Ótrygg er ögurstundin Þegar þetta er skrifað á sunnudegi líður manni eins og nú sé ögurstundin - augnablikið þegar náttúran heldur niðri í sér andanum áður en aftur fer að falla að… Manni finnst eitthvað í vændum. Eitthvað er um garð gengið. Og ótrygg er ögurstundin. Fastir pennar 26. janúar 2009 06:00
Lýðskrumshætta Eftir að ljóst er orðið að kosið verður í vor, landsfundi Sjálfstæðisflokksins frestað fram í lok marz og óvíst hvaða stjórn sitji við völd fram að kosningum er jafnframt orðið ljóst að engin ákvörðun verður tekin um að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrr en í fyrsta lagi eftir að ný ríkisstjórn verður tekin til starfa eftir kosningar. Fastir pennar 26. janúar 2009 04:00
Óhamingjuvopnin Forystumenn beggja stjórnarflokkanna stríða við veikindi. Gagnvart því á þjóðin einn hug sem með þeim stendur. Aðstæðurnar setja hins vegar mark sitt á framvindu stjórnmálanna. Engu er líkara en því séu engin takmörk sett hvernig vopn óhamingjunnar vega að landinu. Fastir pennar 24. janúar 2009 06:00
Þjóð á móti Því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar séu engin mótmælaþjóð, að hér kunni fólk ekki að mótmæla og láti yfirleitt allt yfir sig ganga. Síðustu dagar hafa óneitanlega falið í sér vísbendingar um að þetta sé alls ekki rétt. Fólk lætur í sér heyra, sem er gott. Bakþankar 24. janúar 2009 06:00
Hjálmar og skildir Þegar ég fylgist úr mikilli fjarlægð með sjónvarpsfréttum af þeim undarlegu tíðindum sem hafa verið að gerast í hjarta Reykjavíkur síðustu daga, finnst mér þarna blasa við nokkuð kunnugleg sýn. Fastir pennar 24. janúar 2009 04:45
Pottar og sleifar en ekki grjót Flest bendir til að mikilvægur vendipunktur hafi orðið fyrir utan stjórnarráðið í fyrrinótt í því eldfima ástandi sem ríkir í samfélaginu. Fastir pennar 23. janúar 2009 06:00
Geir til varnar Kæri Geir. Það er ábyggilega erfitt að vera þú núna. Mér datt þess vegna í hug að skrifa uppörvandi pistil um leiðtogahæfileika þína og hvað þú ert góður forsætisráðherra. Allt frá falli bankanna hefur Geir H. Haarde sýnt að hann er…öh… góður í að…mmm… Geir kann að…neineinei…bæta upplýsingaflæði - nei, ekki það…bíðum við, ekki síðan Davíð…nei, ekki það heldur. Maður fólks…nei, bíddu…maður sem horfist í augu við…við hvað? …horfist í augu við…ástand…sem fæstir myndu…fæstir gætu…? öh…æi fokk! Bakþankar 23. janúar 2009 06:00
Glöggt er gests augað "Útlit er fyrir að árið 2009 verði eitt það erfiðasta í hagsögu undanfarinna áratuga. Óvissuþættir sem varða stöðu þjóðarbúsins og fjármál ríkisins eru verulegir.“ Þetta segir í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og varla ofsagt að óvissa sé mikil um framhaldið. Fastir pennar 21. janúar 2009 13:30
Nýtt tækifæri Innsetning nýs forseta í Bandaríkjunum markar jafnan nokkur tímamót. Kjör manns af afrískum uppruna til þeirra áhrifa er merkisteinn á framfarabraut. Margir Bandaríkjamenn líta eðlilega á viðburðinn sem upphaf nýrra tíma. En það gera menn í víðari skilningi. Fastir pennar 21. janúar 2009 06:00
Leiðin aðmeðalveginum Einu sinni á mínum unglingsárum kom það fyrir að ég hafði klárað skyldusparnað minn en þó ekki fengið þá útrás sem eyririnn átti að veita mér. Það var kominn uppreisnarhugur í strákinn og því rifjaðist upp fyrir mér að ég átti sparibók þar sem peningagjafir frá skírn til fermingar voru geymdar. Bakþankar 21. janúar 2009 04:00
Vinur þinn á vin Þegar ég var blaðamaður á Vísi á sínum tíma, ræddi ég eitt sinn við Eystein Jónsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Þegar ég hringdi til hans og spurði hvort hann væri fáanlegur í helgarviðtal, sagði hann eftir stutta þögn: „Vísi! Jú, verður maður ekki að tala við alla nú til dags!“ Fastir pennar 20. janúar 2009 06:00
