„Ég hef spilað á mun verri völlum í efstu deild“ FH mætir Stjörnunni á morgun í Bestu deild karla í fótbolta á Miðvelli, frjálsíþróttavelli félagsins, sem stendur fyrir ofan Kaplakrika á FH-svæðinu. FH-ingar haffa unnið hörðum höndum við að gera völlinn kláran fyrir leikinn. Íslenski boltinn 14. apríl 2023 19:00
FH-ingar steinlágu síðast þegar þeir spiluðu á frjálsíþróttavellinum Allt bendir til þess að FH mæti Stjörnunni á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika á morgun. Þegar FH-ingar léku síðast á vellinum í deildarleik steinlágu þeir. Íslenski boltinn 14. apríl 2023 11:31
Fastan og fótboltinn fari vel saman Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í gær að leyfa leikmönnum að óska eftir drykkjarhléi í fótboltaleikjum á Íslandi á meðan á Ramadan, heilagasti mánuður múslima, stendur. Mánuðinum fylgir fasta og Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, fastar þessa dagana og fagnar reglubreytingunni. Íslenski boltinn 14. apríl 2023 08:00
Framherji Fram frá næstu mánuði Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina. Íslenski boltinn 13. apríl 2023 22:30
Kemur í ljós á morgun hvort FH megi spila á frjálsíþróttavellinum Það kemur endanlega í ljós á morgun hvort FH megi spila heimaleik sinn gegn Stjörnunni í Bestu deild karla á laugardaginn á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika. Aðalvöllurinn er óleikfær. Íslenski boltinn 13. apríl 2023 15:30
Múslimar geta fengið drykkjarhlé í íslenska boltanum Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur samþykkt að leyfa leikmönnum að óska eftir drykkjarhléi í fótboltaleikjum á Íslandi á meðan á ramadan, föstumánuði múslima, stendur. Íslenski boltinn 13. apríl 2023 14:00
Úkraínskur liðsstyrkur í vörn Keflavíkur Keflvíkingum hefur borist liðsstyrkur frá Úkraínu í vörn sína. Oleksiy Kovtun er loksins kominn með leikheimild með liðinu. Íslenski boltinn 13. apríl 2023 13:31
Leikur FH og Stjörnunnar færður fram um klukkustund Þó hvorugu liðinu sé spáð frábæru gengi í sumar þá er leikur FH og Stjörnunnar umtalaðasti leikur 2. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Hann hefur nú verið færður fram um klukkustund vegna handboltaleiks FH sama dag. Íslenski boltinn 13. apríl 2023 09:31
Vindurinn stendur undir nafni Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Birkir Már Sævarsson er með gælunafnið „Vindurinn“ vegna þess gríðarlega hraða sem hann býr yfir. Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall virðist ekkert farið að hægjast á Birki Má sem var fljótasti leikmaður Vals í 1. umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 13. apríl 2023 08:31
„Fannst þeir fara miklu oftar upp bakvið Kennie“ Lárus Orri Sigurðsson leikgreindi viðureign KA og KR í 1. umferð Bestu deildar karla í Stúkunni að leik loknum. Farið var yfir sóknarleik heimamanna í leiknum en þær fóru flestar upp vinstri vænginn, í svæðið sem Kennie Chopart – hægri bakvörður KR – hafði skilið eftir á bakvið sig. Íslenski boltinn 12. apríl 2023 23:31
Útskýrði af hverju Stjarnan getur ekki skipt á heimaleikjum við FH Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, hefur útskýrt af hverju félagið vildi ekki skipta á heimaleikjum við FH í Bestu deild karla í knattspyrnu. Allar líkur eru á að leikur liðanna í 2. umferð fari fram á frjálsíþróttarvelli FH-inga. Íslenski boltinn 12. apríl 2023 18:31
Stjarnan vildi ekki skipta við FH: „Fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli“ FH og Stjarnan mætast líkast til á frjálsíþróttavelli FH í 2. umferð Bestu deildar karla á laugardag. Kaplakrikavöllur er ekki leikfær og vilja FH-ingar heldur reita upp slæmt gras á frjálsíþróttavellinum en fótboltavellinum. Gervigras Stjörnumanna virðist ekki hafa verið laust undir leik laugardagsins. Íslenski boltinn 12. apríl 2023 10:01
Brynjar númer 69 til að heiðra lítinn frænda og heilbrigðiskerfið Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram í Bestu deildinni í fótbolta, mætti til leiks á nýrri leiktíð á mánudag með nýtt númer á bakinu, 69. Það gerir hann fyrir frænda sinn sem fór í hjartastopp í 69 mínútur fyrr á þessu ári. Íslenski boltinn 12. apríl 2023 08:00
Leikur KR og Keflavíkur færður Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður. Íslenski boltinn 11. apríl 2023 17:03
