Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd 0:00
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Meistaradeildin í hestaíþróttum - A-úrslit

      Hart var barist í keppni í tölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í gærkvöldi. Hver glæsisýningin rak aðra en Árni Björn Pálsson á mikilli getuhryssu, Skímu frá Kvistum, átti kvöldið og stóð uppi sem sigurvegari. Hann sagði að keppni lokinni að sigurinn hefði verið óvæntur, en Árni Björn er margfaldur íslandsmeistari í tölti, snjall og fjölhæfur knapi. Hulda Gústafsdóttir veitti honum harða samkeppni, tefldi fram hinum föngulega töltara Kiljan frá Holtsmúla, en þau fóru Krísuvíkurleiðina á pall, tóku hástökkið, unnu B-úrslitin og fóru alla leið í annað sætið. Þá var það hinn ungi Ragnar Tómasson, sem sýndi Sleipni frá Árnanesi af krafti, sem hafnaði í þriðja sæti. Bein útsending var frá Meistaradeildinni á Stöð 2 Sport og má sjá brot af A-úrslitum á meðfylgjandi myndskeiði.

      4060
      07:13

      Vinsælt í flokknum Hestar