Veður

Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu núll til sex stig, en lengst af vægt frost á Norður- og Austurlandi.
Hiti verður á bilinu núll til sex stig, en lengst af vægt frost á Norður- og Austurlandi. Vísir/Vilhelm

Mjög djúp og víðáttumikil lægð langt suðvestur í hafi þokast austur landið í dag og veldur austan hvassviðri eða stormi allra syðst á landinu. Reikna má með strekkingi annars staðar á landinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að úrkoma verði nær eingöngu bundin við austanvert landið og þá í formi skúra eða élja, einkum suðaustanlands.

„Vestantil á landinu er hins vegar spáð þurru og björtu veðri, en líklega slæðast þó einhver él inn á Vestfirði.

Hiti 0 til 6 stig, en lengst af vægt frost á Norður- og Austurlandi.

Það er útlit fyrir áþekkt veður fram eftir vikunni, en líklega dregur þó úr vindi á fimmtudag, en annars svipað veður,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Austan 8-15 m/s, en 15-23 syðst. Él eða slydduél um landið austanvert og á Vestfjörðum, annars þurrt að mestu. Hiti 1 til 6 stig, en víða vægt frost norðantil.

Á miðvikudag: Austan og norðaustan 5-13, en 13-20 suðaustanlands. Bjart með köflum vestantil, en él austanlands. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Minnkandi austanátt og rigning eða slydda á Suðaustur- og Austurlandi, annars víða þurrt. Heldur hlýnandi.

Á föstudag: Austanátt og dálítil úrkoma suðaustantil, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 5 stig, en víða vægt frost norðanlands.

Á laugardag og sunnudag: Áframhaldandi austanátt og rigning eða slydda um landið suðaustanvert, en bjart með köflum vestantil. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost á stöku stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×