Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Og maskínan marserar áfram

Þegar Gorbatsjov var spurður í Háskólabíói hvernig hann mæti möguleika Bush á að leysa erfið mál, ekki síst í krafti persónulegra samskipta líkt og mynduðust milli hans og Ronalds Reagan í Höfða, skaut hann sér undan því að svara spurningunni beint og sagði að Bush hefði ekki gott „lið" í kringum sig.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enginn veit hvað átt hefur

Mér, gömlum varðhundi í liði NATO, líður eins og þeim sem missa fjarskyldan ættingja. Hvert var þá mitt starf í sex hundruð sumur? Déskotans friðurinn i vesturheimi hefur eyðilagt fyrir mér ævistarfið og gert varnarliðið óþarft!

Fastir pennar
Fréttamynd

Opinber óróleiki

Efnahagsástandið er nefnilega enn viðkvæmt. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur greiningardeildar KB banka, sagði á fundi um efnahagsmál í vikunni að raunveruleg hætta væri á að íslenskt efnahagslíf væri á leið inn í nýja verðbólgu- og óstöðugleikatíma líkt og þekktist milli áranna 1970 og 1990.

Fastir pennar
Fréttamynd

Upplýsingamengun

Draga má úr mengun úti í náttúrunni með því að skilgreina eignaréttindi á þeim gæðum, sem menguð eru, og eftir það sjá eigendurnir um að gæta gæðanna. En heilu skógarnir hafa verið höggnir niður til að gera pappír í bækur og blöð umhverfisöfgamanna. Ég skal nefna nokkur dæmi um upplýsingamengun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Keisarinn er kviknakinn

Bændur hafa haft nægan tíma til að átta sig á breyttum viðhorfum til búverndar. Hafi þeir ekki notað hann sem skyldi til að búa sig undir breytta hagi, þá má kannski ræða það.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nauðsynlegt að traust ríki

Ljóst er að þjóðin á heimtingu á greinargóðum upplýsingum um umfang starfsemi sem kenna má við leyniþjónustu. Þeir sem þessi starfsemi hefur beinst að hljóta að krefjast þess að fá upplýsingar um hvaða upplýsingum kann að hafa verið safnað, hverjir tóku við þeim og hvað var gert með þær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Má ekki eyðileggja myrkrið?

Varla getur hin fyrirhugaða ljóssúla japönsku listakonunnar í Viðey valdið miklum spjöllum, allavega sér maður það ekki þegar rýnt er út í myrkrið á sundunum. Þau eru dimm og drungaleg. Óttast menn að íslenska myrkrið verði eyðilagt?

Fastir pennar
Fréttamynd

Ótti á tímum friðar

Mesta hætta í heiminum þessi árin stafar ekki af hryðjuverkum eða útlagaríkjum heldur af röngum viðbrögðum leiðandi ríkja. Til dæmis er vitað að Norður-Kóreumenn hófu þróun kjarnavopna eftir langt hlé í beinu framhaldi af ræðu George Bush um öxulveldi hins illa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kalda stríðið í túnfætinum heima

Bandaríkjamenn komu ugglaust til fundarins með stífari kröfur, ekki síst um skýrar skuldbindingar af hálfu Sovétríkjanna og um virkt eftirlit. Þeir vildu ná meira fram og gátu ekki lýst yfir sömu ánægju. Það verður að meta í því ljósi að staðfesta Reagans og Atlantshafsbandalagsríkjanna hafði knúið fram þá taflstöðu sem upp var komin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vill enginn vinna í álveri?

Hér er fjallað um störf í álverum sem eru furðu eftirsótt miðað við hversu illa hefur verið talað um þau, mannfjöldaþróun í Vestmannaeyjum og samgöngur þangað, en loks er minnst á ferðalag íslenskra ráðherra til að hitta Condi og Rummy í Washington...

Fastir pennar
Fréttamynd

Skref í rétta átt

Geir Haarde forsætisráðherra hefur látið í ljós áhyggjur yfir því að skattalækkun sem þessi skili sér ekki að fullu til neytenda. Þær áhyggjur eru réttmætar. Í fréttum KB banka í gær sagði að skattbyrðin, sem áður rann í ríkissjóð, hlyti að skiptast að einhverju marki á milli kaupenda og seljenda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um Jón og séra Jón

Það er vissulega ánægjulegt að viðskipti eru blómleg í landinu. Það er hins vegar dapurlegt að mestu auðæfin virðast tilkomin af skrítilegum ástæðum. Þau fengu fiskinn í sjónum sem áttu skip, bankarnir voru seldir fyrir slikk, grunnetið selt með Símanum og Samvinnutryggingar lifa enn góðu lífi þó SÍS hafi farið á hausinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allir kokkar gleðjast

Hér er fjallað um lækkun matarskattsins sem ríkisstjórnin kunngjörði í dag, um framboðsflækjur Sjálfstæðismanna á Norðvesturlandi, samstarf stjórnarandstöðuflokkana og nýja varnarsamninginn...

Fastir pennar
Fréttamynd

Ótímabær spá um dauða dagblaða

Ísland er komið langt á undan öðrum löndum álfunnar í þessum efnum. Hér eru fríblöðin tvö um sjötíu prósent af daglegu upplagi dagblaða. Það er því ekki skrítið að útgefendur víða um heim hafi horft af mikilli athygli til íslenska dagblaðamarkaðarins undanfarin ár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins

Björn Bjarnason er því eini stjórnmálamaðurinn sem situr á Alþingi sem virðist um langt skeið hafa þekkt til hinnar „strangleynilegu öryggisþjónustu". Björn Bjarnason hlýtur því að upplýsa Alþingi hvernig starfsemi þessarar leynilegu, og líklega löglausu, starfsemi hefur verið háttað frá því kalda stríðinu lauk. Er hún ennþá starfandi, hvaða aðferðum beitir hún - og í krafti hvaða heimilda? Og hvers vegna þegja fjölmiðlarnir?

Fastir pennar
Fréttamynd

Skemmdarverk við rússneska sendiráðið

Þetta er náttúrlega stóralvarlegt mál með ungu mennina sem í fylleríi stálu fána við rússneska sendiráðið. Þeir verða væntanlega ákærðir fyrir móðgun við stórveldið. Ég veit ekki hvort þetta er tími fyrir játningar...

Fastir pennar
Fréttamynd

Umferðarhnútar skerða lífskjör

En umferðartafirnar eru ekki bara leiðinlegar, dýrar og mengandi. Þær halda okkur frá fjölskyldum okkar, áhugamálum eða vinnu. Ef við ynnum í stað þess að sitja í bílunum og gefum okkur að það sé eftirspurn eftir þessari auknu vinnu, þá myndi þjóðarframleiðslan aukast umtalsvert.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rökræðan sem gleymdist

Mikilvægi menntamálanna er þannig vaxið að forsætis­­ráðherrar eiga í raun réttri að láta þau meir til sín taka en önnur viðfangsefni. Vonandi má líta á stefnuræðuna sem smáan vísi í þá veru. Ríkisstjórnin hefur enga ástæðu til feimni um þá hluti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Finn Air

Nú eru Framsóknarmenn búnir að eignast Icelandair – þetta gamla óskabarn sem áður hét Flugleiðir og varð til eftir sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða, félaga sem lék um ævintyraljómi einkaframtaks, athafnamennsku...

Fastir pennar
Fréttamynd

Skattar og skuldir

Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur tilkynnti í vor að fengnir yrðu óháðir aðilar til að gera úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar í upphafi nýs kjörtímabils.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einelti

Það var Marteinn skógarmús sem elti mig og reyndi að éta mig. Allir ættu að kannast við þessa málsvörn Mikka refs úr Dýrunum í Hálsaskógi. Hún þótti ekki sérlega sannfærandi í leikritinu en kannski gleymdi Egner að skrifa réttu persónurnar inn í stykkið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Af bolsum og rónum

Hér er lagt út af Staksteinapistli þar sem sagði að herstöðvaandstæðingar hefðu gengið í þágu Stalíns og kommúnismans, en einnig er fjallað um rónana og dópistana sem setja mikinn svip á miðbæinn í Reykjavík...

Fastir pennar
Fréttamynd

Fleipur eða fölsun?

Kommúnistar á Íslandi voru hvorki betri eða verri en skoðanabræður þeirra í öðrum löndum. Hættan af þeim var jafnmikil og við henni brugðist á sama hátt og í grannlöndunum. Ísland gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu, framrás kommúnismans var stöðvuð og gætur hafðar á kommúnistum innan lands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímaskekkja

Með Ríkisútvarpsfrumvarpinu er ríkisstjórnin að brjóta eins konar sátt sem ríkt hefur um ríkisrekið útvarp og sjónvarp á menningarlegum forsendum milli þeirra sem almennt vilja standa vörð um ríkisrekstur og hinna sem aðhyllast einkarekstur. Af því getur ekkert hlotist nema menningarlegt tjón.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hagkerfi á fleygiferð

Ef einu fyrirtæki hlekkist á og það er tengt öðrum fyrirtækjum of nánum böndum, þá geta þau dregið hvert annað með sér niður í fallinu. Óljós og síbreytileg eignatengsl torvelda heilbrigðiseftirlit almannavaldsins á vettvangi efnahagslífsins. Það hefur því ekki verið alls kostar auðvelt að gera sér skýra grein fyrir ástandi efnahagsmálanna undangengin misseri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ferskir vindar

Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála á næstu vikum. Tekst stjórnmálaflokkunum að nýta tækifærið til að hleypa ferskum vindum um lista sína eða mun val kjósenda standa milli lista skipuðum einsleitum hópi, þar sem uppistaðan er karlmenn, vel menntaðir fjölskyldumenn á aldrinum 35 til 60 ára.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eins manns fjölmiðlastofnun

Ólafur Teitur Guðnason er með óvinsælustu mönnum í fjölmiðlastétt. Ég þekki margt fók sem umhverfist þegar hann er nefndur á nafn. Þetta er ritdómur um bók Ólafs, Fjölmiðlar 2005, sem birtist í vor í tímaritinu Þjóðmálum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Að stjórna í sátt við samviskuna

Á meðan formenn stjórnarandstöðunnar boða aukið samstarf á Alþingi situr sveitarstjórnarfólk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs undir harðri gagnrýni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kaflaskipti 1. október

Sunnudagurinn 1. október rann upp hátignarbjartur og fagur og sólskinið flæddi um götur borgarinnar og torg og væntanlega landið allt. Það var ánægjulegt að veðurguðirnir skyldu leggjast á eitt með landsmönnum að gera eftirminnilegan þennan fyrsta dag í 66 ár, sem enginn erlendur hermaður er á íslenskri grund. Þjóðarhreyfingin efndi til hátíðar þennan dag í Sjálfstæðishúsinu gamla við Austurvöll (sem nú nefnist NASA).

Fastir pennar
Fréttamynd

Skrítið tilhugalíf – sjarmalaus ríkisstjórn

Á maður að gefa eitthvað fyrir samkomulag stjórnarandstöðunnar um samstarf í þinginu í vetur – tilhugalíf eins og það er kallað? Er ekki líklegra að standi yfir ofsafengin keppni um hvor sé forystuflokkur á vinstri vængnum?

Fastir pennar