Það þekkti enginn þetta covid, segir framkvæmdastjóri útgerðar togarans
Framkvæmdastjóri hraðfrystihússins Gunnvarar segir útgerðina hafa vanmetið aðstæður um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Nær öll áhöfnin smitaðist af kórónuveirunni en togaranum var þrátt fyrir það ekki snúið til hafnar. Hann segir þungbært að sitja undir ásökunum um að heilsu skipverja hafi verið stefnt í hættu. Sunna Karen Sigurþórsdóttir.