Neyðarlínan - 11 ára stúlka bjargaði móður sinni

„Hún bjargaði lífi mínu,“ segir María Bah Runólfsdóttir í Grundarfirði en 11 ára dóttir hennar, Amelía Rún, hringdi í Neyðarlínuna þegar María hneig niður á heimili þeirra fyrr á þessu ári. María á fjögur börn og Amelía er þeirra elst. Fjallað verður um málið í sjötta þætti af Neyðarlínunni sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20.10 í kvöld, en hann er um mikilvægi þess að kenna börnum neyðarnúmerið. Auk Maríu og fjölskyldu verður rætt við leikkonuna Þórunni Clausen en sonur hennar sýndi mikla hetjudáð og hárrétt viðbrögð þegar hann hringdi í Neyðarlínuna þegar faðir hans, Sigurjón Brink, fékk heilablóðfall á heimili sínu og lést, þá einn heima með tvo barnunga syni sína sem voru 2 og 5 ára.

18849
01:12

Vinsælt í flokknum Neyðarlínan