CS Nostalgían - Meistaralið Ice gegn shocK

Vísir og Andri Freyr Ríkarðsson sýna að þessu sinni viðureign milli Ice og shocK frá árinu 2005. Spilað var á lanmótinu IEL (Icelandic eSports League) sem var haldið í gamla bókasafninu í Hafnarfirði af stjórnendum eSports.is. Tíu sterkustu liðum landsins var boðin þátttaka á mótinu og kepptust þau um hvaða lið væri fremst í flokki. Þessi tiltekni leikur var spilaður í kortinu Cpl_mill, sem var vinsælt í útgáfu 1.6 en datt síðan alveg út eftir tilkomu CS:GO. Liðsmenn Ice voru í algjörum sérflokki hér á landi hvað varðaði gæði og getu. Margfaldir Skjálfta-meistarar voru innanborðs sem mynduðu nær óstöðvandi lið. Strákarnir í shocK voru samt sem áður sjóðheitir á þessu móti og veittu þeim hörkukeppni í þessum leik eins og síðari hálfleikur ber vitni um. Liðsmenn Ice: entex, SkaveN, Some0ne, sPiKe, vargur. Liðsmenn shocK: azaroth, Carlito, deluxs, TEsA, zickfunka.

751
34:25

Vinsælt í flokknum Rafíþróttir