Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Undrast ekki dræma aðsókn

Þrátt fyrir góða dóma hafa aðeins um fimm hundruð manns séð kvikmyndina The Amazing Truth About Queen Raquela síðan hún var frumsýnd um síðustu helgi. Á sama tíma hafa Íslendingar flykkst í þúsundatali á Reykjavík Rotterdam, The House Bunny og bandaríska spennutryllinn Righteous Kill.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Forsala hafin á James Bond

Forsala á nýjustu James Bond-myndina, Quantum of Solace, er hafin hér á landi á heimasíðunni midi.is. Myndin verður frumsýnd 7. nóvember og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu. Alls sáu 55 þúsund Íslendingar síðustu Bond-mynd, Casino Royale.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Roy vann verðlaun Norðurlandaráðs

Sænski kvikmyndaleikstjórinn Roy Anderson og framleiðandi hans Pernilla Sandström fengu í gær kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir kvikmyndina Þið, sem lifið: „Í þessari stórkostlegu kvikmynd Þið, sem lifið veltir Roy Andersson fyrir sér lífinu, dauðanum og veikleikum mannskepnunnar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tvenn verðlaun í Barcelona

Stuttmynd Daggar Mósesdóttur, Eyja, hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Sitges í Barcelona. Dögg hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórnina og þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Örn Eldjárn fyrir bestu tónlistina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leitin að ómögulegum draumi

Kvikmyndin um drottninguna Raquelu verður loksins frumsýnd hér á landi um helgina eftir að hafa farið sigurför um heiminn. Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson segir líf stelpustráka einkennast af leitinni að hinu ómögulega.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tulpan sigurvegari á RIFF

Kvikmyndin Tulpan fékk aðalverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem voru afhent í hvalaskoðunarskipum við Ægisgarð um helgina. Myndin fjallar um Asa sem ferðast til Kasakstan eftir að hafa lokið herþjónustu hjá rússneska flotanum. Til þess að gerast hirðingi reynir hann að vinna ástir Tulpan og kvænast henni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hundamynd á toppnum

Beverly Hills Chihuahua var vinsælasta kvikmyndin vestanhafs um helgina og námu tekjur hennar 29 milljónum dollara, eða um 3,3 milljörðum króna. Myndin fjallar um hundinn Papio sem verður yfir sig ástfanginn af hundinum Chloe.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Framhald í þrívídd

Framhald teiknimyndarinnar vinsælu Kung Fu Panda er í undirbúningi og verður hún í þetta sinn gefin út þrívídd. Kung Fu Panda sló rækilega í gegn víða um heim í sumar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fimm íslenskar myndir

Fimm íslenskar myndir verða Íslandsfrumsýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í dag og í kvöld. Fyrsta má nefna heimildar­myndina Dieter Roth Puzzle í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem frumsýnd verður í Regnboganum kl. 20.30. Í kjölfar kvikmyndasýningarinnar mun leikstjórinn sitja fyrir svörum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vinir starfa saman

Martin Scorsese mun leikstýra Robert De Niro í glæpamyndinni I Heard You Paint Houses. Þetta verður fyrsta myndin sem þeir félagar gera saman síðan mafíu­myndin Casino kom út árið 1995.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Svarar gagnrýni Ítala

Nýjasta mynd leikstjórans Spikes Lee, Miracle at St. Anna, er þegar farin að vekja nokkrar deilur þó að aðeins séu nokkrir dagar liðnir frá frumsýningu hennar í Bandaríkjunum um síðustu helgi og sé enn ekki komin í almennar sýningar í Evrópu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kung Fu í styttri útgáfu

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur nú sem hæst og er að sönnu mikið um dýrðir. Í kvöld verður sérlegur viðburður á vegum hátíðarinnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem tónlistarmaðurinn ástsæli, Páll Óskar Hjálmtýsson, sýnir úrval af klassískum Kung Fu-myndum frá áttunda áratug síðustu aldar. Myndirnar eru allar sýndar af 8mm spólum sem eru ýmsum tæknilegum takmörkunum háðar, og voru myndirnar því styttar niður í átta mínútna lengd hver og það án samþykkis leikstjóra. Upplifunin af hverri mynd er því dálítið eins og að horfa á afar langa kvikmyndastiklu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Pétur Ben með lag í erlendri kvikmynd

Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration sem er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lagið nefnist You Woke Me og er tekið af plötu hans Wine For My Weakness. Leikstjóri myndarinnar er Atom Egoyran sem var tilnefndur til tvennra Óskarsverðlauna árið 1998 fyrir myndina The Sweet Hereafter.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Branagh býr til þrumuguð

Ný ofurhetjumynd um þrumuguðinn Þór, sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu, verður frumsýnd 16. júlí 2010. Í stað leikstjórans Matthews Vaughn hefur Bretinn Kenneth Branagh verið ráðinn. Branagh hefur gert myndir á borð við Much Ado About Nothing, Frankenstein og Hamlet.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kvikmyndahátíð hafin

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, var sett opinberlega á fimmtudagskvöld í Regnboganum með sýningu norsku myndarinnar O"Horten. Íslenskir kvikmyndaáhugamenn létu sig að sjálfsögðu ekki vanta á uppákomuna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gervais sem Óskarskynnir

Orðrómur er uppi um að breski grínistinn Ricky Gervais verði kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni næsta vor. Gervais þótti standa sig einkar vel á Emmy-verðlaununum á dögunum þar sem hann kenndi áhorfendum hvernig ætti að taka á móti verðlaunum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mynd um Ernu

Heimildarmyndin Þetta kalla ég dans, sem fjallar um starfsaðferðir, verkefni og persónu nútímadansarans Ernu Ómarsdóttur, verður sýnd í kvikmyndahúsinu Regnboganum kl. 18.15 í kvöld á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Leikstjóri myndarinnar, Ásthildur Kjartansdóttir, verður viðstödd sýninguna og mun svara spurningum forvitins dansáhugafólks.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Berlínarmynd Slingstjóra

Heimildarmyndin Berlin Song er sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF ásamt öðrum tónlistarmyndum í flokknum Hljóð í mynd. Myndin fjallar um sex tónlistarmenn og hvernig þeir upplifa Berlin.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Johnny Depp í Lone Ranger

Johnny Depp er sagður hafa samþykkt að leika í nýrri kvikmynd byggðri á sjónvarpsþáttaröðinni The Lone Ranger. Fer Depp með hlutverk hins snjalla aðstoðarmanns The Lone Ranger, indíánans Tonto.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ævi Liberace

Michael Douglas ætlar að leika bandaríska skemmtikraftinn Liberace í kvikmynd sem Steven Soderbergh hefur í undirbúningi. Er hlutverkið kúvending á ferli leikarans sem hefur til þessa einbeitt sér að gagnkynhneigðum glæsimönnum sem eru ekki allir þar sem þeir eru séðir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Á hassknúnum flótta

Grínmyndin Pineapple Express verður tekin til sýninga í kvikmyndahúsum hérlendis nú um helgina, en einn framleiðenda myndar­innar er enginn annar en Judd Apatow, maðurinn á bak við myndir á borð við Knocked Up og Superbad.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mynd á 72 tímum

Alþjóðleg kvikmynda­hátíð í Reykjavík, sem stendur yfir 25. septem­ber til 5. október, í samstarfi við alþjóðlega listahópinn Grettir Kabarett, býður nú öllum landsmönnum að búa til sína eigin stuttmynd sem verður sýnd í tengslum við hátíðina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

3D allsráðandi

Bandaríski viðskiptajöfurinn Jeffrey Katzenberger, forstjóri bandaríska framleiðslurisans Dreamworks, ávarpaði ráðstefnu um framtíð sjónvarps í Amsterdam í síðustu viku um gervihnött. Þar hélt hann fram þeirri skoðun að brátt verði 3D-format allsráðandi í framleiðslu myndefnis fyrir kvikmyndahús.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kidman næsti Indiana Jones

Leikkonan Nicole Kidman hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Eighth Wonder, sem á íslensku myndi útleggjast sem Áttunda undrið, en áætlað er að tökur á myndinni hefjist á næsta ári. Myndin er sögð vera ævintýra- og hasarmynd í anda Indiana Jones-myndanna og fjallar um fornleifafræðinga sem, í kjölfar merkilegrar uppgötvunar, halda í æsilega fjársjóðsleit á framandi stöðum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mýrin vekur mikla hrifningu

Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks hefur hlotið frábærar viðtökur í Bretlandi og Frakklandi að undanförnu. Myndin var frumsýnd í Bretlandi á föstudag og var um að ræða stærstu frumsýningu á íslenskri mynd í Bretlandi frá upphafi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Á tökustað

Verður Arnold Schwarzenegger í nýju Terminator-myndinni, sem kemur út næsta sumar? Hann hefur alltént sést á tali við Christian Bale á tökustað myndarinnar og hefur það vakið grunsemdir manna á Empire og zimbio.com.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kjaftfor strákastelpa

Hin 21 árs gamla Ellen Page hefur tekið að sér ímynd hinnar gáfuðu og sjálfstæðu unglingsstúlku, nú síðast í Smart People sem frumsýnd er hér á landi um helgina.

Bíó og sjónvarp