Handbolti

Slóvenía vann eftir al­gjöra markaveislu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Domen Makuc var markahæstur hjá Slóveníu með níu mörk.
Domen Makuc var markahæstur hjá Slóveníu með níu mörk. EPA/Cornelius Poppe NORWAY OU

Meiðslum hrjáð lið Slóveníu vann 41-40 gegn Svartfjallalandi í miklum markaleik í D-riðli Evrópumótsins í handbolta. Portúgalar sterkan sex marka sigur gegn Rúmeníu á sama tíma.

Leikur Slóvena og Svartfellinga var raunar alveg lygilegur, forystan skiptist oftar um hendur en talið verður. Slóvenar leiddu með einu marki í hálfleik en voru síðan tveimur mörkum undir mest allan seinni hálfleik.

Þegar tæpar tíu mínútur voru eftir tókst Slóvenum að taka forystuna og halda Svartfellingum frá sér alveg til enda, en það reyndist þeim alls ekki auðvelt.

Domen Makuc, Domen Novak og Blaz Janc voru markahæstu menn Slóveníu en Branko Vujovic skoraði mest allra, ellefu mörk fyrir Svartfjallaland.

Slóvenía og Svartfjallaland eru í riðli með Færeyjum og Sviss, sem mætast í kvöld.

Mörkin voru ekki mikið færri í leik Portúgals gegn Rúmeníu en þar unnu Portúgalir öruggan sex marka sigur, 40-34, eftir að hafa leitt með öruggum hætti allan leikinn.

Danmörk og Norður-Makedónía eru einnig í B-riðli og mætast í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×