Lífið

Kiefer Sutherland hand­tekinn grunaður um líkams­á­rás

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sutherland er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jack Bauer í spennuþáttunum 24.
Sutherland er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jack Bauer í spennuþáttunum 24. Getty/FOX

Leikarinn Kiefer Sutherland, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum 24 og Designated Survivor, var handtekinn í Los Angeles á mánudag grunaður um líkamsárás á bílstjóra.

Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði sest inn í svokallaðan deilibíl, ráðist á bílstjórann og haft í hótunum við hann. Árásarmaðurinn reyndist leikarinn, sem er 59 ára gamall. 

Bílstjórinn var ekki alvarlega slasaður eftir atvikið og þurfti ekki að leita aðstoðar á sjúkrahúsi, samkvæmt lögreglu. Sutherland var sleppt eftir að hafa lagt fram 50 þúsund dala tryggingu en þarf að mæta fyrir dómara 2. febrúar næstkomandi.

Sutherland, sem er sonur stórleikarans Donald Sutherland, hefur ítrekað komist í kast við lögin í gegnum tíðina. Hann var meðal annars handtekinn fyrir umferðarlagabrot árið 2020, líkamsárás árið 2009 og dæmdur í 48 daga fangelsi árið 2007 fyrir að aka undir áhrifum áfengis og brjóta þannig skilorð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.