Viðhafnarútgáfa - AP4 heim í Krikann "Hej Rasmus, det er Teddi Ponza her"

Sérfræðingurinn og Teddi Ponza spörkuðu upp hurðinni á Suðurlandsbrautinni og tók upp viðhafnarútgáfu af Handkastinu í tilefni þess að Aron Pálmarsson skrifaði undir þriggja ára samning við FH í gær. Sérfræðingurinn var fyrstur manna í heiminum til að tilkynna þetta á samfélagsmiðlum. Heyrt var í Einari Andra Einarssyni sem bæði þjálfaði Aron í FH og unglingalandsliðinu á sínum tíma en margir vilja meina að hann hafi búið til handbolta-Aron Pálmars. Þá var Einar Andri einnig einn af þeim örfáu sem vissu af komu Arons og var að vinna í því bakvið tjöldin að láta þetta gerast. Þá var einnig hringt til Danmerkur þar sem spjallað var við handbolta spekúlantinn, Rasmus Boysen um þessar risa fréttir og þá var hann einnig spurður út í íslenska landsliðið og ruglið sem fór fram á samfélagsmiðlum í kringum síðasta EM. Í lok þáttar var rætt um HM landsliðshópinn sem Gummi Gumm valdi fyrr í dag.

1651
49:47

Vinsælt í flokknum Handkastið