Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2026 09:01 Birgir Ólafsson og Frosti Viðar Gunnarsson með skiltið góða, þar sem þeir sögðu Thomasi Frank að krafta hans væri óskað í Legolandi. Getty/Marc Atkins Félagarnir Birgir Ólafsson og Frosti Viðar Gunnarsson vöktu talsverða athygli á Tottenham-leikvanginum á þriðjudagskvöld, þar sem þeir hvöttu danska þjálfarann Thomas Frank til að koma sér í burtu og halda til Legolands. Ekki höfðu þó alveg allir húmor fyrir uppátækinu. Ljósmyndari Getty-myndabankans var einn af mörgum sem smelltu myndum af Íslendingunum í stúkunni í London, eins og sjá má hér að ofan, þar sem þeir fylgdust með 2-0 sigrinum gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Birgir segir stuðningsmenn Tottenham orðna þreytta á spilamennskunni undir stjórn Frank og eftir tapið gegn West Ham um síðustu helgi er liðið í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá kviknaði hugmyndin um að mæta með skilti á leikinn við Dortmund og segja Frank að koma sér heim til Danmerkur, í Legoland. Aldrei vakið svona mikla athygli „Þegar það var ekki enn búið að reka hann á mánudaginn þá prentaði ég þetta út í vinnunni og við föndruðum spjaldið á einhver rör og slíkt til að halda við þetta. Þetta vakti mikla kátínu. Maður hefur aldrei vakið svona mikla athygli á vellinum. Það var alls konar fólk sem við þekktum ekkert að taka mynd af okkur. Fólki fannst þetta bara fyndið,“ sagði Birgir léttur en það átti þó ekki við um alveg alla. „Eftir leik komu tveir herramenn upp að okkur og þeir voru ekki alveg að kaupa grínið. Voru bara reiðir og pínu agressívir, en það leystist allt. Þetta voru þeir einu sem tóku þessu eitthvað alvarlega á meðan að flestum fannst þetta bara fyndið, eins og hugmyndin var,“ sagði Birgir við Vísi. Spjótin hafa beinst að Thomasi Frank eftir skelfilegt gengi Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í vetur.Getty/Shaun Botterill Birgir hefur um árabil verið formaður stuðningsmannaklúbbs Tottenham á Íslandi og Frosti er stjórnarmaður. Þeir fara reglulega á Tottenham-leiki og hafa séð þrjá leiki í vetur sem reyndar hafa allir unnist, með markatölunni 8-0! Þegar þeir félagar hafa ekki verið á vellinum hefur gengið hins vegar alls ekki verið eins gott og þeir myndu gjarnan vilja sjá hvítklædda liðið sitt í öðrum höndum. Ekkert breytt þó liðið hafi unnið „Ef hann [Frank] hefði tapað þessum leik þá hefði hann verið rekinn. Hann fékk smá líflínu en við félagarnir lítum á þetta þannig að það hafi mjög lítið breyst þó að liðið hafi unnið. Hann er kominn að endamörkum,“ sagði Birgir. Hann tekur undir að slæm úrslit séu þar ekki aðalatriðið heldur vanti upp á skemmtanagildið sem Tottenham var svo frægt fyrir: „Það er akkúrat málið. Maður hefur stundum verið að horfa á þessa Tottenham-leiki í vetur og hugsað með sér: Ég fæ þessa tvo klukkutíma aldrei aftur. Hér áður fyrr var þetta lið sem að stuðningsmenn annarra liða settust niður til að horfa á því þeir vissu að það yrði skemmtun.“ Birgir mun þó aldrei hætta að styðja Tottenham og stefnir á fleiri ferðir til Englands á þessari leiktíð, til að mynda þegar útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar hefst. Þá er fyrirhuguð hópferð á leik við Brighton í apríl en Birgir segir jafnan færri komast að en vilji í þær ferðir enda áherslan greinilega lögð á að hafa gaman, þó að Thomas Frank virðist ekki fylgja sömu stefnu. Næsti leikur Tottenham er á útivelli gegn Burnley á morgun, klukkan 15 á Sýn Sport 3, og verður einn þeirra leikja sem fylgst verður með í Doc Zone á Sýn Sport. Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Ljósmyndari Getty-myndabankans var einn af mörgum sem smelltu myndum af Íslendingunum í stúkunni í London, eins og sjá má hér að ofan, þar sem þeir fylgdust með 2-0 sigrinum gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Birgir segir stuðningsmenn Tottenham orðna þreytta á spilamennskunni undir stjórn Frank og eftir tapið gegn West Ham um síðustu helgi er liðið í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá kviknaði hugmyndin um að mæta með skilti á leikinn við Dortmund og segja Frank að koma sér heim til Danmerkur, í Legoland. Aldrei vakið svona mikla athygli „Þegar það var ekki enn búið að reka hann á mánudaginn þá prentaði ég þetta út í vinnunni og við föndruðum spjaldið á einhver rör og slíkt til að halda við þetta. Þetta vakti mikla kátínu. Maður hefur aldrei vakið svona mikla athygli á vellinum. Það var alls konar fólk sem við þekktum ekkert að taka mynd af okkur. Fólki fannst þetta bara fyndið,“ sagði Birgir léttur en það átti þó ekki við um alveg alla. „Eftir leik komu tveir herramenn upp að okkur og þeir voru ekki alveg að kaupa grínið. Voru bara reiðir og pínu agressívir, en það leystist allt. Þetta voru þeir einu sem tóku þessu eitthvað alvarlega á meðan að flestum fannst þetta bara fyndið, eins og hugmyndin var,“ sagði Birgir við Vísi. Spjótin hafa beinst að Thomasi Frank eftir skelfilegt gengi Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í vetur.Getty/Shaun Botterill Birgir hefur um árabil verið formaður stuðningsmannaklúbbs Tottenham á Íslandi og Frosti er stjórnarmaður. Þeir fara reglulega á Tottenham-leiki og hafa séð þrjá leiki í vetur sem reyndar hafa allir unnist, með markatölunni 8-0! Þegar þeir félagar hafa ekki verið á vellinum hefur gengið hins vegar alls ekki verið eins gott og þeir myndu gjarnan vilja sjá hvítklædda liðið sitt í öðrum höndum. Ekkert breytt þó liðið hafi unnið „Ef hann [Frank] hefði tapað þessum leik þá hefði hann verið rekinn. Hann fékk smá líflínu en við félagarnir lítum á þetta þannig að það hafi mjög lítið breyst þó að liðið hafi unnið. Hann er kominn að endamörkum,“ sagði Birgir. Hann tekur undir að slæm úrslit séu þar ekki aðalatriðið heldur vanti upp á skemmtanagildið sem Tottenham var svo frægt fyrir: „Það er akkúrat málið. Maður hefur stundum verið að horfa á þessa Tottenham-leiki í vetur og hugsað með sér: Ég fæ þessa tvo klukkutíma aldrei aftur. Hér áður fyrr var þetta lið sem að stuðningsmenn annarra liða settust niður til að horfa á því þeir vissu að það yrði skemmtun.“ Birgir mun þó aldrei hætta að styðja Tottenham og stefnir á fleiri ferðir til Englands á þessari leiktíð, til að mynda þegar útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar hefst. Þá er fyrirhuguð hópferð á leik við Brighton í apríl en Birgir segir jafnan færri komast að en vilji í þær ferðir enda áherslan greinilega lögð á að hafa gaman, þó að Thomas Frank virðist ekki fylgja sömu stefnu. Næsti leikur Tottenham er á útivelli gegn Burnley á morgun, klukkan 15 á Sýn Sport 3, og verður einn þeirra leikja sem fylgst verður með í Doc Zone á Sýn Sport.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira