Nýr flokkur sem vill þétta landamærin og stöðva hinseginfræðslu

Samtökin Ísland þvert á flokka hafa stofnað stjórnmálaflokk sem nefnist Okkar borg og mun bjóða fram lista í sveitastjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Samtökin vöktu athygli í sumar og stóðu fyrir fjölmennum mótmælafundum á Austurvelli þar sem stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum var mótmælt. Málaflokkurinn er enda efstur á blaði í stefnuskrá flokksins þar sem rætt er um stjórnleysi á landamærum og lagt til að öllum þjónustusamningum við Útlendingastofnun vegna hælisleitenda verði sagt upp. Þá er hugmyndum um borgarlínu hafnað og lagt til að öllum samningum við Samtökin 78 verði rift og kynjafræðikennslu hætt.

269
05:34

Vinsælt í flokknum Fréttir