100 fangar verða í nýju fangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka
Forsætisráðherra leggur áherslu að að framkvæmdir við nýtt fangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka hefjist sem fyrst. Byggingar á Litla Hrauni séu orðnar mjög lélegar og verði þær meira og minna jafnaðar við jörðu með tilkomu nýja fangelsins.