Innlent

Fundað um Græn­land og Inga vill að­greina eftir ís­lensku­kunn­áttu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður rætt við Ingu Sæland menntamálaráðherra sem segist vilja  aðgreina börn innan skólanna sem þurfa sérstaka íslenskukennslu frá öðrum.

Ráðherrann segir nauðsynlegt að viðurkenna  að ekki sé hægt að gefa þeim börnum tækifæri fyrr en þeirri kunnáttu sé náð.

Þá fjöllum við um fundinn sem haldinn verður í Washington DC síðar í dag þar sem utanríkisráðherrar Grænlands, Danmerkur og Bandaríkjanna ræða um framtíð Grænlands ásamt bandaríska varaforsetanum JD Vance.

Að auki verður rætt við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir frumvarp að breytingum á búvörulögum vera skref í rétta átt. Hann segir þó miður að ráðherra virðist hafa látið undan þrýstingi og tekið minna skref en þegar frumvarpið leit fyrst dagsins ljós.

Í íþróttapakka dagsins verður svo hitað upp fyrir stórleik í Bónus deild kvenna í körfubolta og farið yfir úrslitin í enska deildarbikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×