NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Toronto vann annan leikinn í röð

Heillum horfið lið Toronto Raptors virðist vera að finna taktinn og vann annan leik sinn í röð í deildinni í nótt þegar liðið skellti New Jersey á útivelli. Þá áttust við leikmenn mánaðarins í NBA deildinni þegar Cleveland sótti LA Clippers heim.

Sport
Fréttamynd

Fimmti sigur Phoenix í röð

Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Í sjónvarpsleiknum á Sýn tók Phoenix á móti Denver og vann góðan sigur 102-97. Shawn Marion skoraði 22 stig fyrir Phoenix, en Marcus Camby var frábær í liði Denver og skoraði 33 stig og hirti 20 fráköst.

Sport
Fréttamynd

Phoenix - Denver í beinni á Sýn

Það verður mikið um dýrðir fyrir áhugamenn um NBA körfuboltann í nótt, því Sýn verður með beina útsendingu frá leik Phoenix Suns og Denver Nuggets klukkan tvö eftir miðnætti, en þar að auki verður leikur Golden State Warriors og Charlotte Bobcats sýndur í beinni á NBA TV klukkan 03:30.

Sport
Fréttamynd

Brian Grant verður frá í þrjá mánuði

Framherjinn sterki Brian Grant hjá Phoenix Suns verður frá keppni í þrjá mánuði eftir að ljóst varð að hann þyrfti að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Phoenix, sem einnig er án Amare Stoudemire vegna svipaðra meiðsla. Grant er 33 ára gamall og er á sínu tólfta ári í deildinni.

Sport
Fréttamynd

San Antonio lagði Dallas

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks á útivelli 92-90. Tony Parker skoraði 30 stig fyrir Spurs, en Marquis Daniels skoraði 24 stig fyrir Dallas. Þá vann LA Lakers góðan sigur á Utah Jazz í framlengingu 105-101 í Utah. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, en Deron Williams skoraði 20 fyrir Jazz.

Sport
Fréttamynd

Fær tveggja leikja bann fyrir kjaftbrúk

George Karl, þjálfari Denver Nuggets í NBA deildinni, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að lesa dómurum pistilinn eftir að lið hans tapaði á heimavelli fyrir New Orleansí fyrrakvöld. Denver ætlar ekki að áfrýja dómnum.

Sport
Fréttamynd

Nash heitur í sigri Phoenix á Indiana

Verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra, Steve Nash hjá Phoenix Suns, skoraði sjö þriggja stiga körfur þegar lið hans lagði Indiana Pacers í nótt og vann fjórða leik sinn í röð. Allen Iverson hélt uppteknum hætti og skoraði 40 stig gegn Boston, en það nægði ekki til sigurs.

Sport
Fréttamynd

Vill spila meira eða ekki neitt

Vandræðagemlingurinn Ruben Patterson hjá Portland Trailblazers á í harðvítugum deilum við þjálfara sinn og forráðamenn félagsins þessa dagana. Nate McMillan, þjálfari liðsins, gróf Patterson á varamannabekk liðsins í byrjun tímabils, sem varð til þess að leikmaðurinn bölvaði honum í sand og ösku og var settur í bann í kjölfarið.

Sport
Fréttamynd

McGrady sneri aftur og færði Houston sigur

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady sneri aftur með liði Houston Rockets, sem hafði tapað sjö leikjum í röð og það var ekki að sökum að spyrja, liðið vann stórsigur á Atlanta Hawks.

Sport
Fréttamynd

Orlando vann fjórða leikinn í röð

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Orlando Magic vann fjórða leik sinn í röð þegar liðið skellti Boston á útivelli, en Dallas Maverics vann mjög nauman sigur á botnliði Toronto Raptors og þurfti flautukörfu í lokin til að tryggja sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur Kobe Bryant dugði skammt

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt sem leið og þar bar hæst einvígi Los Angeles Lakers og New Jersey Nets, þar sem Kobe Bryant skoraði 38 stig í síðari hálfleik fyri Lakers og 46 stig alls, en það dugði ekki til sigurs eins og oft áður í vetur.

Sport
Fréttamynd

Íhugar að leggja skóna á hilluna

Doug Christie er nú í viðræðum við Dallas Mavericks um að ganga frá samningi hans við félagið, þar sem hann er að íhuga að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra ökklameiðsla. Christie hefur spilað bæði sem framherji og bakvörður og er á sínu fjórtánda tímabili í deildinni. Hann er 35 ára gamall og hefur meðal annars spilað með New York, LA Lakers og Sacramento áður en hann gekk í raðir Dallas.

Sport
Fréttamynd

Indiana stöðvaði sigurgöngu Cleveland

Tveir leikir voru á dagskrá að kvöldi þakkargjörðardagsins í NBA deildinni í körfubolta í gær. Indiana stöðvaði átta leikja sigurhrinu Cleveland og Los Angeles Lakers unnu góðan sigur á Seattle á heimavelli sínum.

