Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. janúar 2026 16:08 Dagur lét evrópska handknattleikssambandið heyra það. vísir / vilhelm Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Króatíu, gjörsamlega hellti sér yfir evrópska handknattleikssambandið á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleikinn gegn Þýskalandi. Dagur er mjög ósáttur við leikjaálagið og skipulagningu Evrópumótsins í handbolta. Hann segir síðustu daga hafa sannað að evrópska sambandinu sé alveg um sama um leikmennina og liðin sem keppa á mótinu. Við hvernig leik býstu á morgun? spurði sakleysislegur stjórnandi fundarins. „Í fyrsta lagi verð ég að segja, að ég hef ekki haft tíma til að skoða það“ svaraði Dagur og jós úr skálum reiði sinnar. Klippa: Dagur brjálaður á blaðamannafundi „Við erum bara nýkomnir [til Herning í Danmörku], núna klukkan hálf þrjú. Svo þurfti ég að drífa mig hingað, skyldugur til þess. Og af því við erum ekki staðsettir hér [heldur í Silkeborg], sem er fyndið, þá þurfti ég að keyra í 35 mínútur til að komast hingað og sinna þessum sirkus. Svo þarf ég að keyra í 35 mínútur til baka, klukkan verður svona fimm eða sex þegar ég kem til baka. Ég hef ekki getað haldið æfingu með liðinu eða liðsfund í dag. Þetta er staðfesting á því að evrópska handknattleikssambandinu er alveg sama, um leikmennina eða liðin.“ Eins og skyndibitakeðja eða viðburðarfyrirtæki Dagur líkti svo evrópska sambandinu við skyndibitakeðju og liði sínu líkti hann við frosinn kjúkling. „Þau eru eins og skyndibitastaður, þeim er alveg sama um gæðin, þau vilja bara selja. Eða reyndar, þau eru eins og viðburðarfyrirtæki, sem pantar bara einhverja listamenn til að setja upp sýningu og flottan blaðamannafund. Það skiptir þau engu máli að við hefðum þurft að keyra í fjóra tíma frá Malmö í morgun, það skiptir þau engu máli.“ Þá vekur hann athygli á því að liðin eru ekki á jafningjagrundvelli hvað ferðalög og leikjaálag varðar. „Við vorum í riðli í Malmö, við fengum tvo færri daga en sum lið til að spila sjö leiki. Allir sem vita eitthvað um íþróttir vita að sjö leikir á tólf dögum er mjög mikið, mjög mikið. Svo þurftum við að spila sjötta og sjöunda leikinn á innan við 22 klukkutíma tímaramma. Næsta morgun er okkur hent upp í rútu, eins og frosnum kjúklingi, og keyrt með okkur á stað sem er ekki einu sinni nálægt höllinni.“ „Verð mjög glaður þegar ég fæ að fara“ Dagur var mjög reiður og virtist líka sérstaklega ósáttur við að þurfa að mæta á þennan blaðamannafund, þegar hann hefði getað nýtt tímann til að undirbúa liðið. „Svo þarf ég að sinna þessum blaðamannafundi og kem ekki aftur upp á hótel fyrr en um sex leitið. Það er allur tíminn sem ég hef til að halda fund og athuga með heilsu leikmanna, greina leikinn á morgun og svo framvegis. Við erum í undanúrslitum. Þetta er algjört hneyksli. Þau eru með slagorðið hérna: Pure Greatness. Í alvöru talað? Er þetta tær snilld? Þetta er algjörlega til skammar. Þannig að þakka ykkur kærlega fyrir, ég verð mjög glaður þegar ég fæ að fara héðan. Látið mig bara vita hvenær ég má gera það“ sagði Dagur að lokum. Reiðilestur Dags má heyra í spilaranum að ofan. EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Sjá meira
Dagur er mjög ósáttur við leikjaálagið og skipulagningu Evrópumótsins í handbolta. Hann segir síðustu daga hafa sannað að evrópska sambandinu sé alveg um sama um leikmennina og liðin sem keppa á mótinu. Við hvernig leik býstu á morgun? spurði sakleysislegur stjórnandi fundarins. „Í fyrsta lagi verð ég að segja, að ég hef ekki haft tíma til að skoða það“ svaraði Dagur og jós úr skálum reiði sinnar. Klippa: Dagur brjálaður á blaðamannafundi „Við erum bara nýkomnir [til Herning í Danmörku], núna klukkan hálf þrjú. Svo þurfti ég að drífa mig hingað, skyldugur til þess. Og af því við erum ekki staðsettir hér [heldur í Silkeborg], sem er fyndið, þá þurfti ég að keyra í 35 mínútur til að komast hingað og sinna þessum sirkus. Svo þarf ég að keyra í 35 mínútur til baka, klukkan verður svona fimm eða sex þegar ég kem til baka. Ég hef ekki getað haldið æfingu með liðinu eða liðsfund í dag. Þetta er staðfesting á því að evrópska handknattleikssambandinu er alveg sama, um leikmennina eða liðin.“ Eins og skyndibitakeðja eða viðburðarfyrirtæki Dagur líkti svo evrópska sambandinu við skyndibitakeðju og liði sínu líkti hann við frosinn kjúkling. „Þau eru eins og skyndibitastaður, þeim er alveg sama um gæðin, þau vilja bara selja. Eða reyndar, þau eru eins og viðburðarfyrirtæki, sem pantar bara einhverja listamenn til að setja upp sýningu og flottan blaðamannafund. Það skiptir þau engu máli að við hefðum þurft að keyra í fjóra tíma frá Malmö í morgun, það skiptir þau engu máli.“ Þá vekur hann athygli á því að liðin eru ekki á jafningjagrundvelli hvað ferðalög og leikjaálag varðar. „Við vorum í riðli í Malmö, við fengum tvo færri daga en sum lið til að spila sjö leiki. Allir sem vita eitthvað um íþróttir vita að sjö leikir á tólf dögum er mjög mikið, mjög mikið. Svo þurftum við að spila sjötta og sjöunda leikinn á innan við 22 klukkutíma tímaramma. Næsta morgun er okkur hent upp í rútu, eins og frosnum kjúklingi, og keyrt með okkur á stað sem er ekki einu sinni nálægt höllinni.“ „Verð mjög glaður þegar ég fæ að fara“ Dagur var mjög reiður og virtist líka sérstaklega ósáttur við að þurfa að mæta á þennan blaðamannafund, þegar hann hefði getað nýtt tímann til að undirbúa liðið. „Svo þarf ég að sinna þessum blaðamannafundi og kem ekki aftur upp á hótel fyrr en um sex leitið. Það er allur tíminn sem ég hef til að halda fund og athuga með heilsu leikmanna, greina leikinn á morgun og svo framvegis. Við erum í undanúrslitum. Þetta er algjört hneyksli. Þau eru með slagorðið hérna: Pure Greatness. Í alvöru talað? Er þetta tær snilld? Þetta er algjörlega til skammar. Þannig að þakka ykkur kærlega fyrir, ég verð mjög glaður þegar ég fæ að fara héðan. Látið mig bara vita hvenær ég má gera það“ sagði Dagur að lokum. Reiðilestur Dags má heyra í spilaranum að ofan.
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti