Sagði viðræðurnar snúast um afmarkaðan hluta deilunnar
Fundur samninganefnda framhaldsskólakennara og ríkisins, sem hófst klukkan ellefu í morgun, er lokið og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan eitt á morgun. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu að viðræðurnar hefðu snúist um afmarkaðan hluta deilunnar en ekki kröfurnar í heild.