Dómsmálaráðherra enn í viðræðum við Hrein Loftsson
Dómsmálaráðherra segist vera í viðræðum við Hrein Loftsson, sem hætti sem aðstoðarmaður hans í gærkvöldi eftir aðeins tvær vikur við störf, um að hann taki að sér sérverkefni fyrir ráðuneytið. Hann átti hins vegar í erfiðleikum með að tilgreina þau verkefni þegar eftir því var gengið í dag.