Endurmenntunarnámskeið Í gömlum harðstjórnarríkjum liðinnar aldar voru þeir andófsmenn sem settu sig gegn ríkjandi reglum settir á námskeið og þar var barið í þá nýtt lífsviðhorf í þágu þjóðar og flokks. Oftast voru menn sendir á einhvern útnárann og látnir vinna harðneskjulega vinnu meðan reynt var að heilaþvo þá með ríkjandi gildum harðstjóranna. Fyrir helgina fréttist af endurmenntunarnámskeiðum starfsfólks Glitnis þar sem hert var á nýjum starfsreglum bankans. Áhugamenn um nýtt gildismat hljóta að spyrja hvort ekki er þörf á endurmenntun víðar og þá er eðlilega spurt um námsefni: einhver stakk upp á Hávamálum til að byrja með. Bakþankar 20. janúar 2009 06:00
Þegar eitt útilokar ekki annað Þegar þessum fundi lýkur skulið þið fara strax í það að sækja um aðild að Evrópusambandinu.“ Á þessa leið voru skilaboð hagfræðiprófessorsins Willems Buiter í upphafi fyrirlestrar hans í Háskóla Íslands í gær. Fastir pennar 20. janúar 2009 06:00
Opnari staða Uffe Elleman Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur, svaraði á dögunum spurningum Boga Ágústssonar í einum af vönduðum þáttum hans. Sá hiklausi talsmaður Evrópusamvinnu vék þar að Íslandi og Evrópusambandinu. Heilræði hans var að taka ekki endanlega ákvörðun um aðild nema sannfæring hjartans byggi að baki. Fastir pennar 19. janúar 2009 06:00
Ómissandi fólk Valdastólar landsins geyma ómissandi fólk. Afgangurinn af þjóðinni er hins vegar missandi. Það má alveg segja upp starfsfólki á spítulum og skrifstofum, skólum og elliheimilum, arkitektastofum, bönkum, byggingafyrirtækjum, fjölmiðlum, frystihúsum… já öllum fyrirtækjunum sem ekki geta lengur greitt laun vegna efnahagsstjórnar hins ómissandi fólks. Allar þessar vinnufúsu hendur sem af trúmennsku hafa haldið hjólum atvinnulífsins gangandi - þær mega nú hvíla verklausar í skauti. En á valdastólunum situr aftur á móti ómissandi fólk. Fastir pennar 19. janúar 2009 04:00
Nýtt tækifæri Ekki fyrr hafði ég skráð mig inn á snjáldurskjóðuna „Face-book" að gömul bekkjarsystkini birtust og buðu mig velkomna. Þau höfðu þegar stofnað grúppu þar sem getur að líta gamlar ljósmyndir af okkur með tíkarspena og frostbitnar kinnar íklædd rúllu-kragapeysum og skálmvíðum buxum. Þetta er einmitt útlitið sem manni finnst ósköp sætt í ofurstíliseruðum dönskum sjónvarpsþáttum en vekja hjá manni hroll þegar þessi flíslausu ár rifjast upp. Tíminn þegar teygjuefni fannst ekki í barnabuxum og ull þótti ekki ull nema hún stingi. Þetta var eins og að klæða sig í býflugnasverm. Bakþankar 19. janúar 2009 03:00
Bríet kann svörin Góð ráð falla aldrei úr gildi. Það var með það í huga sem ég gluggaði á dögunum í fyrstu tölublöð Kvennablaðs Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá því seint á þarsíðustu öld. Taldi ég líklegt að þar væri að finna ýmsan hagnýtan fróðleik sem nýta mætti í kreppunni. Sú var líka raunin, ég hafði ekki lesið lengi þegar ég vissi allt um sláturgerð og kálbýtinga og hafði að auki lært hvernig ráða má bót á tannpínu með því að sjúga blöndu af rommi og krít upp í nefið. Bakþankar 17. janúar 2009 00:01
Ísland sem hindrunarhlaup Saga Íslands er haftasaga og hindrana. Danir lögðu á fyrri tíð ýmsar hömlur á Íslendinga, neituðu þeim um fríverzlun og sjálfstæði. Íslendingar lögðu síðan sjálfir hverjir á aðra ýmis þrúgandi höft, einkum 1927-1960, og enn eimir eftir af þeim. Enn stendur blátt bann við fjárfestingu útlendinga í sjávarútvegi. Hagsmunahópar standa á bak við hömlurnar. Fastir pennar 15. janúar 2009 06:00