„Galin ákvörðun“ að skjóta en Anton virðist veikur fyrir miðju marki Sigurmark HK gegn Breiðabliki í 4-3 sigri þeirra í Kópavogsslagnum í Bestu deild karla var til umræðu í Stúkunni sem gerði alla fyrstu umferðina upp í gærkvöld. Sammælst var um að ákvörðun Atla Þórs Jónassonar að skjóta að marki hafi verið vafasöm, en hann hafi haft heppnina með sér vegna markvörslutilburða Antons Ara Einarssonar. Íslenski boltinn 11. apríl 2023 16:01
Sjáðu öll mörkin úr fyrstu umferð Bestu deildarinnar Besta deild karla í fótbolta fór af stað með látum í gær er heil umferð fór fram. Í umferðinni voru dramatísk mörk, óvænt úrslit og skemmtilegir taktar. Íslenski boltinn 11. apríl 2023 13:46
Einn Bestu deildarslagur í 32-liða úrslitum og Valur mætir 5. deildarliði Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. Einn Bestu deildarslagur er á dagskrá. Íslenski boltinn 11. apríl 2023 12:35
Hefur ekki gerst í tvo áratugi Hinn hreint út sagt ævintýralegi 4-3 sigur HK gegn Breiðabliki í gærkvöld er merkilegur fyrir margra hluta sakir. Íslenski boltinn 11. apríl 2023 11:30
Gerir grín að vítadómnum: „Vona það sé í lagi með Vuk“ Adam Örn Arnarson, leikmaður Fram, virðist ósáttur við vítadóm í leik liðs hans við FH í fyrstu umferð Bestu deildar karla í gærkvöld. Hann skýtur létt á Vuk Dimitrijevic sem hann á að hafa brotið á í leiknum. Íslenski boltinn 11. apríl 2023 09:30
Hækkar yfirdráttinn til að sjá tvíburana sína á EM Fótboltatvíburar úr Garðabæ munu spila fyrir Íslands hönd í lokakeppnum Evrópumóts U19-landsliða í sumar. Þau Snædís María og Sigurbergur Áki eiga ekki langt að sækja íþróttahæfileikana. Íslenski boltinn 11. apríl 2023 07:30
Höskuldur: Kemur annar dagur eftir svona dag Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika var vitaskuld svekktur eftir ótrúlegan leik Breiðabliks og HK í Bestu deildinni í kvöld. HK vann 4-3 sigur í dramatískum leik. Fótbolti 10. apríl 2023 22:53
„Við vorum ekki með hann inni í vítateignum þeirra og þá er erfitt að skora" „Það er geggjað að þetta sé byrjað, búinn að hlakka til lengi. Svekkjandi að það sé ekki betri niðurstaða," sagði Guðmundur Kristjánsson, miðjumaður Stjörnunnar, eftir tap á móti Víkingum á Samsungvellinum í kvöld. Leikið var í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Sport 10. apríl 2023 22:21
Hemmi Hreiðars: „Við erum hundfúlir“ Hermann Hreiðarsson var svekktur eftir að lærisveinar hans í ÍBV töpuðu gegn Val í fyrstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda í kvöld. ÍBV var betra liðið í fyrri hálfleik en náði ekki að halda út gegn sterku liði Vals sem tók stigin þrjú í endurkomusigri, 2-1 lokatölur. Fótbolti 10. apríl 2023 22:18
„Ég var eins og lítill krakki inni í klefa í dag" „Þetta var vinnusigur en um leið og við misstum smá einbeitingu sáum við að Stjarnan er gott lið og gátu refsað okkur. Fyrst og fremst ógeðslega sáttur með liðs frammistöðuna og að halda hreinu,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, miðjumaður Víkinga, eftir sigur á móti Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld. Leikið var í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Fótbolti 10. apríl 2023 22:02
Umfjöllun og myndir: Breiðablik - HK 3-4 | Ótrúlegur sigur HK í mögnuðum Kópavogsslag Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-3 sigur á nágrönnum sínum í Breiðablik í stórkostlegum Kópavogsslag í Bestu deildinni í kvöld. Sigurmark HK kom í uppbótartíma eftir að liðið hafði misst niður tveggja marka forskot í síðari hálfleiknum. Fótbolti 10. apríl 2023 21:56
„Mesti vorbragurinn var á dómaranum“ Fram og FH gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik. Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var nokkuð sáttur með stigið en fannst halla á Fram í dómgæslunni. Sport 10. apríl 2023 21:50
Umfjöllun: Valur - ÍBV 2-1 | Góð endurkoma Valsmanna Valsmenn unnu sterkan sigur á ÍBV í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda á öðrum degi páska. Eftir sterka byrjun gestanna í fyrri hálfleik náðu heimamenn yfirhöndinni í þeim seinni sem skilaði þeim endurkomu sigri í fyrsta leik tímabilsins, lokatölur 2-1 fyrir Val. Fótbolti 10. apríl 2023 21:15
Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. Fótbolti 10. apríl 2023 21:10
Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 0-2 | Góður útisigur Víkinga í Garðabæ Víkingur vann 2-0 útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í kvöld. Fótbolti 10. apríl 2023 21:10
Hallgrímur: Við lifum og lærum „Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-1 jafntefli á móti KR á Greifavellinum í dag. Fótbolti 10. apríl 2023 17:05