Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. desember 2025 12:01 Sigurður Sigurðsson er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Vísir/Magnús Hlynur Um 70% landsmanna eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta sýnir glæný könnun Prósents. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla kveðst fylgjandi banni en segir bann án fræðslu stoða lítið. Könnunin var framkvæmd dagana 12. til 29. desember og sýnir að afgerandi meirihluti er hlynntur slíku banni eða um sjötíu prósent. Aðeins tólf prósent sögðust andvíg banni og átján prósent höfðu ekki skoðun á banninu. Mesta andstaðan við samfélagsmiðlabann ungmenna fannst hjá yngsta aldurshópnum, 18-24 ára, en í þeim hópi sögðust sextíu prósent fylgjandi banni og 22 prósent andvíg. Afgerandi niðurstöður könnunarinnar komu Sigurði Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla, ekki á óvart. „Nei, þær koma ekki á óvart. Við hjá Heimili og skóla höfum verið með fræðslu til foreldra um samfélagsmiðla og stafræna borgaravitund í mörg ár og við finnum að það er sveifla í samfélaginu sem finnst ekki eðlilegt að börn séu að fara svona ung á samfélagsmiðla. Hvað finnst ykkur sjálfum hjá Heimili og skóla? „Ég myndi alveg segja að við værum fylgjandi svona banni en bann eitt og sér er ekki nóg. Það þarf mikla fræðslu til foreldra og barna um bæði gagnsemi og skaðsemi samfélagsmiðla.“Í könnuninni er miðað við samfélagsmiðlabann hjá börnum sextán ára og yngri en hvert er æskilegasta aldursviðmiðið að mati Sigurðar?„Ég mundi segja að besta línan sé í rauninni eftir 10. bekk, ég held það sé mjög gott viðmið þannig að við séum ekki með árekstra innan grunnskóla þannig að bara tíundi bekkur eða bara 9. og 10. bekkur megi vera á samfélagsmiðlum heldur fara þau bara á samfélagsmiðla í framhaldsskóla með mikilli fræðslu í grunnskólum og því tengdu.“„Eins og við höfum tekið eftir bæði í viðræðum við börn og foreldra að þau eru ekki tilbúin á þessa miðla. Þau eru enn þá að þroskast. Við verðum að leiða þau betur inn í þetta. Við sjáum það bara á rannsóknum að viðmiðið sem er 13 ára aldur er að þau eru hreinlega ekki tilbúin í þetta að standa ein,“ sagði Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Skóla- og menntamál Skoðanakannanir Símanotkun barna Tengdar fréttir 70 prósent landsmanna hlynnt banni Um 70 prósent Íslendinga eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents, sem gerð var dagana 12. til 29. desember. 30. desember 2025 08:22 Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Norsk stjórnvöld skoða að setja á samfélagsmiðlabann fyrir börn undir fimmtán ára aldri. Þau feta þar með í fótspor Dana og Ástrala. 27. desember 2025 10:01 Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Samfélagsmiðlabann fyrir börn undir sextán ára aldri tók gildi í dag. Um er að ræða fyrsta slíka bannið í heiminum. Forsætisráðherra Ástralíu segist vilja að börnin fái að njóta æsku sinnar. 9. desember 2025 22:42 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Könnunin var framkvæmd dagana 12. til 29. desember og sýnir að afgerandi meirihluti er hlynntur slíku banni eða um sjötíu prósent. Aðeins tólf prósent sögðust andvíg banni og átján prósent höfðu ekki skoðun á banninu. Mesta andstaðan við samfélagsmiðlabann ungmenna fannst hjá yngsta aldurshópnum, 18-24 ára, en í þeim hópi sögðust sextíu prósent fylgjandi banni og 22 prósent andvíg. Afgerandi niðurstöður könnunarinnar komu Sigurði Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla, ekki á óvart. „Nei, þær koma ekki á óvart. Við hjá Heimili og skóla höfum verið með fræðslu til foreldra um samfélagsmiðla og stafræna borgaravitund í mörg ár og við finnum að það er sveifla í samfélaginu sem finnst ekki eðlilegt að börn séu að fara svona ung á samfélagsmiðla. Hvað finnst ykkur sjálfum hjá Heimili og skóla? „Ég myndi alveg segja að við værum fylgjandi svona banni en bann eitt og sér er ekki nóg. Það þarf mikla fræðslu til foreldra og barna um bæði gagnsemi og skaðsemi samfélagsmiðla.“Í könnuninni er miðað við samfélagsmiðlabann hjá börnum sextán ára og yngri en hvert er æskilegasta aldursviðmiðið að mati Sigurðar?„Ég mundi segja að besta línan sé í rauninni eftir 10. bekk, ég held það sé mjög gott viðmið þannig að við séum ekki með árekstra innan grunnskóla þannig að bara tíundi bekkur eða bara 9. og 10. bekkur megi vera á samfélagsmiðlum heldur fara þau bara á samfélagsmiðla í framhaldsskóla með mikilli fræðslu í grunnskólum og því tengdu.“„Eins og við höfum tekið eftir bæði í viðræðum við börn og foreldra að þau eru ekki tilbúin á þessa miðla. Þau eru enn þá að þroskast. Við verðum að leiða þau betur inn í þetta. Við sjáum það bara á rannsóknum að viðmiðið sem er 13 ára aldur er að þau eru hreinlega ekki tilbúin í þetta að standa ein,“ sagði Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Skóla- og menntamál Skoðanakannanir Símanotkun barna Tengdar fréttir 70 prósent landsmanna hlynnt banni Um 70 prósent Íslendinga eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents, sem gerð var dagana 12. til 29. desember. 30. desember 2025 08:22 Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Norsk stjórnvöld skoða að setja á samfélagsmiðlabann fyrir börn undir fimmtán ára aldri. Þau feta þar með í fótspor Dana og Ástrala. 27. desember 2025 10:01 Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Samfélagsmiðlabann fyrir börn undir sextán ára aldri tók gildi í dag. Um er að ræða fyrsta slíka bannið í heiminum. Forsætisráðherra Ástralíu segist vilja að börnin fái að njóta æsku sinnar. 9. desember 2025 22:42 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
70 prósent landsmanna hlynnt banni Um 70 prósent Íslendinga eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents, sem gerð var dagana 12. til 29. desember. 30. desember 2025 08:22
Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Norsk stjórnvöld skoða að setja á samfélagsmiðlabann fyrir börn undir fimmtán ára aldri. Þau feta þar með í fótspor Dana og Ástrala. 27. desember 2025 10:01
Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Samfélagsmiðlabann fyrir börn undir sextán ára aldri tók gildi í dag. Um er að ræða fyrsta slíka bannið í heiminum. Forsætisráðherra Ástralíu segist vilja að börnin fái að njóta æsku sinnar. 9. desember 2025 22:42