Handbolti

Ung­verjar ekki í vand­ræðum með Pól­verja

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ungverjar unnu öruggan sigur í fyrsta leik.
Ungverjar unnu öruggan sigur í fyrsta leik. EPA/Johan Nilsson/TT SWEDEN OUT

Ungverjaland vann nokkuð þægilegan 29-21 sigur gegn Póllandi í hinum leik F-riðilsins á EM í handbolta.

Ungverjar og Pólverjar eru með strákunum okkar í riðli og búist er við erfiðari leikjum þar en í 39-26 sigrinum gegn Ítalíu í kvöld.

Ungverjaland lenti ekki í neinum vandræðum með Pólland í kvöld. Sterk byrjun hjá Ungverjum gaf þeim forystu sem þeir héldu vel og bættu við þegar líða fór á.

Miklos Rosta tók sig vel til á línunni í fjarveru Bence Bánhidi, sem er meiddur. Rosta skoraði fjögur mörk fyrir Ungverja. Jafn mikið og miðjumaðurinn Mate Fazekas en hornamennirnir Richard Bodo og Bence Imre voru markahæstir með fimm mörk hver.

Markmaðurinn Kristof Palasics var hins vegar valinn maður leiksins en hann varði 14 af þeim 35 skotum sem hann fékk á sig, eða 40 prósent allra skota.

Ungverjaland mætir Ítalíu á sunnudaginn og Pólland mætir Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×