Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum

Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum.

Erlent
Fréttamynd

85 greindust innan­lands í gær

85 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. 36 þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 49 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi

Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn.

Innlent
Fréttamynd

Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður

Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar minna hræddir við Covid-19

Íslendingar eru minna hræddir við að smitast af Covid-19 og treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum minna til að takast á við faraldur kórónuveirunnar, þó langflestir geri það enn.

Innlent
Fréttamynd

72 greindust innanlands í gær

72 greindust innanlands með Covid-19 í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 61 prósent smitaðra eru fullbólusettir. Þá voru 53 prósent í sóttkví við greiningu.

Innlent
Fréttamynd

Segðu frá – 112 er líka til staðar á netinu

Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því að embætti Ríkislögreglustjóra opnaði sérstaka vefgátt 112 gegn ofbeldi. Tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar og barnaverndarnefnda hafði fjölgað mikið í Covid-19 heimsfaraldrinum.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm milljónir í valnum vegna Covid

Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í heiminum, svo vitað sé, er fór yfir fimm milljónir í morgun. Tæp tvö ár eru síðan faraldur kórónuveirunnar hófst og Covid-19 greindist fyrst í Wuhan í Kína.

Erlent
Fréttamynd

„Allir orðnir þreyttir að fá pinna í nefið“

„Það eru allir orðnir þreyttir á Covid, líka við hjá SHS. Hérna eru allir starfsmenn prófaðir a.m.k. einu sinni í viku og allir orðnir þreyttir að fá pinna í nefið,“ segir í Facebook-færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu og átta greindust með Covid-19

Fimmtíu og átta greindust með Covid-19 innanlands í gær og sex á landamærunum, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. 32 þeirra sem greindust með veiruna voru í sóttkví við greiningu, sem er rúmur helmingur. Hlutfallið hefur verið svipað undanfarna daga. 

Innlent