Ísland í dag - Vala Matt skoðaði „franskar svalir“ settar á gamalt hús

Margir búa í fjölbýlishúsum þar sem ekki eru neinar svalir. En nú er hægt að búa til svokallaðar franskar svalir fyrir eldri hús. Vala Matt fór í Íslandi í dag og skoðaði ævintýralega skemmtilegar „svalir“ sem gjörbreyta íbúð í gömlu húsi í vesturbænum. Athafnahjónin Einar Sörli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir hafa verið að gera upp og breyta húsum og íbúðum á síðustu árum og oft með frábærum árangri. Meðal þess sem þau hafa gert er að brjóta glugga í eldhúsi í gamalli fallegri íbúð og setja franskar hurðir og svalarhandrið og þannig hafa þau breytt alveg upplifun og notkun íbúðarinnar. Einnig fór Vala og hitti ritstjórann Hönnu Ingibjörgu Arnarsdóttur á tímaritinu Hús og híbýli sem er alltaf með puttann á púlsinum hvað varðar það allra nýjasta í innanhússhönnun á Íslandi.

71694
11:33

Vinsælt í flokknum Ísland í dag