Enski boltinn

Sjáðu drauma­mark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal

Sindri Sverrisson skrifar
Patrick Dorgu hefur verið sjóðheitur fyrir Manchester United að undanförnu og fagnar hér glæsimarki sínu gegn Arsenal.
Patrick Dorgu hefur verið sjóðheitur fyrir Manchester United að undanförnu og fagnar hér glæsimarki sínu gegn Arsenal. Getty/Justin Setterfield

Manchester United kom sér upp í 4. sæti og hleypti enn meiri spennu í titilslaginn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær, með 3-2 útisigri gegn Arsenal. Glæsimark Patrick Dorgu stóð þar upp úr en öll mörkin má sjá á Vísi.

Mörkin úr leiknum ásamt ummælum stjóra liðanna, þeirra Mikel Arteta og Michael Carrick, má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Arsenal - Man. Utd 2-3

Arsenal komst yfir á 29. mínútu með sjálfsmarki Lisandro Martínez en Bryan Mbeumo nýtti skelfileg mistök Martins Zubimendi og jafnaði metin fyrir hálfleik. 

Snemma í seinni hálfleik skoraði Patrick Dorgu svo stórglæsilegt mark, utan teigs í þverslána og inn. Það tók sinn tíma að staðfesta markið þar sem að boltinn hafði farið í hönd Danans í aðdragandanum en markið fékk á endanum að standa. 

Mikel Merino náði að jafna metin fyrir Arsenal á 84. mínútu en varamaðurinn Matheus Cunha skoraði sigurmark United skömmu síðar.

Sigurinn fleytti United upp fyrir Liverpool og Chelsea, í 4. sæti með 38 stig eftir 23 leiki. Liðið er átta stigum á eftir Manchester City og Aston Villa en Arsenal er áfram á toppnum með 50 stig, með fjögurra stiga forskot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×