NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

Rakar inn seðlum eftir að hafa fært sig úr MLS yfir í NFL

Brandon Aubrey lagði hart að sér til að þess að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann var valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum áður en hann ákvað að breyta til. Hann skipti yfir í NFL þar sem spilaður er amerískur fótbolti og er í dag leikmaður Dallas Cowboys.

Fótbolti
Fréttamynd

Kú­rekarnir skoruðu fjöru­tíu og sá launahæsti kældur

Dallas Cowboys vann ótrúlegan 40-0 sigur á New York Giants í fyrstu viku NFL-deildarinnar. Joe Burrow var langt frá sínu besta en hann skrifaði á dögunum undir risasamning við Cincinnati Bengals sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Svæfður í ellefu tíma meðan hann var flúraður

Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys í NFL-deildinni, fór engan milliveg þegar hann lét flúra á sér fótlegginn á dögunum. Heljarinnar verk prýðir nú legg hans frá mjöðm niður að ökkla eftir heilmikla aðgerð.

Sport
Fréttamynd

Hrútarnir án lykilmanns í fyrsta leik

Los Angeles Rams er ekki spáð góðu gengi í NFL-deildinni í ár en fyrsti leikurinn fer af stað annað kvöld. Liðið þarf að spila fyrsta leik sinn í deildinni án lykilmanns í sóknarleiknum.

Sport
Fréttamynd

NFL Red Zone á Stöð 2 Sport

Bryddað verður upp á nýjung í þeirri um­fjöllun sem Stöð 2 Sport býður á­skrif­endum sínum upp á í tengslum við NFL-deildina í Banda­ríkjunum þetta tíma­bilið því í fyrsta sinn munu á­skrif­endur geta horft á NFL Red Zone á sunnu­dögum á Stöð 2 Sport.

Sport
Fréttamynd

Setur majónes í kaffið og fær risa­samning við Hell­mann's

Will Levis, leikstjórnandi Tennessee Titans í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, vakti athygli á síðasta ári fyrir eitthvað allt annað en hæfileika sína á vellinum þegar hann fékk sér majónes út í kaffið sitt. Nú hefur hann breytt þessum furðulega sið í auglýsingasamning við majónesframleiðandan Hellmann's.

Sport
Fréttamynd

Blind Side fjöl­skyldan sakar Oher um fjár­kúgun

Fjölskyldan sem tók að sér Michael Oher og úr varð heimsfræg og falleg Hollywood saga er í áfalli yfir ásökunum hans um það að þau hafi platað hann til að skrifa undir plagg svo þau gætu grætt á honum pening.

Sport
Fréttamynd

Brady mætti á pöbbinn í Birmingham

NFL-stjarnan Tom Brady, fyrrum leikstjórnandi New England Patriots og Tampa Bay Buccaneers, var meðal áhorenda er Birmingham City hafði betur gegn Leeds United í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Hann heilsaði upp á stuðningsmenn félagsins á knæpu í aðdragandanum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Henry Ruggs dæmdur í allt að tíu ára fangelsi

Henry Ruggs III, fyrrum útherji NFL liðsins Las Vegas Raiders, var í dag dæmdur sekur fyrir að verða konu að bana þegar hann keyrði á bifreið hennar á ofsahraða í nóvember 2021. Ruggs var dæmdur í allt að tíu ára fangelsi en gæti fengið reynslulausn eftir þrjú ár.

Sport