Betri helmingurinn með Ása - Steinunn Camilla & Erlingur Örn

Í þessum þætti átti ég virkilega áhugavert og skemmtilegt spjall við tónlistarkonuna Steinunni Camillu Stones og hennar betri helming byggingarverkfræðinginn Erling Örn Hafsteinsson. Eins og frægt er orðið gerðu Steinunn og vinkonur hennar allt vitlaust hér á árum áður í stúlknasveitinni Nylon, en hún sagði einmitt frá því í þættinum að þetta hafi einungis byrjað sem drauma sumarvinna sem vatt heldur betur uppá sig en áður en stelpurnar vissu af voru þær komnar í hóp eftirsóttustu tónlistarmanna landsins og var ævintýrið þeirra fljótt farið að teygja anga sína langt út fyrir landssteinanna. Síðar fengu þær svo stóran plötusamning og fluttust þrjár saman til Los Angeles til að elta drauminn og má með sanni segja að þar hafi gengið á ýmsu. En það var einmitt undir lokin á dvöl þeirra í Ameríku sem Steinunn fékk örlagaríkt add á Facebook frá honum Erlingi og í kjölfarið skilaboð sem í stóð einfaldlega “Spræk?” Þau segja frá því í þættinum að þau höfðu spjallað saman í gegnum internetið í 3 mánuði áður en þau hittust loks á flugvellinum í Los Angeles og er því ekki að undra að eftirvæntingin hafi verið orðin gríðarleg. Í dag eru þau trúlofuð, eiga saman eina stelpu og er drengur væntanlegur í júlí. Þau eru bæði í eigin rekstri en Steinunn er með umboðsfyrirtækið Iceland Sync meðan Erlingur rekur fasteignarfélag. Í þættinum ræddum við um allt milli himins og jarðar, þar á meðal Nylon og Charlies ævintýrið, hvernig það var að byrja sambandið í fjarbúð, hæðir og lægðir í samböndum, mikilvægi þess að standa sig sem maki, hvernig Erlingur kynntist foreldrum Steinunnar án hennar vitneskju, ásamt fullt af sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal baráttu þeirra við tjald í sparifötum á leið í brúðkaup.

1897
04:23

Vinsælt í flokknum Betri helmingurinn með Ása