Um atvinnuöryggi starfsstétta Ég uppgötvaði um daginn að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslenskt lýðræði virkar. Ég veit að við kjósum flokka til að fara með völd í fjögur ár en þar með virðumst við ekki hafa meira með málin að gera. Stjórnmálaflokkur með lítið sem ekkert fylgi getur samt samið sig inná stjórnvölinn. Við höfum ekkert um það að segja hver tekur að sér hvaða ráðuneyti í ríkisstjórn né hvernig sá hinn sami hagar sér svo í vinnunni. Bakþankar 15. janúar 2009 06:00
Á að breyta? Gerjun er fylgifiskur enfahagshrunsins. Umræður hafa því eðlilega spunnist um stjórnkerfið og stjórnskipanina. Þær eru bæði hollar og nauðsynlegar. Að sönnu er ekki allt skynsamlegt eða raunhæft sem sagt er. Gild rök standa eigi að síður til rækilegrar íhugunar um þessi efni. Fastir pennar 15. janúar 2009 05:00
Óvissuástand Í dag eru 100 dagar liðnir síðan Geir H. Haarde bað guð að blessa íslensku þjóðina með þeim afleiðingum að henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Síðan þá hafa ráðamenn unnið að björgun íslensks efnahagslífs - vonar maður. Bakþankar 14. janúar 2009 06:00
Örlítil skíma í svartnættinu Hundrað dagar eru liðnir frá neyðarlögunum sem sett voru til að bregðast við lausafjárvanda bankanna og áhrifum fjármálakreppunnar hér á landi. Eftir hundrað daga er enn óskað eftir frekari upplýsingum frá stjórnvöldum, kallað er eftir ábyrgð og að boðað sé til kosninga. Reiði almennings vegna þessara gjörbreyttu skilyrða á Íslandi er mjög skiljanleg og fátt hefur verið aðhafst til að bregðast við henni. Fastir pennar 14. janúar 2009 06:00
Tillitssemi Samfylkingar Mikil tillitssemi Samfylkingarinnar og formanns hennar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, við Sjálfstæðisflokkinn, þykir mörgum undarleg. Í síðustu viku vakti til dæmis athygli hversu einarðlega Ingibjörg varði samstarfsflokkinn og ráðherra hans í viðtali í ríkissjónvarpinu. Fastir pennar 13. janúar 2009 06:00
Hvað getum við gert? Árið 1948 var ákveðið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að stofna tvö ríki í Palestínu, annað fyrir innflytjendur gyðinga en hitt fyrir Arabana sem höfðu búið þar um aldir. Fastir pennar 13. janúar 2009 06:00
Olíulausa landið Lof mér að segja þér hvers vegna okkur Ísraelsmönnum er í nöp við Móses. Það tók hann fjörutíu ár að leiða okkur í gegnum eyðimörkina að þessum eina bletti Mið-Austurlanda þar sem olíu er hvergi að finna." Bakþankar 13. janúar 2009 06:00
Menn eða mýs? Óraunhæfar áætlanir í þágu einstaklingshyggju hafa vonandi misst trúverðugleika sinn hjá fleirum en mér. Það gildir almennt sterklega um hina hörðu yfirborðsmennsku sem framvegis verður kennd við árið 2007. Kröggur geta samt verið tækifæri í dulargervi og einmitt núna stöndum við sem þjóð á tímamótum í fleiri en einum skilningi. Við höfum möguleika á því að skoða af heiðarleika mistökin og gangast við þeim hvötum sem leiddu okkur í ógöngur. Bakþankar 12. janúar 2009 06:00
Hvers á stórhuga smáþjóð að gjalda? Ef Ísland drægi sig út úr alþjóðlegu fjármálakerfi og innri markaði Evrópu kann að vera að landið passaði betur inn í niðurstöðuna sem Carsten Valgreen, fyrrum aðalhagfræðingur Danske Bank, kemst að í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið í fyrradag. Hann segir ekki ljóst „hvers vegna lítið, mjög opið hagkerfi, þar sem stór hluti af útflutningi er vörur en ekki þjónusta ætti að taka upp alþjóðlega mynt". Fastir pennar 12. janúar 2009 06:00
Upprisa eftir aftöku á torginu Sá stjórnmálamaður sem hefur reynst mér hvað best er Jóhanna Sigurðardóttir. Hún er reyndar enginn sérstakur velgjörðarmaður minn en henni rataðist á munn eitt mesta sannleikskorn sem hrokkið hefur upp úr nokkrum sjórnmálamanni. Bakþankar 11. janúar 2009 10:22
Það sem virða ber Á óvissutíma eins og nú ríkir þykja Gróusögur áhugaverðari í dægurumræðunni en staðreyndir. Ofbeldi vekur aukheldur meiri athygli en málefnalegt framlag. Fastir pennar 11. janúar 2009 10:14