Sport
Fréttamynd

Indiana - Cleveland í beinni

Það verður sannkallaður Austurdeildarslagur á dagskrá í NBA deildinni í nótt, en það er viðureign Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan eitt eftir miðnætti, en þar má gera ráð fyrir hörkurimmu.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti sigur Atlanta Hawks

Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA í nótt sem leið og þar bar hæst að Atlanta Hawks vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar það skellti Boston. Detroit og San Antonio héldu sínu striki og burstuðu andstæðinga sína.

Sport
Fréttamynd

Houston - Phoenix í beinni

Leikur Houston Rockets og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan hálf eitt í nótt. Bæði þessi lið hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar vegna meiðsla lykilmanna, en Houston mun í nótt reyna að afstýra fimmta tapi sínu í röð.

Sport
Fréttamynd

Áttundi sigur Cleveland í röð

Cleveland Cavaliers vann nokkuð átakalítinn sigur á Boston Celtics í NBA deildinni í nótt, þar sem LeBron James fór á kostum og Dallas Mavericks er einnig á sigurbraut og vann sjötta leikinn í röð.

Sport
Fréttamynd

LeBron James sýnir listir sínar

Leikur Cleveland Cavaliers og Boston Celtics verður sýndur beint á NBA TV á miðnætti í kvöld. Cleveland er heitasta liðið í NBA í dag og hefur unnið sjö leiki í röð og hefur enn ekki tapað á heimavelli sínum. Þarna gefst körfuboltaunnendum gott tækifæri á að sjá sjálfan LeBron James hjá Cleveland sýna listir sínar, en hann hefur verið sjóðandi heitur undanfarið.

Sport
Fréttamynd

San Antonio lagði Sacramento

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio lagði Sacramento á útivelli, Philadelphia lagði New Orleans, Utah sigraði Milwaukee og Golden State vann New Jersey, þar sem Vince Carter meiddist í baki og gat aðeins spilað hálfan leikinn.

Sport
Fréttamynd

Besta byrjun Clippers í sögunni

Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að Los Angeles Clippers lagði Golden State og hefur því unnið átta af fyrstu tíu fyrstu leikjum sínum, sem er besta byrjun í sögu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Cleveland vann sjöunda leik sinn í röð

Cleveland Cavaliers vann sigur á Philadelphia 76ers í NBA í nótt í æsilegum leik sem endaði 123-120 fyrir Cleveland. Larry Hughes hjá Cleveland og Allen Iverson hjá Philadelphia skoruðu báðir 37 stig í leiknum, en LeBron James náði þrennu með 36 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum.

Sport
Fréttamynd

Detroit hélt sigurgöngunni áfram í Texas

Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Heitasta lið deildarinnar, Detroit Pistons, vann áttunda leik sinn í röð þegar liðið skellt Houston Rockets á útivelli og Dwayne Wade hélt troðsýningu fyrir áskrifendur NBA TV, þegar henn leiddi lið sitt Miami til sigurs gegn Philadelphia í skemmtilegum leik sem sýndur var beint á stöðinni.

Sport
Fréttamynd

Miami - Philadelphia í beinni útsendingu

Viðureign Miami Heat og Philadelphia 76ers verður sýnd beint á NBA TV klukkan hálf eitt í nótt og þar gefst tækifæri til að sjá tvo af betri skotbakvörðum NBA deildarinnar í essinu sínu, þá Dwayne Wade og Allen Iverson.

Sport
Fréttamynd

Enn tapar Atlanta

Þrír leikir voru á dagská í NBA deildinni í nótt. Atlanta Hawks tapaði áttunda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Dallas á útivelli 87-78, Minnesota lagði Washington 109-98 og San Antonio lagði granna sína í Houston 86-80.

Sport
Fréttamynd

Skrópaði í herþjónustu

Þær fregnir hafa borist frá Bandaríkjunum að körfuboltamaðurinn Vlade Divac, sem nýlega lagði skóna á hilluna og er farinn að starfa sem útsendari fyrir LA Lakers í Evrópu, hafi skrópað í herþjónustu í heimalandi sínu Serbíu og Svartfjallalandi og hefur herinn nú lagt fram kæru á hendur honum.

Sport
Fréttamynd

Bryant og Iverson skoruðu 42 stig

Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant hjá LA Lakers og Allen Iverson hjá Philadelphia voru í miklu stuði og leiddu lið sín til sigurs með því að skora 42 stig.

Sport
Fréttamynd

Boston - Seattle í beinni

Leikur Boston Celtics og Seattle Supersonics verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt klukkan hálf eitt. Viðureign þessara liða verður athyglisverð í ljósi þess að bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar það sem af er og vilja eflaust hrista af sér slenið og sigra í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Pistons með áttunda sigurinn í röð

Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu áttunda leik sinn í röð í upphafi leiktíðar þegar liðið tók á móti Boston Celtics.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Denver í beinni

Leikur Dallas Mavericks og Denver Nuggets verður sýndur í beinni útsendingu klukkan 01:30 í nótt á NBA TV. Þar verður athyglisvert að fylgjast með einvígi þeirra Dirk Nowitzki hjá Dallas og Carmelo Anthony hjá Denver.

Sport
Fréttamynd

Utah setti vafasamt félagsmet

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Memphis vann auðveldan sigur á Los Angeles Lakers, Utah tapaði heima fyrir New York Knicks og Golden State vann auðveldan sigur á Chicago Bulls.

Sport