Georg Lúðvíksson - Hamingjuna finnur maður í fjárhagslegu frelsi

Georg Lúðvíksson er einn stofnanda hugbúnaðarfyrirtækisins Meninga sem var stofnað með það að markmið að geta aðstoðað fólk með lausnum sem tengjast fjármálum heimilisins í gegnum netbanka. Með því að breyta fjármálahegðun sinni getur fólk aukið lífsgæði sín mikið. Lausnin er ekki að halda skipulegt heimilisbókhald þar sem allt er fært inn að sögn Georgs heldur að nýta lausnir eins og Meniga sem hjálpa fólki að skipuleggja fjármál sín á einfaldan hátt. Georg segir stjórn fjármálum eina mikilvægastu breytu sem getur haft áhrif á lífsgæði. Hann leggur mikla áherslu á fjárhagslegt uppeldi á börnum sínum og nálgast það sem leik fremur en lærdóm. Hann gaf sonum fé til að fjárfesta fyrir á fjárfestingarreikningi með það að markmiði að kenna þeim að fjárfesta og spara. Elsti sonur hans fékk heimild til að velja sjálfur hlutabréf og keypti hann hlutabréf í Tesla í vor sem var eitthvað sem Georg fannst nokkuð dýrt Sú fjárfesting hefur þrefaldað virði sitt í dag. Punkturinn var ekki að fara að græða heldur að byrja að fjárfesta og læra. Varasjóður er eitthvað það mikilvægasta þar sem lífið er nú þannig að alltaf koma upp aðstæður sem við getum ekki gert ráð fyrir. Við þurfum að skilja okkar eigin tilfinningar þegar kemur að peningum því það er stöðugt verið að sækja að okkur um eyðslu. Georg hefur hrifist af FIRE (Financial Independence - Retire Early) hreyfingunni og segist sjálfur stefna að fjárhagslegu frelsi þar sem hann hefur val um hvaða stefnu líf hans eigi að taka. Því fyrr sem við setjum okkur fjárhagsleg markmið því fyrr rætast þau. Þar sem tíminn vinnur með peningum og það er aldrei of seint að byrja að taka fjármálin föstum tökum. Hann segir það mikil mistök að geyma allan sparnað sinn í íslenskum krónum og það sé eitthvað sem við hefðum átt að læra af bankahruninu árið 2008. Við eigum að dreifa áhættu og um 80% af sparnaði ætti að vera dreift alþjóðlega. Besta fjárfesting hans var kjallaraíbúð sem hann keypti árið 2004. SKilnaður sem hann gekk í gegnum fyrir nokkrum var erfið lífsreynsla á margan hátt og meðal annars fjárhagslega og er eitthvað sem fólk þarf taka tillit til þar sem skilnaðir eru nokkuð algengir. Meniga hefur séð breytingar hjá neysluhegðun Íslendinga samhliða niðursveifluna vegna Covid 19. Sparnaður hefur aukist og netverslun. Útgjöld til bifreiða, frí og ferðalaga hefur dregist saman. Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson Þessi þáttur er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

153
1:02:14

Vinsælt í flokknum Leitin að peningunum