Aukinn þungi færist í verkfallsaðgerðir
Aukinn þungi færist í verkfallsaðgerðir kennara og í dag var samþykkt að ráðast í ótímabundnar aðgerðir í leikskólum í Hafnarfirði og Fjarðabyggð. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga og ríkis hafa setið á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag.