Dramatík hjá leiðsögumönnum: Kröfðust afsagnar formanns í upphafi fundar Fimm af átta stjórnar- og varastjórnarmönnum í Félagi leiðsögumanna - Leiðsögn kröfðust afsagnar formanns þegar í stað á stjórnarfundi í gærkvöldi. Formaðurinn segir fólkið fara fram með dylgjum og ásetningur þeirra að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins. Þetta kemur fram í fundargerð fundarins. Innlent 31. október 2023 11:56
Hafa ekki valið enskt heiti fyrir Kerið „Við erum mjög ánægðir með að hafa náð að klára þessi viðskipti og erum mjög spenntir fyrir því að taka við þessum stað og reyna að varðveita hann og byggja upp sem öflugan ferðamannastað,“ segir forstjóri Arctic adventures um kaup á Kerinu. Kaupverðið er trúnaðarmál og Kerinu hefur ekki verið fundið nýtt nafn. Viðskipti innlent 30. október 2023 07:00
„Þetta reddast“ bara ekkert alltaf Það er alveg ljóst að íslenska viðhorfið og lífsstíllinn „þetta reddast“ á ekkert erindi í ákvarðanatöku hins opinbera um breytingar á sköttum og álögum í ferðaþjónustu, frekar en í öðrum atvinnugreinum. Skoðun 26. október 2023 19:00
Ákváðu að kaupa Kerið í hálfgerðu bríaríi „Við höfðum bara náttúruvernd í huga og engum hugkvæmdist gjaldtaka. Þetta var skyndiákvörðun, tekin í hálfgerðu bríaríi. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að eignast eldgíg,“ segir Óskar Magnússon um kaup á Kerinu fyrir 23 árum. Viðskipti innlent 22. október 2023 08:40
„Rúmir 140 milljarðar frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga“ Síðasta sumar var næstfjölmennasta ferðamannasumarið frá því að mælingar hófust samkvæmt nýrri samantekt Ferðamálastofu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mörg jákvæð teikn á lofti líkt og dreifing ferðamanna yfir árið auk þess sem verðmætin séu meiri á hvern ferðamann. Áskoranir séu þó enn vissulega til staðar. Innlent 19. október 2023 13:35
Næstfjölmennasta ferðamannasumarið í ár Fjöldi ferðamanna var næstum sá sami í sumar og metsumarið 2018. Flestir voru Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Pólverjar. Ferðamenn dvöldu að jafnaði í um 6,8 nætur en Frakkar og Þjóðverjar dvöldu lengst, eða í um 10,9 nætur. Viðskipti innlent 19. október 2023 11:10
Allt stefnir í sögulegt stórslys Gleðilegan mánudag, kæru vinir ritstjórans. Ný vika, ný tækifæri. Eins og fyrirsögnin ber með sér erum við í sólskinsskapi. Sturluð staðreynd: Vissuð þið að ein alræmdasta ljósmynd Íslandssögunnar er á sinn hátt ein okkar elsta falsfrétt? Skoðun 19. október 2023 07:01
Icelandair gert að greiða farþega skaðabætur vegna yfirbókunar Icelandair var gert að greiða farþega skaðabætur upp á tæplega 37 þúsund krónur samkvæmt nýlegum úrskurði Samgöngustofu vegna þess að félagið hafði neitað honum um far, sem hann hafði þegar bókað, á brottfarardegi. Neytendur 18. október 2023 17:54
Kattakona nefndi nasista í kröfu sinni um bætur frá Icelandair Viðskiptavinur Icelandair sem ætlaði að ferðast með kött yfir Atlantshafið fær engar skaðabætur eftir að hafa verið hafnað að ferðast með dýrið. Viðskiptavinurinn ávarpaði fulltrúa Samgöngustofu sem nasista. Neytendur 18. október 2023 15:36
Þolmörkum í ferðaþjónustu víða náð Til að bregðast við þeim áskorunum sem hröð fjölgun ferðamanna hefur í för með sér þarf að skoða betur leiðir til virkrar álagsstýringar á ferðamannastöðum til þess að vernda náttúruna, bæta flæði, öryggi og upplifun gesta. Skoðun 18. október 2023 14:00
Laun ófaglærðra hækkað mun hraðar en annarra stétta með fjölgun ferðamanna Launakjör ófaglærðra á Íslandi, sem eru nú þau bestu sem þekkjast í Evrópu, hafa batnað mun hraðar en annarra stétta frá aldamótum en kaupmáttur lágmarkslauna hefur þannig nærri tvöfaldast á meðan þeir sem eru með meistarapróf úr háskóla hafa upplifað nánast enga kaupmáttaraukningu, að sögn forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Meginskýringin að baki þessari þróun sé „eðlileg afleiðing“ af efnahagsástandinu þar sem aukinn straumur ferðamanna til landsins hafi búið til mikla sókn í ófaglært vinnuafl. Innherji 18. október 2023 13:15
Segja löðrunginn eiga sér enga hliðstæðu hér á landi Íslenskir leiðsögumenn fordæma atvik á Hótel Örk nýlega þar sem kona, sem sögð er fararstjóri, löðrungaði skólastelpu frá Bretlandi. Þetta ömurlega háttalag er sagt ekki eiga sér hliðstæðu meðal leiðsögumanna hérlendis. Innlent 18. október 2023 12:05
Ofbeldi í skólaferð varpar ljósi á mikilvægi viðeigandi menntunar leiðsögufólks Nýlega birtist á samfélagsmiðlum óhugnanlegt myndband sem sýnir konu og stúlku eiga í orðaskiptum á gangi hótels á Íslandi. Á myndbandinu má heyra stúlkuna biðla til konunnar um að koma vinsamlegast ekki nálægt sér. Skoðun 17. október 2023 14:00
Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. Innlent 16. október 2023 14:00
Kerið selt Arctic Adventures hefur keypt allt hlutafé í Kerfélaginu af Óskari Magnússyni, Ásgeiri Bolla Kristinssyni, Sigurði Gísla Pálmasyni og Jóni Pálmasyni, sem áttu hver sinn fjórðungshlut. Helsta eign Kerfélagsins er Kerið í Grímsnesi sem hefur lengi verið vinsæll áningarstaður ferðamanna, rómað fyrir náttúrufegurð og jarðfræðilega sögu. Viðskipti innlent 16. október 2023 12:18
Ferðamenn elska íslenska veðrið þó allt sé á floti Þeim var brugðið ferðamönnunum á tjaldsvæðinu á Selfossi þegar þeir vöknuð í morgun og tjaldsvæðið var allt á floti eftir nóttina og slydda á staðnum. Ferðamennirnir höfðu þó lúmskt gaman af veðrinu og segja það skapa skemmtilega minningar frá Íslandsheimsókninni. Innlent 12. október 2023 20:30
Fyllirí í heilsulindum Íslands Túristi kom til landsins og hlakkaði mikið til að prófa allar heilsulindirnar. Hann var á leiðinni til Íslands í heilsuferð. Hann var búinn að ímynda sér allar þessar heitu náttúrulaugar Íslands og hvernig umgjörðin var í kringum þær. Túristinn átti von á því að þegar komið væri ofan í heita lind þá sæi hann fólk í sömu erindum og hann, að njóta þess að hlúa að góðri heilsu, losa um stirða liði og slaka á í heitu vatninu án áfengis og annarra efna. Skoðun 12. október 2023 09:00
Hörður Sigurbjarnarson er látinn Hörður Sigurbjarnarson, stofnandi Norðursiglingar á Húsavík, er látinn, 71 árs að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Mývatnssveit aðfararnótt síðasta sunnudags. Innlent 11. október 2023 10:50
Fleiri með Play í september en á sama tíma í fyrra Aukning varð á fjölda farþega sem ferðuðust með flugfélaginu Play í september í samanburði við sama mánuð í fyrra. Félagið flutti 163,784 farþega í september, sem er 77 prósenta aukning frá september 2022 þegar PLAY flutti 92.181 farþega. Viðskipti innlent 9. október 2023 13:34
Fleiri farþegar í september en á sama tíma í fyrra Icelandair flutti 416 þúsund farþega í september. Þeir voru átta prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hefur félagið flutt um 3,4 milljónir farþega, nítján prósentum fleiri en yfir sama tímabil í fyrra. Viðskipti innlent 6. október 2023 09:49
Fyrirsjáanleg fjölgun ferðamanna? „Fyrirsjáanleg fjölgun ferðamanna“? Það er árið 2023 og fjöldi ferðamanna er að ná nýjum hæðum. Bændastéttin kallar eftir aðgerðum og við blasir gjaldþrotahrina bænda ef ekkert verður að gert. Lítil fyrirtæki og einstaklingar eru að bugast undan endalausum vaxtahækkunum og verðbólgu. Skoðun 6. október 2023 08:01
Skrum um ferðaþjónustu Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum. Skoðun 5. október 2023 18:31
Með hálendið í hjartanu Í hvert skiptið sem ég er á leið upp á hálendið til þess að sinna landvarðarstarfi sem ég hef tekið að mér á sumrin, er eftirvæntingin áþreifanleg. Ég er ekki fyrr sest við matarborðið hjá ömmu og afa en þau byrja að segja mér sögur. Skoðun 5. október 2023 12:01
Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. Neytendur 5. október 2023 10:44
Bjóða almenningi á þvernorrænt hakkaþon um framtíð hafsvæða Íslenski sjávarklasinn skipuleggur „hakkaþon“ næstu daga þar sem einstaklingar hvaðanæva af Norðurlöndum koma saman til að þróa sjálfbæra leið til að deila hafsvæðum. Að sögn framkvæmdastjóra Sjávarklasans kann að vera stutt í að stjórnvöld þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráðstafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum. Viðskipti innlent 4. október 2023 06:46
Holan hugsanlega ólögleg en ekki endilega aksturinn Glæfralegur akstur þýsks ferðamanns á fjórtán tonna jeppa er kominn inn á borð Umhverfisstofnunar. Forstjóri hennar segir að atvikið skeri sig úr en ekki sé öruggt að aksturinn hafi verið ólögmætur. Innlent 3. október 2023 20:37
Trukkar flækist ítrekað um hálendið eftirlitslaust Formaður vina Þjórsárvera segir ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum sem þýskur hertrukkur festist á fyrr í mánuðinum. Hún segist ítrekað hafa kallað eftir úrbótum en talað fyrir lokuðum eyrum. Innlent 2. október 2023 20:21
Tvíeðli ferðamennskunnar: Ferðalag heimsku og uppljómunar? Heimur ferðamennskunnar er forvitnilegur. Rithöfundurinn D. DeLillo fjallar um í bók sinni „White Noise“, að það að vera ferðamaður sé að flýja ábyrgð og tileinka sér ákveðið stig heimsku og þegar einstaklingar ferðist um framandi lönd sé þeim yfirleitt fyrirgefin skortur á skilningi á staðbundnum siðum, tungumáli og félagslegum viðmiðum. Skoðun 2. október 2023 10:01
Vegurinn illa farinn eftir fjórtán tonna hertrukk Land í Þjórsárverum er illa farið eftir að þýskur ferðamaður ók fjórtán tonna hertrukk þar yfir og festist. Myndbönd sem ferðamaðurinn birti á netinu hafa vakið athygli. Innlent 1. október 2023 21:55
Guðni segir að ferðaþjónustan sé að drepa íslenskan landbúnað Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu bænda og segir að hrina gjaldþrota blasi við verði ekkert gert. Þá segir hann ferðaþjónustuna vera að drepa hinn hefðbundna landbúnað. Innlent 30. september 2023 21:31