Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Auðlind á silfurfati

Makrílfrumvarpið kann að láta lítið yfir sér við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð er það líklega eitt stærsta skref í átt að einkavæðingu auðlinda þjóðarinnar sem tekið hefur verið.

Skoðun
Fréttamynd

Varð hræddust á ævinni í IKEA

Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur langar að gera landið og líf fólks betra. Hún hefur farið höndum um forna skinnskó, perlur og mannabein. Vildi gjarnan vera útivistartýpa í raun, ekki bara í dagdraumum, og dans hennar er fegurri en nokkur tangó.

Lífið
Fréttamynd

Beitir sér áfram í nefnd þótt eiginkonan fái kvóta

Stjórnarþingmaður í atvinnuveganefnd sér ekkert athugavert við að fjalla um nýtt frumvarp um úthlutun makrílkvóta í nefndinni þótt eiginkona hans fái 50 milljóna króna kvóta verði frumvarpið að lögum. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lagði fram bókun um vanhæfi þingmannsins í nefndinni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Erlendar umsagnir um nýja Stjórnarskrá

Nýlega kom út bókin Lýðræðistilraunir (ritstj. Jón Ólafsson prófessor). Þar er m.a. að finna þrjár prýðilegar ritgerðir erlendra prófessora um stjórnarskrármálið, þeirra James Fiskin í Stanford-háskóla, Hélène Landemore í Yale-háskóla, Tom Ginsburg í Chicago-háskóla og Zachary Elkins í Texas-háskóla.

Fastir pennar
Fréttamynd

Finnum lausn

Enn ríkir neyðarástand á spítölum landsins, þar sem lífi sjúklinga er stefnt í hættu í nafni kjarabaráttu. Skrif mín í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag vöktu hörð viðbrögð. Það ber að þakka.

Skoðun
Fréttamynd

Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng

Formaður atvinnuveganefndar sér ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við Breta um sæstreng þó undirbúningsvinna standi yfir hérna heima. Hann vill hraða málinu svo svör fáist við lykilspurningum frá Bretum og hér heima.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið á ekki að vasast í samkeppni

Í sérstakri umræðu um málefni ríkisfyrirtækisins Íslandspósts á Alþingi í síðustu viku kom ýmislegt áhugavert fram. Ólöf Nordal innanríkisráðherra, sem hefur póstmál á sinni könnu, lýsti því þar yfir að hún teldi að afnema ætti einkarétt ríkisins, þ.e. Íslandspósts, á bréfasendingum. Jafnframt ætti að stefna að því að selja fyrirtækið. Þá lýsti ráðherra því afdráttarlaust yfir í tvígang að hún teldi að ríkið ætti ekki að vera að „vasast í samkeppnisrekstri“.

Skoðun