stór hópur barna geta ekki hugsað sér að skilja við símann nema kannski í örstutta stund og fengju þau að ráða myndu þau aldrei skilja við hann.

Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum
Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar.

Kvíðakynslóðin
Fjórar tillögur að breyttum viðhorfum varðandi snjallsímaeign og samfélagsmiðlanotkun barna.

Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma
Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska.

Skólabyrjun og skjáhætta
Brátt fara skólar af stað eftir sumarfrí og þá er mikilvægt að ökumenn fari að öllu með gát og virði hraðatakmarkanir, sér í lagi nálægt skólum og í íbúahverfum. Ávallt er þörf á að halda vakandi athygli í umferðinni en ekki hvað síst í blandaðri umferð þar sem ungir og óvarðir vegfarendur eru líka á ferðinni, ýmist gangandi eða hjólandi á fjölbreyttum farartækjum.