Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Bjarki Sigurðsson skrifar 19. janúar 2026 12:57 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri FÍB. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir mikilvægt að fólk skrái kílómetrastöðu ökutækja áður en fresturinn rennur út á morgun. Þá gæti verið sniðugt að fara yfir hvort skráningin sé alveg örugglega rétt. Síðasti skráningardagur kílómetrastöðu er á morgun. Fyrsti gjalddagi nýs kílómetragjalds er 1. febrúar og byggist upphæðin á reiknuðum meðalakstri út frá síðustu tveimur skráningum á kílómetrastöðu. „Við ráðleggjum fólki að skrá. Í einhverjum tilvikum er fólk með bíl sem fór í aðalskoðun seint á síðasta ári, það sleppur kannski betur. En flestir sem eru ekki með neina skráningu, kannski með nýlega bíla, þá er gott að skrá núna og svo aftur eftir mánuð. Þá er komin einhver viðmiðunartala, því annars áætlar skatturinn einhverja notkun,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Borgar sig að yfirfara gögnin Dæmi eru um að áætlunin sé langt frá raunkeyrslu, svo það gæti borgað sig að fara yfir þá tölu sem Skatturinn áætlaði. Greiði fólk of mikið fær það endurgreitt síðar og öfugt greiði það of lítið. „Við þekkjum þetta varðandi notkun á rafmagni og hita á heimilum. Þá eru viðmiðunartölur varðandi notkun. Þannig það er betra að skrá oftar en sjaldnar,“ segir Runólfur. Eldra fólk stundum í brasi Þingið var lengi að afgreiða kílómetragjaldið og segir Runólfur margt við innleiðingu þess ekki hafa gengið nægilega vel. „Að hluta til eru kerfin ekki alveg undirbúin fyrir þessar breytingar. Þetta er gríðarleg breyting á skattaumhverfi ökutækja. Þetta krefst víðtækrar kynningar. Sem dæmi höfum við hjá FÍB þurft að setja upp aukatölvu og aðstoða fólk við að skrá. Sérstaklega eldri borgarar eru óöruggir með Ísland.is og netið. Rafræn skilríki og svona. Þetta eru hlutir sem þarf að ganga frá. Fólk hefur getað fengið hjálp með því að fara á skoðunarstöðvar en það kostar. Fólk borgar fyrir skráninguna þar,“ segir Runólfur. Neytendur Skattar, tollar og gjöld Kílómetragjald Bílar Samgöngur Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Sjá meira
Síðasti skráningardagur kílómetrastöðu er á morgun. Fyrsti gjalddagi nýs kílómetragjalds er 1. febrúar og byggist upphæðin á reiknuðum meðalakstri út frá síðustu tveimur skráningum á kílómetrastöðu. „Við ráðleggjum fólki að skrá. Í einhverjum tilvikum er fólk með bíl sem fór í aðalskoðun seint á síðasta ári, það sleppur kannski betur. En flestir sem eru ekki með neina skráningu, kannski með nýlega bíla, þá er gott að skrá núna og svo aftur eftir mánuð. Þá er komin einhver viðmiðunartala, því annars áætlar skatturinn einhverja notkun,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Borgar sig að yfirfara gögnin Dæmi eru um að áætlunin sé langt frá raunkeyrslu, svo það gæti borgað sig að fara yfir þá tölu sem Skatturinn áætlaði. Greiði fólk of mikið fær það endurgreitt síðar og öfugt greiði það of lítið. „Við þekkjum þetta varðandi notkun á rafmagni og hita á heimilum. Þá eru viðmiðunartölur varðandi notkun. Þannig það er betra að skrá oftar en sjaldnar,“ segir Runólfur. Eldra fólk stundum í brasi Þingið var lengi að afgreiða kílómetragjaldið og segir Runólfur margt við innleiðingu þess ekki hafa gengið nægilega vel. „Að hluta til eru kerfin ekki alveg undirbúin fyrir þessar breytingar. Þetta er gríðarleg breyting á skattaumhverfi ökutækja. Þetta krefst víðtækrar kynningar. Sem dæmi höfum við hjá FÍB þurft að setja upp aukatölvu og aðstoða fólk við að skrá. Sérstaklega eldri borgarar eru óöruggir með Ísland.is og netið. Rafræn skilríki og svona. Þetta eru hlutir sem þarf að ganga frá. Fólk hefur getað fengið hjálp með því að fara á skoðunarstöðvar en það kostar. Fólk borgar fyrir skráninguna þar,“ segir Runólfur.
Neytendur Skattar, tollar og gjöld Kílómetragjald Bílar Samgöngur Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Sjá meira