Sport

Dag­skráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Stjörnumenn unnu Grindvíkinga í síðasta leik og taka á móti Keflvíkingum í kvöld. 
Stjörnumenn unnu Grindvíkinga í síðasta leik og taka á móti Keflvíkingum í kvöld. 

Fjölbreytta og fjöruga dagskrá má finna á íþróttarásum Sýnar þennan fimmtudaginn.

Fjórir leikir fara fram í Bónus deild karla og Skiptiborðið fylgist með þeim öllum áður en Tilþrifin taka við og fara yfir allt það helsta.

Big Ben slær það svo út af laginu og fer yfir öll helstu íþróttamálin, með áherslu á enska boltann.

Þá má einnig finna þýskan fótbolta, mið-austurlenskt golf og ískalt íshokkí á dagskránni hér fyrir neðan.

Klukkan 07:30 hefst dagurinn á Dubai Invitational golfmótinu á Sýn Sport 4.

Klukkan 19:05 skoppar körfuboltinn af stað. Skiptiborðið verður á Sýn Sport Ísland og Tilþrifin sömuleiðis.

Stjarnan og Keflavík mætast á Sýn Sport Ísland 2.

Ármann og Valur mætast á Sýn Sport Ísland 3.

Tindastóll og ÍR mætast á Sýn Sport Ísland 4.

Þór Þorlákshöfn og KR mætast á Sýn Sport Ísland 5.

Klukkan 19:20 er leikur Augsburg gegn Union Berlin á Sýn Sport Viaplay.

Klukkan 22:10 tekur Big Ben við á Sýn Sport.

Klukkan 00:05 er svo NHL leikur Penguins og Flyers á Sýn Sport Viaplay.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×